flugfréttir

Ár liðið frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett

- EASA kyrrsetti vélarnar 12. mars 2019 og FAA degi síðar

13. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:16

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur

Í dag er 1 ár liðið frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar víðast hvar í heiminum en það var á þessum degi í fyrra, 13. mars 2019, sem að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) fyrirskipuðu að vélunum skyldi lagt í kjölfar tveggja flugslysa.

Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja Boeing 737 MAX þotuna þann 10. mars 2019, sama dag og seinna flugslysið átti sér stað hjá Ethiopian Airlines, en er bandarísk flugmálayfirvöld kyrrsettu þotuna þremur dögum síðar þá fylgdu flest önnur lönd í kjölfarið.

Icelandair var meðal þeirra flugfélaga sem kyrrsettu Boeing 737 MAX á undan bandarískum flugmálayfirvöldum en félagið lagði vélunum þann 12. mars, sama dag og evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) fyrirskipaði kyrrsetningu.

Þann 18. mars var búið að leggja öllum Boeing 737 MAX þotunum í heiminum en þá taldi flotinn 387 þotur hjá 59 flugfélögum í heiminum.

Lengi var séð fram á að kyrrsetningin myndi aðeins vara í nokkrar vikur eða mánuði en vandamál með hið svokallaða MCAS-kerfi reyndist mun stærra en talið var í fyrstu auk þess sem mun fleiri vandamál með þotuna komu í ljós í kjölfarið.

Hið nána samband milli bandrískra flugmálayfirvalda (FAA) og Boeing var lengi gagnrýnt og talið að flugmálayfirvöld hefðu gefið Boeing of mikið frelsi með því að leyfa framleiðandanum að gera úttekt og vottun á sinni eigin flugvél.

Kyrrsettar Boeing 737 MAX þotur Ethiopian Airlines á flugvellinum í Addis Ababa

Þá hefur Boeing einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa leynt MCAS-kerfinu fyrir flugmönnum þar sem það var ekki tilgreint í þjálfunarferli eða í flughandbók vélarinnar. Kerfinu var ætlað að bregðast við ef áfallshorn vélarinnar myndi aukast of mikið með því að breyta stöðu á stjórnfleti á stélhluta vélarinnar og ýta með því nefinu niður á við til að forðast ofris.

Talið er hinsvegar að MCAS kerfið hafi spilað stórt hlutverk í flugslysunum tveimur hjá Lion Air og Ethiopian Airlines þar sem skynjarar, sem skynja áfallshorn vélarinnar („angle of attack sensors), hafi sent röng skilaboð til MCAS-kerfisins sem ýtti nefi vélarinnar niður í báðum tilvikunum í flugtaksklifri án þess að þörf var á leiðréttingu á áfallshorninu með þeim afleiðingum að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni.

Boeing hefur unnið lengi að uppfærslu á hugbúnaði sem tengist MCAS-kerfinu en mikil vinna hefur farið í að prófa vélarinar og gera frekari endurbætur á hugbúnaðinum en önnur vandamál, sem hafa komið í ljós, hafa einnig verið tímafrek og er enn einhver vinna eftir þangað til að bandarísk flugmálayfirvöld gefa vélinni grænt ljós til þess að hefja sig í loftið á ný.  fréttir af handahófi

Miami Air gjaldþrota

11. maí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt allri starfsemi en félagið sótti um að verða tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag.

Loka þremur bækistöðvum áhafna í Bandaríkjunum

19. apríl 2020

|

Cathay Pacific hefur ákveðið að loka þremur áhafnastarfsstöðvum í Bandaríkjunum til þess að spara fjármagn vegna þess fjárhagsskaða sem félagið hefur orðið fyrir vegna COVID-19.

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir Avianca

11. maí 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca Holdings hefur sótt um sameiginlega gjaldþrotameðferð fyrir dótturfélögin og þá hefur starfsemi Avianca í Perú verið stöðvuð.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00