flugfréttir

Kenndi gölluðum vindpoka um að hann fór út af braut

- Niðurstaða NTSB er hinsvegar óstöðugt aðflug og snerti of seint

13. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:42

Mynd af flugvélinni þar sem hún staðnæmdist eftir að hafa farið út af braut þann 14. mars árið 2018

Flugmaður einn í Bandaríkjunum telur að „gallaður vindpoki“ hafi valdið flugatviki er lítil einkaflugvél sem hann flaug fór út af flugbraut í lendingu í Flórída fyrir tveimur árum síðan.

Atvikið átti sér stað þann 14. mars árið 2018 er flugvél af gerðinni Piper PA-28 Cherokee var að koma inn til lendingar á flugvellinum í bænum Cedar Key.

Flugvélin náði ekki að stöðva sig af þar sem hún snerti brautina mjög seint með þeim afleiðingum að brautin var á enda. Vélin fór út af hinum brautatendanum með þeim afleiðingum að flugmaðurinn hlaut minniháttar meiðsl og þá varð flugvélin einnig fyrir skemmdum á nefhlutanum.

Flugmaðurinn sagði að vindpokinn hafi gefið honum falskar vísbendingar um vindstefnu er hann var á lokastefnu og treysti hann því að hann væri að lenda á móti vindstefnunni en flugvélin lenti með vindinn í bakið.

Vindpokinn á Cedar Key flugvellinum í Flórída

Samkvæmt flugveðursupplýsingum (METAR) frá öðrum flugvelli í nágrenni Cedar Key flugvallarins mældist vindurinn á þeim tíma sem flugvélin lenti 310° gráður og 5 hnútar en flugmaðurinn lenti á braut 05.

Þar af leiðandi var 100 gráðu munur á brautarstefnu og vindstefnu sem þýðir að vélin lenti undan vindi en þar sem vindstyrkurinn var aðeins 5 hnútar er talið að meðvindsstuðullinn hafi verið of lítill til þess að hafa orsakað það að vélin fór út af brautinni miðað við brautarlengdina.

Flugbrautin á Cedar Key flugvellinum er 2.355 fet á lengd en samkvæmt flughandbók Piper er kemur að PA-28 Cherokee flugvélinni þá þarf sú flugvélartegund að minnsta kosti 595 fet sem er hefðbundin lendingarvegalengd miðað við braut sem er með bundið slitlag.

Niðurstaða samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) er sú að flugmaðurinn hafi komið inn í mjög óstöðugu aðflugi þar sem flughæð og hraði hafi ekki verið ákjósanleg fyrir lendingu sem varð til þess að vélin kom of hratt inn og snerti brautina of seint og fór út af.  fréttir af handahófi

Lufthansa sækir um flugrekstrarleyfi fyrir „Ocean“

15. júlí 2020

|

Lufthansa Group vinnur nú að stofnun nýs dótturflugfélags sem fengið hefur vinnuheitið „Ocean“ en nýja flugfélagið mun hefja áætlunarflug árið 2022.

Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða

10. september 2020

|

Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.

Áætla 75 flugferðir á dag í stað 200 flugferða

10. september 2020

|

Finnair hefur ákveðið að draga úr sætaframboði og fækka flugferðum í október og breyta því með fyrirhuguðum áætlunum sínum sem félagið hafði gert fyrr í sumar varðandi leiðarkerfið í haust.

  Nýjustu flugfréttirnar

EASA gæti aflétt flugbanni 737 MAX í nóvember

25. september 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) íhugar að gefa Boeing 737 MAX þotunum leyfi til að hefja flug að nýju í nóvember næstkomandi og með því aflétta flugbanni vélanna í evrópskri lofthelgi sem hefur varað

Harrison Ford fær að fljúga á ný

25. september 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lokið við rannsókn á máli Harrison Ford eftir brautarátroðning sem átti sér stað í vor er hann þveraði flugbraut án heimildar og hefur leikarinn fengið leyfi ti

Ryanair með 2 fyrir 1 tilboð

24. september 2020

|

Ryanair hefur í fyrsta skipti í sögu félagsins kynnt „2 fyrir 1“ tilboð þar sem farþegum er boðið upp á að bóka flug og fá aukaflugsæti frítt með í kaupunum.

Ryanair þarf stóra ríkisaðstoð til að forðast hópuppsagnir

24. september 2020

|

Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska neyðist til þess að láta starfsfólk taka að sér launalaust leyfi í vetur ef opinber ríkisaðstoð til félagsins verður ekki

800 milljónir í bónusgreiðslur en greiddu ekki starfsmönnum laun

24. september 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að hafa greitt yfirmönnum og stjórnarmeðlimum félagsins rausnarlega bónusa í maí í vor á sama tíma og flugfélagið gat ekki greitt st

Telja reglu um rýmingu á 90 sekúndum vera úrelda

23. september 2020

|

Eftirlitsdeild innan samgönguráðuneytis Bandaríkjanna segir að endurskoða þurfi reglu innan flugsins er varðar hámarkstíma sem rýma skal flugvél og koma öllum farþegum frá borði ef upp kemur neyðarást

American ætlar að hefja þjálfun á 737 MAX í nóvember

23. september 2020

|

American Airlines ætlar að byrja að þjálfa flugmenn sína aftur á Boeing 737 MAX þoturnar í nóvember sem er liður í undirbúningi fyrir endurkoma vélanna til áætlunarflugs.

SAS ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur

23. september 2020

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar ekki að fljúga til Færeyja í vetur og mun félagið fljúga síðasta flugið á þessu ári til Vágar þann 29. september.

IATA: Skimun fyrir brottför eina lausnin til að bjarga fluginu

22. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að eina leiðin til að binda endi á núverandi ástand í fluginu, og koma áætlunarflugi á milli landa aftur í gang, sé að skima alla farþega á flugvöllum fyrir

Innanlandsflug í Víetnam búið að ná bata og gott betur

22. september 2020

|

Þrátt fyrir slæmt ástand í flugiðnaðinum víðast hvar í heiminum þá hefur innanlandsflugið í Víetnam náð sér að fullu og gott betur samkvæmt flugfélaginu Vietnam Airlines.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00