flugfréttir

Kenndi gölluðum vindpoka um að hann fór út af braut

- Niðurstaða NTSB er hinsvegar óstöðugt aðflug og snerti of seint

13. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:42

Mynd af flugvélinni þar sem hún staðnæmdist eftir að hafa farið út af braut þann 14. mars árið 2018

Flugmaður einn í Bandaríkjunum telur að „gallaður vindpoki“ hafi valdið flugatviki er lítil einkaflugvél sem hann flaug fór út af flugbraut í lendingu í Flórída fyrir tveimur árum síðan.

Atvikið átti sér stað þann 14. mars árið 2018 er flugvél af gerðinni Piper PA-28 Cherokee var að koma inn til lendingar á flugvellinum í bænum Cedar Key.

Flugvélin náði ekki að stöðva sig af þar sem hún snerti brautina mjög seint með þeim afleiðingum að brautin var á enda. Vélin fór út af hinum brautatendanum með þeim afleiðingum að flugmaðurinn hlaut minniháttar meiðsl og þá varð flugvélin einnig fyrir skemmdum á nefhlutanum.

Flugmaðurinn sagði að vindpokinn hafi gefið honum falskar vísbendingar um vindstefnu er hann var á lokastefnu og treysti hann því að hann væri að lenda á móti vindstefnunni en flugvélin lenti með vindinn í bakið.

Vindpokinn á Cedar Key flugvellinum í Flórída

Samkvæmt flugveðursupplýsingum (METAR) frá öðrum flugvelli í nágrenni Cedar Key flugvallarins mældist vindurinn á þeim tíma sem flugvélin lenti 310° gráður og 5 hnútar en flugmaðurinn lenti á braut 05.

Þar af leiðandi var 100 gráðu munur á brautarstefnu og vindstefnu sem þýðir að vélin lenti undan vindi en þar sem vindstyrkurinn var aðeins 5 hnútar er talið að meðvindsstuðullinn hafi verið of lítill til þess að hafa orsakað það að vélin fór út af brautinni miðað við brautarlengdina.

Flugbrautin á Cedar Key flugvellinum er 2.355 fet á lengd en samkvæmt flughandbók Piper er kemur að PA-28 Cherokee flugvélinni þá þarf sú flugvélartegund að minnsta kosti 595 fet sem er hefðbundin lendingarvegalengd miðað við braut sem er með bundið slitlag.

Niðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi komið inn í mjög óstöðugu aðflugi þar sem flughæð og hraði hafi ekki verið ákjósanleg fyrir lendingu sem varð til þess að vélin kom of hratt inn og snerti brautina of seint og fór út af.  fréttir af handahófi

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00