flugfréttir

Uppsagnir mögulegar hjá Icelandair vegna veirunnar

- Eftirspurn eftir flugsætum til og frá landinu dregst saman

10. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:04

Séð út um glugga á Boeing 757 þotu Icelandair í aðflugi að Munchen

Svo gæti farið að Icelandair verði að grípa til uppsagna til þess að hagræða rekstri félagsins vegna útbreiðslu kórónaveirunnar sem farin er að hafa áhrif á rekstur hjá flestum flugfélögum í heiminum.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni að áætlanir gera ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum eigi eftir að minnka áfram á næstu vikum og jafnvel mánuðum og sé félagið að vinna að því að koma fram með breyttar aðgerðir til að bregðast við því.

„Ég held að það sé óhjákvæmilegt að við verðum að taka ákvarðanir sem eru bæði erfiðar og geta verið sársaukafullar, við verðum að gera það.“, segir Bogi Nils meðal annars en Icelandair hefur nú þegar fellt niður 80 flugferðir vegna veirunnar og er von á að enn fleiri ferðir verða felldar niður á næstunni.

Þær 80 flugferðir sem félagið hefur fellt niður voru á áætlun í mars og í apríl sem nemur 2% af þeim 3.500 flugferðum sem voru áætlaðar fram í byrjun maí.

Bogi bendir á að sennilega þurfi félagið að gera það sama og erlend flugfélög sem hafa þurft að bregðast við minni eftirspurn eftir flugsætum með því að draga úr framboðinu en slíkt kallar á uppsagnir á meðan ástandið varir.

Þrátt fyrir það þá tekur Bogi fram að sterk lausafjárstaða Icelandair gerir félaginu kleift að bregðast hratt við breyttri stöðu á mörkuðum félagsins en stjórn félagsins fylgist náð með breytingum í flugiðnaðinum vegna áhrifa af COVID-19.

Í fréttum á Visi.is kemur fram að stjórnendur Icelandair reikna með því að eftirspurn verði frekar dræm næstu vikur og mánuði en telja að það fari að létta til síðar á árinu.  fréttir af handahófi

Loka þremur bækistöðvum áhafna í Bandaríkjunum

19. apríl 2020

|

Cathay Pacific hefur ákveðið að loka þremur áhafnastarfsstöðvum í Bandaríkjunum til þess að spara fjármagn vegna þess fjárhagsskaða sem félagið hefur orðið fyrir vegna COVID-19.

Myndband: Nauðlending á hraðbraut í Kanada

16. apríl 2020

|

Flugmaður lítillar einkaflugvélar af gerðinni Piper PA-28 Cherokee neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Kanada í morgun eftir að vandræði kom upp með gang í mótor vélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Rúmenía samþykkir greiðslustöðvun fyrir Blue Air

7. júlí 2020

|

Rúmenska lágfargjaldafélagið Blue Air hefur farið fram á gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hefur félagið fengið leyfi til þess að fresta greiðslum af lánum og greiðslum af skuldum til kröfuhafa í

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00