flugfréttir

Air New Zealand selur afgreiðslupláss sitt á Heathrow

- Hætta að fljúga til London Heathrow í október í haust

9. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:08

Boeing 777-300ER þota Air New Zealand á Heathrow-flugvellinum í London

Air New Zealand hefur selt afgreiðsluplássin sín á Heathrow-flugvellinum í London fyrir um 3.4 milljarða króna.

Frekar sjaldgæft hefur verið að flugfélag, sem hefur flogið langflug til margra ára til Heathrow-flugvallarins, selji plássin sín en oftar er um að ræða evrópsk flugfélög sem hafa selt pláss til annarra evrópskra flugfélaga til að auka lausafé sitt.

Air New Zealand mun hætta að fljúga til London í október í haust en félagið hefur bæði flogið á Heathrow-flugvöll í gegnum Hong Kong og Los Angeles. Félagið hefur hætt að fljúga London-flugið með viðkomu í Hong Kong og mun flugið, gegnum Los Angeles, taka enda í haust en félagið tilkynnti um endalok London-flugsins í fyrra.

3.4 milljarðar hljómar frekar lág upphæð fyrir langflugspláss samanborið við Oman Air og Kenya Airways sem seldu stök pláss á London Heathrow árið 2016 fyrir tæpa 10 milljarða króna en til samanburðar þá seldi Croatia Airlines sitt pláss til Delta Air lines árið 2017 fyrir 3.2 milljarða króna.

Þau flugfélög sem fljúga til London Heathrow eiga samt von á því að verð á afgreiðsluplássum eigi eftir að lækka með tilkomu þriðju flugbrautarinnar sem mun bjóða upp á enn fleiri brottfarir og komur á sólarhring en í augnablikinu er Heathrow-flugvöllurinn gott sem fullur og er hann rekinn með meira en 99% nýtni.

Ekki hefur verið gefið upp hvaða flugfélag keypti plássin af Air New Zealand en um morgunpláss er að ræða. Air New Zealand hefur flogið daglega á Heathrow með lendingu klukkan 10:50 eftir flug frá Los Angeles og brottför aftur til Los Angeles og áfram til Auckaland er klukkan 15:20.  fréttir af handahófi

Sukhoi prófar rússneskt loftkerfi fyrir Superjet-þotuna

17. febrúar 2020

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi hefur hafið prófanir á nýju rússnesku loftræstikerfi fyrir Sukhoi Superjet 100 þotuna en markmiðið er að fjölga þeim íhlutum í þotunni sem eru smíðaðir í heima

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

23. mars 2020

|

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunu

Korean Air hefur lagt 100 þotum

10. mars 2019

|

Suður-kóreska flugfélagið Korean Air glímir nú við töluverða erfiðleika í rekstri en Suður-Kórea er það land sem hefur orðið hvað verst úti vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00