flugfréttir

Vilja að laserárásir á flugvélar verði skilgreint sem glæpur

- Flugmaður hjá Jazz fluttur á sjúkrahús með augnskaða

11. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:32

Dæmi eru um að flugmenn hafi hlotið varanlega augnskaða eftir að lasergeisla var beint að stjórnklefa á flugvél í aðflugi

Félag atvinnuflugmanna í Kanada og kanadísk verkalýðsfélög hvetja stjórnvöld í Kanada til þess að gera það refsivert athæfi að beina lasergeislum að flugvélum og herða á viðurlögunum við slíku athæfi og skilgreini það sem glæpsamlegt brot.

Frá byrjun ársins 2019 hafa 326 tilvik verið skráð af flugmönnum þar sem lasergeislum var beint að þeim oftast í aðflugi en í slíkum tilvikum nota gerendurnir sérstakan geislapenna en geisli úr slíkum pennum getur blindað flugmenn og orsakað varanlega augnskaða og skemmdir á hornhimnu.

Í febrúar þurfti að leggja flugmann hjá kanadíska flugfélaginu Jazz inn á sjúkrahús eftir að hann hlaut augnskaða þegar lasergeisla var beint í átt að flugvél sem hann flaug er hún var í aðflugi að flugvellinum í Ottawa.

Þrjár laserárásir á flugvélar í febrúar í Ottawa

Vélin, sem var af gerðinni De Havilland Dash-8, var að koma frá Montréal en flugmaðurinn sem hlaut augnskaðann var aðstoðarflugmaður og þurfti flugstjórinn að taka við stjórn vélarinnar.

Vélin lenti heil á höldnu í Ottawa en kalla þurfti eftir aðstoð frá sjúkraliðum þar sem í ljós kom að sjón aðstoðarflugmannsins hafði skerst við laserárásina.

Tim Perry, formaður félags kanadískra atvinnuflugmanna, segir að dæmi eru um flugmenn sem hafa hlotið varanlegan skaða á hornhimnunni vegna árásar sem hefur verið gerð á flugvélar með slíkum laserpennum.

Perry segir að ástandið sé það slæmt í Kanada að flestir flugmenn hafa annað hvort lent í því að hafa orðið fyrir lasergeislaárás eða þekkja einhvern flugmann sem hefur lent í slíkum árásum í aðflugi en sjálfur lenti Perry í því að lasergeisla var beint að flugvél sem hann flaug eitt sinn er hann var að lenda í Toronto.

Svona leit geislinn út séður úr stjórnklefa á sjúkraþyrlunni sem varð fyrir árásinni í síðasta mánuði

Í flestum tilvikum þegar árás er gerð á flugvél með laserpennum finnst gerandinn ekki þar sem þeir eru oftast á bak og burt þegar lögregla mætir á staðinn og þá er oft einnig erfitt að gera sér grein fyrir hvaðan geislanum var beint og sé það eins og að finna nál í heystakk að finna nákvæma staðsetningu.

Lögregluyfirvöld í Ottawa segja að sektir geta numið allt að 3 milljónum króna fyrir þá sem verða staðnir að því að beina lasergeisla að flugvélum og þá eru almennir borgarar hvattir til þess að tilkynna ef þeir verða varir við að einhver sé að beina geisla að flugvélum.

Formaður félags atvinnuflugmanna í Kanada segir að þessar aðgerðir duga hinsvegar ekki til og þurfi að gera meira til að fækka þessum tilvikum með því að gera þetta að refsiverðu athæfi svo um skýrt brot sé að ræða

Í síðasta mánuði var tilkynnt um hvorki meira né minna en þrjár lasergeislaárásir í Ottawa en í einu tilvikinu þá blindaðist þyrluflugmaður á sjúkraþyrlu er geisla var beint að þyrlunni er hún var að lenda með sjúkling við sjúkrahús í borginni.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga