flugfréttir

Kenndi gölluðum vindpoka um að hann fór út af braut

- Niðurstaða NTSB er hinsvegar óstöðugt aðflug og snerti of seint

13. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:42

Mynd af flugvélinni þar sem hún staðnæmdist eftir að hafa farið út af braut þann 14. mars árið 2018

Flugmaður einn í Bandaríkjunum telur að „gallaður vindpoki“ hafi valdið flugatviki er lítil einkaflugvél sem hann flaug fór út af flugbraut í lendingu í Flórída fyrir tveimur árum síðan.

Atvikið átti sér stað þann 14. mars árið 2018 er flugvél af gerðinni Piper PA-28 Cherokee var að koma inn til lendingar á flugvellinum í bænum Cedar Key.

Flugvélin náði ekki að stöðva sig af þar sem hún snerti brautina mjög seint með þeim afleiðingum að brautin var á enda. Vélin fór út af hinum brautatendanum með þeim afleiðingum að flugmaðurinn hlaut minniháttar meiðsl og þá varð flugvélin einnig fyrir skemmdum á nefhlutanum.

Flugmaðurinn sagði að vindpokinn hafi gefið honum falskar vísbendingar um vindstefnu er hann var á lokastefnu og treysti hann því að hann væri að lenda á móti vindstefnunni en flugvélin lenti með vindinn í bakið.

Vindpokinn á Cedar Key flugvellinum í Flórída

Samkvæmt flugveðursupplýsingum (METAR) frá öðrum flugvelli í nágrenni Cedar Key flugvallarins mældist vindurinn á þeim tíma sem flugvélin lenti 310° gráður og 5 hnútar en flugmaðurinn lenti á braut 05.

Þar af leiðandi var 100 gráðu munur á brautarstefnu og vindstefnu sem þýðir að vélin lenti undan vindi en þar sem vindstyrkurinn var aðeins 5 hnútar er talið að meðvindsstuðullinn hafi verið of lítill til þess að hafa orsakað það að vélin fór út af brautinni miðað við brautarlengdina.

Flugbrautin á Cedar Key flugvellinum er 2.355 fet á lengd en samkvæmt flughandbók Piper er kemur að PA-28 Cherokee flugvélinni þá þarf sú flugvélartegund að minnsta kosti 595 fet sem er hefðbundin lendingarvegalengd miðað við braut sem er með bundið slitlag.

Niðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi komið inn í mjög óstöðugu aðflugi þar sem flughæð og hraði hafi ekki verið ákjósanleg fyrir lendingu sem varð til þess að vélin kom of hratt inn og snerti brautina of seint og fór út af.  fréttir af handahófi

Pantanir í Airbus A321XLR nálgast 500 eintök

28. janúar 2020

|

Airbus nálgast brátt pantanir í 500 eintök af nýju Airbus A321XLR þotunni en aðeins eru rúmir 7 mánuðir frá því að Airbus kynnti þessa langdrægustu farþegaþotu heims til leiks í flokki þeirra sem kom

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

31. mars 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

Lufthansa mun leggja öllum A380 risaþotunum

8. mars 2020

|

Lufthansa hefur ákveðið að taka allar Airbus A380 risaþoturnar úr notkun að minnsta kosti fram í maí í vor og skera niður flugáætlun allra dótturfélaga innan Lufthansa Group um 50 prósent á næstu dög

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00