flugfréttir
Ferðabannið hefur áhrif á 17.000 flugferðir yfir Atlantshafið
- 40 flugfélög bjóða upp á 4.8 milljónir flugsæta á tímabilinu

Yfir 40 flugfélög fljúga daglega á milli Evrópu og Bandaríkjanna
Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem mun taka í gildi á morgun, mun hafa áhrif á allt að 17.000 flugferðir sem fyrirhugaðar er fram og til baka yfir Atlantshafið næstu 30 daga.
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að setja á bann við áætlunarflugi á milli
Bandaríkjanna og Evrópu sem tekur í gildi á miðnætti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti þetta seint í gærkvöld og nær bannið til allra aðildarlanda Evrópusambandsins
og er tilgangur ferðabannsins að hefta úbreiðslu kórónaveirunnar í Bandaríkjunum en bannið nær þó ekki til Bretlands þrátt fyrir að þar hafa greinst yfir 456 tilfelli af COVID-19.
Alls eru um 40 flugfélög sem fljúga 560 flugferðir á dag yfir Atlantshafið á milli Bandaríkjanna og Evrópu með 160.000
farþega og mun bannið því koma til með að hafa áhrif á 17.000 flugferðir þar sem 4.8 milljónir flugsæta eru í boði á tímabilinu.
Þau Evrópulönd sem taka við flestum flugferðum frá Bandaríkjunum eru Þýskaland, Frakkland og Holland en önnur lönd
þar sem flugumferð er mikil til og frá Bandaríkjunum eru meðal annars Tyrkaland, Spánn, Sviss og Portúgal.
Bannið mun bitna verst á American Airlines, Delta Air Lines og United Airlines en til samans fljúga þessi flugfélög yfir 200
flugferðir á dag yfir Atlantshafið.
Af evrópskum flugfélögum þá kemur bannið sér verst fyrir Lufthansa sem flýgur 60 flugferðir á dag á milli Þýskalands og
Bandaríkjanna og Air France sem flýgur 37 ferðir á dag. Önnur flugfélög sem fljúga mörg flug á dag til Bandaríkjanna eru
Aer Lingus, KLM og SWISS International Air Lines.

Bannið mun taka í gildi á miðnætti á morgun
Ekki er vitað enn hversu mikil áhrif þetta mun hafa á rekstur flugfélaga sem bætist ofan á þá erfiðleika sem þau standa frammi fyrir
vegna útbreiðslu veirunnar en þau flugfélög sem hafa leiðarkerfi, sem að stórum hluta samanstendur af flugi til Bandaríkjanna, munu koma verst undan ferðabanninu.
Flugfélög sem fljúga til og frá Bandaríkjunum vinna
nú að vinna að því að aðlaga sig að þessu banni sem mun skapa mikla ringulreið seinnipartinn í dag og á morgun, bæði meðal flugfélaga og þeirra farþega sem eiga bókað flug til Bandaríkjanna.
Bannið hefur einnig áhrif á ferðaáætlun Icelandair sem hefur fyrirhugað yfir 500 brottfarir á þessu tímabili frá Keflavíkurflugvelli
en fram kemur að um 27% af flugáætlun Icelandair á þessu tímabili sé áætlunarflug til Bandaríkjanna.
Tæknilega séð þá geta farþegar, sem eiga bókað flug frá Evrópulandi sem er á bannlista, flogið til Bretlands og bókað flug þaðan til
Bandaríkjanna eða frá Evrópulandi til Kanada og bókað flug frá Kanada yfir landamærin til Bandaríkjanna.
Trump segir samt að allir þeir sem hafa dvalið lengur en í 14 daga í landi sem tilheyri Schengen-svæðinu fá ekki inngöngu
inn í Bandaríkin á meðan á ferðabanninu stendur.


22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

20. nóvember 2020
|
Scandinavian Airlines (SAS) mun um næstu mánaðarmót, þann 1. desember, senda síðustu Airbus A340 breiðþotuna vestur um haf í flugvélakirkjugarðinn og lýkur þar með sögu fjögurra hreyfla þotna hjá SAS.

18. nóvember 2020
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa aflétt flugbanni Boeing 737 MAX þotunnar með endurútgáfu á flughæfnisvottun vélarinnar eftir 20 mánaða kyrrsetningu.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.