flugfréttir

Fór í loftið með rangar upplýsingar í flugtölvu á LHR

- Gleymdu að uppfæra upplýsingar um flugtaksgetu

12. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 14:26

Airbus A319 þota British Airways í flugtaki á Heathrow-flugvellinum í London

Talið er að tímapressa hafi valdið því að flugmenn á Airbus A319 farþegaþotu frá British Airways fóru í loftið með rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtölvu vélarinnar á Heathrow-flugvellinum í október í fyrra.

Í rannsókn á atvikinu, sem átti sér stað þann 2. október árið 2019, kemur fram að annar flugmaðurinn hafi gleymt að uppfæra upplýsingar í flugtölvuna þegar flugumferðarstjóri gaf flugmönnunum leyfi til að fara í loftið þvert af akbraut sem var lengra frá flugbrautarendanum miðað við þann stað þar sem þeir gerðu ráð fyrir að hefja flugtak.

Það þýðir að vélin hafði minni flugbrautarvegalengd fyrir flugtakið og hóf þotan sig á loft mun nær hinum brautarendanum miðað við upplýsingar um afl hreyflanna sem reiknað er út frá þyngd vélarinnar.

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi segir að atvikið hefði geta farið mun verr en þotan var á leið til Leeds og var um mjög stutt flug að ræða og var hún því frekar létt.

Upphaflega var gert ráð fyrir að þotan færi í loftið á braut 27L á mós við akbraut N2W sem gefur flugbrautarvegalengd upp á 3.380 metra en flugmaðurinn bað um brottför frá N4E á meðan vélin var að aka með afl frá öðrum hreyflinum.

Leyfi fyrir brottför frá þeim stað kom það fljótt að sá flugmaður, sem var að fylgjast með, gleymdi að uppfæra upplýsingarnar í flugtölvuna (FMS) en flugtak frá þeim stað gefur brautarvegalengd upp á 2.700 metra.

Með svo skömmum fyrirvara var lítill tími fyrir áhöfnina að fara yfir þau atriði á tékklista sem þarf að fara yfir fyrir brottför („before take-off checklist“) og var hinn hreyfillinn ræstur upp á meðan þeir fengu leyfi til að taka sér brautarstöðu.

Flugstjórinn bað aðstoðarflugmanninn að athuga með afkastagetuna en flugmaðurinn misskildi hann og hélt að hann væri að tala um stöðuna á þeim hreyfli sem var enn að ræsa sig upp. Flugstjórinn var hinsvegar að biðja flugmanninn um að athuga þá síðu í tölvunni sem sýnir flugtaksgetu (take-off performance) og athuga þá V-hraða sem voru gefnir upp þa og athuga hvort þeir væru réttir miðað við styttri brautarlengd.

Flugmennirnir sögðu við rannsóknaraðila að þeir hefðu frekar átt að hafna boði um tafarlausa brautarstöðu og tilkynna flugumferðarstjórum að þeir væru ekki tilbúnir strax fyrir brottför.  fréttir af handahófi

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

Tilraunaflug eftir breytingar á 737 MAX gæti hafist í júní

12. júní 2020

|

Boeing vonast til þess að geta hafið flugprófanir að nýju með Boeing 737 MAX þotunni fyrir lok þessa mánaðar og væri um að ræða fyrsta tilraunarflugið sem væri jafnframt skrefið í átt að flughæfnisvo

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

60.000 áætlunarflug á dag í fyrsta sinn í 15 vikur

7. júlí 2020

|

Farþega- og áætlunarflug í heiminum rauf 60.000 flugferðamúrinn í fyrsta sinn sl. föstudag eftir COVID-19 heimsfaraldurinn þegar 60.100 flugferðir voru farnar í heiminum þann sólarhringinn sem telja

Rúmenía samþykkir greiðslustöðvun fyrir Blue Air

7. júlí 2020

|

Rúmenska lágfargjaldafélagið Blue Air hefur farið fram á gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hefur félagið fengið leyfi til þess að fresta greiðslum af lánum og greiðslum af skuldum til kröfuhafa í

Spennandi tímar í fluginu framundan eftir COVID-19

6. júlí 2020

|

Stephen Dickson, formaður bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) ávarpaði nemendur við Embry Riddle háskólann á Netinu í vefútsendingu á dögunum þar sem hann meðal annars hvatti flugnema, og þá nemendu

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00