flugfréttir

Delta leggur 300 flugvélum

- Draga saman framboð um 40 prósent

13. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:21

Flugvélar Delta Air Lines á flugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines ætlar að leggja allt að 300 flugvélum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Þetta kemur fram í skilaboðum sem flugfélagið sendi starfsmönnum sínum í dag en Delta hefur 910 þotur í flota sínum á meðan 277 flugvélar fljúga fyrir hönd Delta Connection.

Fram kemur í skilaboðum að þar sem mun fleiri afbókanir hafa verið á hverjum degi samanborið við bókanir vegna útbreiðslu COVID-19 og einnig vegna ferðabanns milli Bandaríkjanna og Evrópu, þá mun félagið neyðast til þess að bregðast við því með að draga allverulega úr sætaframboði sínu.

„Hraðinn á samdrættinum á eftirspurn eftir flugi er á mælikvarða sem við höfum aldrei séð áður - og við höfum séð margt í rekstrinum okkar í gegnum árin. Við munum bregðast mjög skjótt við til þess að verja stöðu félagsins“, segir í skilaboðum til starfsmanna.

Delta hefur 910 þotur í flota sínum og mun félagið leggja um þriðjung af þeim þotum

Delta segir að meðal þeirra aðgerða sem félagið mun grípa til er að leggja 300 flugvélum, fresta afhendingum á nýjum þotum frá flugvélaframleiðendum og draga úr útgjöldum sem nemur 272 milljörðum króna yfir 12 mánaða tímabil til að koma til móts við tekjumissi á núverandi tímabili.

Þá segir Ed Bastian, framkvæmdarstjóri Delta Air Lines, að hann muni afþakka allar launagreiðslur næstu sex mánuði til að leggja sitt af mörkum til að lækka rekstrarkostnað félagsins.

Bastian segir að samdráttur á bókunum sé komin yfir 40% og sé það að nálgast sambærilegt stig og þegar hryðjuverkin í Bandaríkjunum áttu sér stað þann 11. september árið 2001.

Bastian segir að Delta hafi þrátt fyrir það aldrei verið eins vel í stakk búið í að takast á við eins erfiða tíma eins og eru að ganga yfir núna vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.  fréttir af handahófi

Loka þremur bækistöðvum áhafna í Bandaríkjunum

19. apríl 2020

|

Cathay Pacific hefur ákveðið að loka þremur áhafnastarfsstöðvum í Bandaríkjunum til þess að spara fjármagn vegna þess fjárhagsskaða sem félagið hefur orðið fyrir vegna COVID-19.

Segir að EasyJet hafi ekki efni á fleiri nýjum þotum

30. mars 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að láta reka stjórnarmeðlimi úr stjórn félagsins ef þeir draga ekki úr skuldbindingum félagsins sem gerðar hafa verið við Airbus um kaup á nýjum fa

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00