flugfréttir

CAPA: Flest flugfélög heimsins verða gjaldþrota í maí

- Nauðsynlegt að endurskoða umgjörðina í flugrekstri til framtíðar

16. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:22

Farþegaþotur Cathay Pacific hrannast upp í geymslu á flugvellinum í Hong Kong

Fyrir lok maí næstkomandi munu flest flugfélög heimsins verða gjaldþrota. Svona byrjar grein sem flugupplýsingafyrirtækið CAPA (Center for Aviation) birti í morgun þar sem dregin er upp frekar dökk mynd af því sem fyrirtækið telur að framundan sé í fluginu miðað við það ástand sem nú varir í heiminum.

Vegna heimsfaraldursins sem nú geisar þá segir CAPA að mörg flugfélög í heiminum munu fara á hausinn fyrir mánaðarmótin maí/júní ef ríkistjórnir heimsins grípa ekki strax til aðgerða til að koma flugfélögum sinna landa til aðstoðar og verja þau fyrir fjárhagslegum skaða vegna COVID-19.

„Þar sem heimurinn er nú í greipum kórónaveirunnar og vegna þeirra áhrifa sem að aðgerðir landa í heiminum hafa á flugfélögin með því að setja á ferðabann og loka löndum þá væru mörg flugfélög orðin gjaldþrota strax í dag ef landslagið í iðnaðinum hefði verið slæmt fyrir“, segir í grein CAPA.

Fram kemur að samstillt átak meðal ríkja heimsins og fyrirtækja sem koma að fluginu sé það eina sem getur komið í veg fyrir fjöldagjaldþrot. Grípa þarf til aðgerða strax til að koma í veg fyrir að flest flugfélög hverfi af yfirborðinu.

Lausafé minnkar með hverjum degi og eftirspurnin að þorna upp

Lausafé flugfélaganna er hægt og rólega að minnka á meðan flugfélög leggja flugvélum sínum til geymslu vegna ástandsins og þær flugvélar sem eru í loftinu í dag hafa flest aðeins örfáa farþega um borð.

Framtíðarbókanir hjá flestum flugfélögum hefur fækkað niður í nánast ekki neitt vegna áhrifa heimsfaraldursins af COVID-19

Þá segir að framtíðarbókanir eru séu nánast engar á sama tíma og farþegar eru að afpanta flugferðir í gríð og erg og kosnaður við að endurgreiða flugmiða er mikill á meðan ekkert er að koma inn í kassann á móti.

Í greininni segir að ríkisstjórnir séu að gefa út misvísandi yfirlýsingar sem vara fólk við því að ferðast sem dregur enn frekar úr eftirspurninni sem er að þorna upp með þeim hætti sem flugfélögin hafa aldrei áður séð.

Hvert land er að grípa til sinna aðgerða sem er ekkert í líkingu við þær aðgerðir sem verið er að grípa til í næsta landi og engin veit hvort um réttar eða rangar aðgerðir sé að ræða.

Tekið er fram að flugiðnaðurinn snýst um miklu meira en bara rekstur flugfélags og sé í raun um að ræða samgöngumáta fyrir allt mankynið en án flugfélaganna þá væri fólk ekki að ná að geta ferðast um allan heiminn með eins skjótum hætti. Það hefur verið hluti af menningu okkar í marga áratugi en fyrir það voru skipasamgöngur einn helsti samgöngumátinn.

Ekki er vitað hversu lengi heimsfaraldurinn vegna COVID-19 mun standa yfir

Mörg flugfélög eru í dag að sjá aðeins 10 til 15% af þeim bókunum miðað sem þau eru vön að sjá og er tekið fram að ef fjöldi flugfélaga verður gjaldþrota að þá verði ekki hægt að anna eftirspurninni sem á eftir að myndast þegar heimsfaraldurinn er á enda og hægara er sagt en gert að stofna ný flugfélög til að fylla í skarð stórra flugfélaga sem hafa verið starfrækt í marga áratugi.

Hvað gerist í fluginu eftir heimsfaraldurinn?

Ekki er vitað hversu lengi heimsfaraldurinn vegna COVID-19 mun standa yfir en ef fjöldi flugfélaga mun hverfa af sjónarsviðinu mun heimurinn standa frammi fyrir nýjum aðstæðum þar sem eftirspurn verður mun meiri en framboð og grundvöllur til þess að stofna nýtt flugfélag verður krefjandi.

Fram kemur að flest bendi til þess að kínversku flugfélögin munu ná að lifa af heimsfaraldurinn af þar sem þau njóta stuðnings frá kínversku ríkisstjórninni og það sama má segja um bandarísku flugfélögin sem hafa lífeyrissjóðina sem bakhjarl og þá er talið að flugfélögin í miðausturlöndum ætti einnig að vera frekar örugg.

Hluti af flugflota Cathay Pacific, Hainan Airlines og HK Express á flugvellinum í Hong Kong

CAPA segir að nú sé rétti tíminn til að endurskipuleggja alla umgjörðina er kemur að rekstri flugfélaga í stað þess að gera það þegar það er orðið of seint ofan á rústum sem þakin verður ösku af gjaldþrota flugfélögum.

Til þess að þetta sé hægt er gott og sterkt samstarf milli landa nauðsynlegt og reyni þá á mátt Chicago-sáttmálans sem gerður var árið 1944 sem aldrei fyrr. Fram kemur að mjög mikið sé í húfi þar sem 20% af þjóðartekjum flestra landa er tilkomin vegna ferðamannaiðnaðarins og flugtengdra atvinnugreina.

Mjög brýnt sé að alþjóðasamtök í fluginu á borð við ICAO, IATA og EASA hefji viðræður um hvað hægt sé að gera til að gera drög að umgjörð sem verður aðlöguð að 21. öldinni.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga