flugfréttir

Hækka leigugjöld fyrir tvo svifflugklúbba um 550 prósent

- Tveir elstu svifflugklúbbar Ástralíu saka flugvallareigandann um ofurgræðgi

9. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:18

Sögu Southern Cross Gliding Club svifflugklúbbsins má rekja aftur til ársins 1941

Tveir elstu og sögufrægustu svifflugsklúbbarnir í Sydney í Ástralíu segja að mögulega stefni í að klúbbarnir neyðist til þess að hætta eftir 80 ára starfsemi þar sem að flugvallarfyrirtækið og eigandi flugvallanna, Sydney Metro Airports, hefur tilkynnt að leiga og aðstöðugjöld fyrir sviffluguklúbbana muni hækka um allt að 550 prósent strax í þessum mánuði.

„Fjölmargir unglingar hafa tekið sín fyrstu skref í fluginu hjá okkur í sviffluginu og eru mörg þeirra í dag í atvinnufluginu eða farið í flugherinn“, segir Justin Couch, formaður Southern Cross Gliding Club svifflugklúbbsins.

Sögu Sydney Cross Gliding Club svifflugklúbbsins má rekja aftur til ársins 1941 og sögu Sydney Gliding klúbbsins til ársins 1970 en báðir hafa þeir bækistöðvar á Camden-flugvellinu sem staðsettur er suðvestur af Sydney.

Sydney Metro Airports hefur tilkynnt að gjöldin muni hækka um 225% annars vegar og 558% hinsvegar fyrir svifflugklúbbana og hafa svifflugssamtök Ástralíu kallað eftir aðstoð frá AOPA í Ástralíu vegna málsins.

Svifflugs hefur verið mikilvægur hluti af fluginu í Ástralíu og má rekja svifflugið þar í landi aftur til ársins 1940

„Það er svakalegt að sjá hversu mikil græðgi það er af hálfu eigendum flugvallana og hversu lítill áhugi það er að hlúa að starfsemi sem snýr að fluginu til langstíma með svona skyndiákvörðun“, segir Couch sem bætir því við að hækkunin var tilkynnt með aðeins eins dags fyrirvara.

Svifflugsamtök Ástralíu fá AOPA með sér í lið

Ef báðir svifflugsklúbbarnir leggjast af gæti það haft áhrif á þróun er kemur að flugkennslu í Ástralíu þar sem mjög margir byrja sinn flugferil í svifflugi þar sem svifflugið er talin ein besta leiðin til þess að kynnast fluginu. Svifflug hefur verið mjög stór hluti af flugmenningu Ástrala allt frá fjórða áratug síðustu aldar.

„Þessi hækkun, sem hefur verið boðið á leigugjöldum á flugvöllunum, er ósjálfbær fyrir klúbbana og endurspeglar hversu lítil tenging er í raunveruleikanum á milli væntinga einkaaðilanna sem reka flugvellina og getu einkaflugsins til þess að þrífast og sinna sínu mikilvæga hlutverki er kemur að fluginu“, segir Benjamin Morgan, formaður félags einkaflugmanna og flugvélaeigenda í Ástralíu (AOPA Australia).

„Grasrótin hefur enga annarra kosta völ en að hafa aðgengi að flugvöllum til að þrífast. Það er engin önnur staðsetning í Sydney sem kemur til greina. Ef svona hækkun á leigu verður að veruleika þá er ekkert annað í stöðunni en að loka og hætta rekstri“, segir Morgan.  fréttir af handahófi

Aeroflot gerir ekki ráð fyrir neinu millilandaflugi í sumar

17. apríl 2020

|

Aeroflot hefur ákveðið að fresta allri sölu á farmiðum í millilandaflugi fram í ágúst að minnsta kosti þar sem mikil óvissa ríkir um hvenær rússnesk stjórnvöld munu aflétta ferðabanni.

Lágmarksverð sett á fargjöld til og frá Austurríki

9. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Austurríki hefur kynnt nýja reglugerð þar sem farið verður fram á lágmarksverð á fargjöldum fyrir þau flugfélög sem fljúga til og frá landinu en það er gert til þess að koma í veg fy

Ríkið tryggir flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar

15. apríl 2020

|

Ríkisstjórnin hefur náð samningum við Air Iceland Connect til að tryggja lágmarksflugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar vegna heimsfaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Rúmenía samþykkir greiðslustöðvun fyrir Blue Air

7. júlí 2020

|

Rúmenska lágfargjaldafélagið Blue Air hefur farið fram á gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hefur félagið fengið leyfi til þess að fresta greiðslum af lánum og greiðslum af skuldum til kröfuhafa í

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00