flugfréttir

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

- Hafa borið Airbus A350-1000F undir FedEx og UPS

7. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:07

Airbus A350-1000 þotan hefur sig á loft frá flugvellinum í Toulouse

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

A350 hefur notið mikilla vinsælda sem farþegaþota og hafa um 360 eintök verið afhent af henni til viðskiptavina en þotan flaug sitt fyrsta flug meðal flugfélaga árið 2015.

Fram kemur að Airbus sé nú að íhuga að koma með á markað Airbus A350 fraktþotu og hafa viðræður nú þegar átt sér stað við mögulega viðskiptavini sem eru m.a. FedEx og United Parcel Service (UPS).

Boeing hefur verið tiltölulega eitt um markaðinn er kemur að nýjum fraktþotum með Boeing 777F sem hefur verið vinsæl hjá fraktfélögum en fraktútgáfa Airbus af A330 þotunni náði sér hinsvegar ekki á strik á sínum tíma.

Airbus hefur verið að endurskoða áætlanir sínar er kemur af fraktfluginu og stóð til að bjóða upp á fraktþotu af gerðinni Airbus A330neo en nú virðist svo vera sem að A350 fraktþota verði fyrir valinu.

Fraktútgáfa af A350-1000 myndi hinsvegar bjóða upp á 800 rúmmetra af plássi fyrir frakt sem er töluvert meira en Boeing 777F sem býður upp á 650 rúmmetra.

Um fjórðungur af allri þeirri flugfrakt sem send er milli heimshorna í dag er flogið með gömlum fraktþotum á borð við Boeing 747-400F og McDonnell Douglas MD-11F en slíkar þotur eru flestar að nálgast starfslokaaldur.

Þá herma fregnir að stórt fraktflugfélag í Asíu segist vera tilbúið í að gera pöntun í Airbus A350-1000F ef sú fraktþota verður að veruleika.  fréttir af handahófi

Nemi í flugvirkjun reyndi að múta prófdómara frá FAA

13. maí 2020

|

Nemandi í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum hefur játað sök um að hafa gert tilraun til þess að múta prófdómara með millifærslu á greiðslu í þeim tilgangi að dómarinn myndi leyfa honum að standast loka

Hóta að segja upp öllum flugmönnum og endurráða einhverja aftur

8. júní 2020

|

British Airways hefur lýst því yfir að mögulega muni félagið grípa til þess ráðs að segja upp öllum flugmönnum félagsins, alls 4.300 flugmönnum, og endurráða einhverja af þeim aftur undir nýjum kja

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00