flugfréttir

Air New Zealand selur afgreiðslupláss sitt á Heathrow

- Hætta að fljúga til London Heathrow í október í haust

9. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:08

Boeing 777-300ER þota Air New Zealand á Heathrow-flugvellinum í London

Air New Zealand hefur selt afgreiðsluplássin sín á Heathrow-flugvellinum í London fyrir um 3.4 milljarða króna.

Frekar sjaldgæft hefur verið að flugfélag, sem hefur flogið langflug til margra ára til Heathrow-flugvallarins, selji plássin sín en oftar er um að ræða evrópsk flugfélög sem hafa selt pláss til annarra evrópskra flugfélaga til að auka lausafé sitt.

Air New Zealand mun hætta að fljúga til London í október í haust en félagið hefur bæði flogið á Heathrow-flugvöll í gegnum Hong Kong og Los Angeles. Félagið hefur hætt að fljúga London-flugið með viðkomu í Hong Kong og mun flugið, gegnum Los Angeles, taka enda í haust en félagið tilkynnti um endalok London-flugsins í fyrra.

3.4 milljarðar hljómar frekar lág upphæð fyrir langflugspláss samanborið við Oman Air og Kenya Airways sem seldu stök pláss á London Heathrow árið 2016 fyrir tæpa 10 milljarða króna en til samanburðar þá seldi Croatia Airlines sitt pláss til Delta Air lines árið 2017 fyrir 3.2 milljarða króna.

Þau flugfélög sem fljúga til London Heathrow eiga samt von á því að verð á afgreiðsluplássum eigi eftir að lækka með tilkomu þriðju flugbrautarinnar sem mun bjóða upp á enn fleiri brottfarir og komur á sólarhring en í augnablikinu er Heathrow-flugvöllurinn gott sem fullur og er hann rekinn með meira en 99% nýtni.

Ekki hefur verið gefið upp hvaða flugfélag keypti plássin af Air New Zealand en um morgunpláss er að ræða. Air New Zealand hefur flogið daglega á Heathrow með lendingu klukkan 10:50 eftir flug frá Los Angeles og brottför aftur til Los Angeles og áfram til Auckaland er klukkan 15:20.  fréttir af handahófi

Tæplega 7.000 starfsmönnum verður sagt upp hjá Boeing

27. maí 2020

|

Tæplega 7.000 starfsmönnum hjá Boeing verður sagt upp í fyrsta hluta þeirra uppsagna sem flugvélaframleiðandinn ætlar að grípa til vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur haft á flugi

Emirates segir upp 600 flugmönnum

9. júní 2020

|

Emirates hefur sagt upp um 600 flugmönnum en samkvæmt fréttum voru flestir þeirra flugmenn á Airbus A380 risaþotunni.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00