flugfréttir

Ferðabannið hefur áhrif á 17.000 flugferðir yfir Atlantshafið

- 40 flugfélög bjóða upp á 4.8 milljónir flugsæta á tímabilinu

12. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:38

Yfir 40 flugfélög fljúga daglega á milli Evrópu og Bandaríkjanna

Ferðabann á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem mun taka í gildi á morgun, mun hafa áhrif á allt að 17.000 flugferðir sem fyrirhugaðar er fram og til baka yfir Atlantshafið næstu 30 daga.

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að setja á bann við áætlunarflugi á milli Bandaríkjanna og Evrópu sem tekur í gildi á miðnætti.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti þetta seint í gærkvöld og nær bannið til allra aðildarlanda Evrópusambandsins og er tilgangur ferðabannsins að hefta úbreiðslu kórónaveirunnar í Bandaríkjunum en bannið nær þó ekki til Bretlands þrátt fyrir að þar hafa greinst yfir 456 tilfelli af COVID-19.

Alls eru um 40 flugfélög sem fljúga 560 flugferðir á dag yfir Atlantshafið á milli Bandaríkjanna og Evrópu með 160.000 farþega og mun bannið því koma til með að hafa áhrif á 17.000 flugferðir þar sem 4.8 milljónir flugsæta eru í boði á tímabilinu.

Þau Evrópulönd sem taka við flestum flugferðum frá Bandaríkjunum eru Þýskaland, Frakkland og Holland en önnur lönd þar sem flugumferð er mikil til og frá Bandaríkjunum eru meðal annars Tyrkaland, Spánn, Sviss og Portúgal.

Bannið mun bitna verst á American Airlines, Delta Air Lines og United Airlines en til samans fljúga þessi flugfélög yfir 200 flugferðir á dag yfir Atlantshafið.

Af evrópskum flugfélögum þá kemur bannið sér verst fyrir Lufthansa sem flýgur 60 flugferðir á dag á milli Þýskalands og Bandaríkjanna og Air France sem flýgur 37 ferðir á dag. Önnur flugfélög sem fljúga mörg flug á dag til Bandaríkjanna eru Aer Lingus, KLM og SWISS International Air Lines.

Bannið mun taka í gildi á miðnætti á morgun

Ekki er vitað enn hversu mikil áhrif þetta mun hafa á rekstur flugfélaga sem bætist ofan á þá erfiðleika sem þau standa frammi fyrir vegna útbreiðslu veirunnar en þau flugfélög sem hafa leiðarkerfi, sem að stórum hluta samanstendur af flugi til Bandaríkjanna, munu koma verst undan ferðabanninu.

Flugfélög sem fljúga til og frá Bandaríkjunum vinna nú að vinna að því að aðlaga sig að þessu banni sem mun skapa mikla ringulreið seinnipartinn í dag og á morgun, bæði meðal flugfélaga og þeirra farþega sem eiga bókað flug til Bandaríkjanna.

Bannið hefur einnig áhrif á ferðaáætlun Icelandair sem hefur fyrirhugað yfir 500 brottfarir á þessu tímabili frá Keflavíkurflugvelli en fram kemur að um 27% af flugáætlun Icelandair á þessu tímabili sé áætlunarflug til Bandaríkjanna.

Tæknilega séð þá geta farþegar, sem eiga bókað flug frá Evrópulandi sem er á bannlista, flogið til Bretlands og bókað flug þaðan til Bandaríkjanna eða frá Evrópulandi til Kanada og bókað flug frá Kanada yfir landamærin til Bandaríkjanna.

Trump segir samt að allir þeir sem hafa dvalið lengur en í 14 daga í landi sem tilheyri Schengen-svæðinu fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin á meðan á ferðabanninu stendur.  fréttir af handahófi

Þremur breiðþotum Icelandair breytt tímabundið í fraktvélar

24. apríl 2020

|

Icelandair hefur náð samkomulagi við þýska fyrirtækið DB Schenker um fraktflug á milli Þýskalands og Kína og verður þremur Boeing 767 breiðþotum félagsins breytt tímabundið í fraktvélar vegna þessa.

Flybe varð gjaldþrota í nótt

5. mars 2020

|

Breska flugfélagið Flybe varð gjaldþrota í nótt eftir árangurslausar tilraunir forsvarsmanna félagsins til þess að bjarga rekstrinum á síðustu stundu.

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00