flugfréttir
CAPA: Flest flugfélög heimsins verða gjaldþrota í maí
- Nauðsynlegt að endurskoða umgjörðina í flugrekstri til framtíðar

Farþegaþotur Cathay Pacific hrannast upp í geymslu á flugvellinum í Hong Kong
Fyrir lok maí næstkomandi munu flest flugfélög heimsins verða gjaldþrota. Svona byrjar grein sem flugupplýsingafyrirtækið CAPA (Center for Aviation) birti í morgun þar sem dregin er upp frekar dökk mynd af því sem fyrirtækið telur að framundan sé í fluginu miðað við það ástand sem nú varir í heiminum.
Vegna heimsfaraldursins sem nú geisar þá segir CAPA að mörg flugfélög í heiminum munu fara á hausinn fyrir mánaðarmótin maí/júní ef ríkistjórnir heimsins grípa ekki strax til aðgerða til að koma flugfélögum sinna landa til aðstoðar og verja þau fyrir
fjárhagslegum skaða vegna COVID-19.
„Þar sem heimurinn er nú í greipum kórónaveirunnar og vegna þeirra áhrifa sem að aðgerðir
landa í heiminum hafa á flugfélögin með því að setja á ferðabann og loka löndum þá væru mörg
flugfélög orðin gjaldþrota strax í dag ef landslagið í iðnaðinum hefði verið slæmt fyrir“, segir í grein CAPA.
Fram kemur að samstillt átak meðal ríkja heimsins og fyrirtækja sem koma að fluginu sé það
eina sem getur komið í veg fyrir fjöldagjaldþrot. Grípa þarf til aðgerða strax til að koma
í veg fyrir að flest flugfélög hverfi af yfirborðinu.
Lausafé minnkar með hverjum degi og eftirspurnin að þorna upp
Lausafé flugfélaganna er hægt og rólega að minnka á meðan flugfélög leggja flugvélum sínum til geymslu
vegna ástandsins og þær flugvélar sem eru í loftinu í dag hafa flest aðeins örfáa farþega um borð.

Framtíðarbókanir hjá flestum flugfélögum hefur fækkað niður í nánast ekki neitt vegna áhrifa heimsfaraldursins af COVID-19
Þá segir að framtíðarbókanir eru séu nánast engar á sama tíma og farþegar eru að afpanta flugferðir í gríð og erg og
kosnaður við að endurgreiða flugmiða er mikill á meðan ekkert er að koma inn í kassann á móti.
Í greininni segir að ríkisstjórnir séu að gefa út misvísandi yfirlýsingar sem vara fólk við því að ferðast sem dregur
enn frekar úr eftirspurninni sem er að þorna upp með þeim hætti sem flugfélögin hafa aldrei áður
séð.
Hvert land er að grípa til sinna aðgerða sem er ekkert í líkingu við þær aðgerðir sem verið er að grípa til í næsta landi og
engin veit hvort um réttar eða rangar aðgerðir sé að ræða.
Tekið er fram að flugiðnaðurinn snýst um miklu meira en bara rekstur flugfélags og sé í raun um að ræða samgöngumáta fyrir allt mankynið en án flugfélaganna þá væri fólk
ekki að ná að geta ferðast um allan heiminn með eins skjótum hætti. Það hefur verið hluti af menningu okkar í marga áratugi
en fyrir það voru skipasamgöngur einn helsti samgöngumátinn.

Ekki er vitað hversu lengi heimsfaraldurinn vegna COVID-19 mun standa yfir
Mörg flugfélög eru í dag að sjá aðeins 10 til 15% af þeim bókunum miðað sem þau eru vön að sjá
og er tekið fram að ef fjöldi flugfélaga verður gjaldþrota að þá verði ekki hægt að anna eftirspurninni
sem á eftir að myndast þegar heimsfaraldurinn er á enda og hægara er sagt en gert að stofna ný
flugfélög til að fylla í skarð stórra flugfélaga sem hafa verið starfrækt í marga áratugi.
Hvað gerist í fluginu eftir heimsfaraldurinn?
Ekki er vitað hversu lengi heimsfaraldurinn vegna COVID-19 mun standa yfir en ef fjöldi flugfélaga mun hverfa af sjónarsviðinu
mun heimurinn standa frammi fyrir nýjum aðstæðum þar sem eftirspurn verður mun meiri en framboð og grundvöllur
til þess að stofna nýtt flugfélag verður krefjandi.
Fram kemur að flest bendi til þess að kínversku flugfélögin munu ná að lifa af heimsfaraldurinn af þar sem þau njóta
stuðnings frá kínversku ríkisstjórninni og það sama má segja um bandarísku flugfélögin sem hafa lífeyrissjóðina sem bakhjarl og
þá er talið að flugfélögin í miðausturlöndum ætti einnig að vera frekar örugg.

Hluti af flugflota Cathay Pacific, Hainan Airlines og HK Express á flugvellinum í Hong Kong
CAPA segir að nú sé rétti tíminn til að endurskipuleggja alla umgjörðina er kemur að rekstri flugfélaga í stað þess að gera það
þegar það er orðið of seint ofan á rústum sem þakin verður ösku af gjaldþrota flugfélögum.
Til þess að þetta sé hægt er gott og sterkt samstarf milli landa nauðsynlegt og reyni þá á mátt Chicago-sáttmálans sem gerður
var árið 1944 sem aldrei fyrr. Fram kemur að mjög mikið sé í húfi þar sem 20% af þjóðartekjum flestra landa er tilkomin vegna ferðamannaiðnaðarins og flugtengdra atvinnugreina.
Mjög brýnt sé að alþjóðasamtök í fluginu á borð við ICAO, IATA og EASA hefji viðræður um hvað hægt sé að gera til að gera
drög að umgjörð sem verður aðlöguð að 21. öldinni.


28. desember 2020
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt opinbera fjárhagsaðstoð upp á 120 milljarða króna til tveggja flugfélaga sem bæði eru meðlimir í flugfélagabandalaginu Star Alliance.

25. nóvember 2020
|
Emirates sér fram á að allar Airbus A380 risaþoturnar í flotanum verði komnar aftur í notkun fyrir árið 2022.

26. nóvember 2020
|
Sagt er að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni á næstunni aflétta ferðatakmörkunum á milli Bandaríkjanna og Evrópu en takmarkanirnar hafa haldið mest allri flugumferðinni yfir Atlantshafinu í algjöru lág

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.