flugfréttir

Ár liðið frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett

- EASA kyrrsetti vélarnar 12. mars 2019 og FAA degi síðar

13. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:16

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur

Í dag er 1 ár liðið frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar víðast hvar í heiminum en það var á þessum degi í fyrra, 13. mars 2019, sem að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) fyrirskipuðu að vélunum skyldi lagt í kjölfar tveggja flugslysa.

Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja Boeing 737 MAX þotuna þann 10. mars 2019, sama dag og seinna flugslysið átti sér stað hjá Ethiopian Airlines, en er bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þotuna þremur dögum síðar þá fylgdu flest önnur lönd í kjölfarið.

Icelandair var meðal þeirra flugfélaga sem kyrrsettu Boeing 737 MAX á undan bandarískum flugmálayfirvöldum en félagið lagði vélunum þann 12. mars, sama dag og evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) fyrirskipaði kyrrsetningu.

Þann 18. mars var búið að leggja öllum Boeing 737 MAX þotunum í heiminum en þá taldi flotinn 387 þotur hjá 59 flugfélögum í heiminum.

Lengi var séð fram á að kyrrsetningin myndi aðeins vara í nokkrar vikur eða mánuði en vandamál með hið svokallaða MCAS-kerfi reyndist mun stærra en talið var í fyrstu auk þess sem mun fleiri vandamál með þotuna komu í ljós í kjölfarið.

Hið nána samband milli bandrískra flugmálayfirvalda (FAA) og Boeing var lengi gagnrýnt og talið að flugmálayfirvöld hefðu gefið Boeing of mikið frelsi með því að leyfa framleiðandanum að gera úttekt og vottun á sinni eigin flugvél.

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur Ethiopian Airlines á flugvellinum í Addis Ababa

Þá hefur Boeing einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa leynt MCAS-kerfinu fyrir flugmönnum þar sem það var ekki tilgreint í þjálfunarferli eða í flughandbók vélarinnar. Kerfinu var ætlað að bregðast við ef áfallshorn vélarinnar myndi aukast of mikið með því að breyta stöðu á stjórnfleti á stélhluta vélarinnar og ýta með því nefinu niður á við til að forðast ofris.

Talið er hinsvegar að MCAS kerfið hafi spilað stórt hlutverk í flugslysunum tveimur hjá Lion Air og Ethiopian Airlines þar sem skynjarar, sem skynja áfallshorn vélarinnar („angle of attack sensors), hafi sent röng skilaboð til MCAS-kerfisins sem ýtti nefi vélarinnar niður í báðum tilvikunum í flugtaksklifri án þess að þörf var á leiðréttingu á áfallshorninu með þeim afleiðingum að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni.

Boeing hefur unnið lengi að uppfærslu á hugbúnaði sem tengist MCAS-kerfinu en mikil vinna hefur farið í að prófa vélarinar og gera frekari endurbætur á hugbúnaðinum en önnur vandamál, sem hafa komið í ljós, hafa einnig verið tímafrek og er enn einhver vinna eftir þangað til að bandarísk flugmálayfirvöld gefa vélinni grænt ljós til þess að hefja sig í loftið á ný.  fréttir af handahófi

Áform um þriðju flugbrautina á Heathrow dæmd ólögmæt

27. febrúar 2020

|

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í dag áætlanir varðandi þriðju flugbrautina á Heathrow-flugvellinum ólöglegar þar sem ekki séu tekið með í reikninginn þær skuldbindingar sem breska ríkisstjórnin

400.000 færri blaðsíður af pappír í stjórnklefanum

16. janúar 2020

|

Eistneska flugfélagið Nordica (Regional Jet) stefnir á „pappírslausan flugstjórnarklefa“ á þessu ári um borð í öllu áætlunarflugi en með því mun félagið spara sér og umhverfinu um 400.000 blaðsíður a

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00