flugfréttir

KEF meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum flokki

- Keflavíkurflugvöllur hlýtur alþjóðlega viðurkenningu fyrir þjónustu

9. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:35

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli

Keflavíkurflugvöllur er á meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki (5-15 milljónir árlegra farþega) hvað varðar þjónustugæði.

Þetta sýna niðurstöður alþjóðlegrar þjónustukönnunar sem framkvæmd er á helstu flugvöllum heims á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI). Keflavíkurflugvöllur hefur verið á meðal þátttakenda í könnunum ACI frá árinu 2004 og hefur alla tíð verið ofarlega á evrópska listanum, sem telur yfir 100 flugvelli vítt og breitt um álfuna.

Nú er ljóst að Keflavíkurflugvöllur er einn af þeim átta sem fá hæsta meðaleinkunn í könnuninni og hlýtur því sérstaka viðurkenningu ACI fyrir þjónustugæði en aðrir flugvellir sem hljóta viðurkenningu í sama flokki eru flugvellirnir í Björgvin í Noregi, Izmir í Tyrklandi, Sochi í Rússlandi, Luqa á Möltu, Newcastle á Englandi og Porto flugvöllur í Portúgal.  

Keflavíkurflugvöllur er einn af þeim átta flugvöllum í Evrópu sem fá
hæsta meðaleinkunn í könnuninni

Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality programme (ASQ), er virtasta og marktækasta mælingin sem gerð er á þjónustugæðum flugvalla. Við framkvæmd hennar eru farþegar á flugvöllum um allan heim spurðir staðlaðra spurninga um 34 þjónustuþætti. Því er um samræmdan og yfirgripsmikinn samanburð að ræða, bæði á milli flugvalla og á milli ára. Könnunin er framkvæmd á 356 flugvöllum um allan heim, þar af 115 í Evrópu. Keflavíkurflugvöllur er á meðal 37 flugvalla í sínum flokki, flokki evrópskra flugvalla með 5-15 milljónir árlegra farþega.  

„Við erum mjög stolt og ánægð að heyra að okkur hafi tekist að standast væntingar farþega og jafnvel að fara fram úr þeim,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. „Viðurkenningin er fyrst og fremst afrakstur góðrar samvinnu allra rekstraraðila en flugvöllurinn er dæmdur út frá þjónustu allra þeirra sem hafa starfsemi á flugvellinum, hvort sem um er að ræða okkur hjá Isavia, starfsfólk verslana og veitingastaða, innritunar, vegabréfaeftirlits eða annarra þjónustuþátta.

Það er sérlega ánægjulegt að við höfum náð að halda uppi háum þjónustugæðum þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir og óhjákvæmileg þrengsli sem hafa myndast á álagstímum. Ég óska öllu starfsfólki á Keflavíkurflugvelli innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.“  

Verðlaun ACI mesta viðurkenning fyrir rekstraraðila flugvalla

„Verðlaun í þjónustukönnun ACI eru mesta viðurkenning sem stendur rekstraraðilum flugvalla heimsins til boða og eru þau veitt fyrir framúrskarandi þjónustu og upplifun viðskiptavina,“ segir Angela Gittens framkvæmdastjóri ACI World. „Í ár eru verðlaunin veitt mjög fjölbreyttum flugvöllum um allan heim. Það er til marks um hversu breið samstaða er innan flugvallageirans um þá skuldbindingu að leggja áherslu á góða þjónustu við farþega.“  

ACI hefur nú tilkynnt um niðurstöður könnunarinnar en verðlaunin verða veitt formlega á alþjóðlegri þjónusturáðstefnu á vegum samtakanna í Kraká í Póllandi í september. Nánari upplýsingar um þjónustuverðlaun ACI er að finna hér  fréttir af handahófi

Diamond DA42 kennsluflugvél brotlenti í Kína

16. janúar 2020

|

Þrír létu lífið í flugslysi í Kína fyrr í vikunni er lítil tveggja hreyfla kennsluflugvél brotlenti í kennsluflugi.

Fresta afhendingum á 78 nýjum breiðþotum frá Airbus

3. mars 2020

|

Malasíska lágfargjaldaflugfélagið Air Asia X ætlar að fresta afhendingum á 78 breiðþotum sem félagið hefur pantað sem eru af gerðinni Airbus A330neo.

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00