flugfréttir

Flugvöllurinn í Köben sendir 1.500 starfsmenn heim

- Farþegum um flugstöðina hefur fækkað um 70 prósent

18. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:37

Það voru ekki margir á ferli í flugstöðinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær

Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn hefur sent 1.500 starfsmenn heim í launalaust leyfi vegna samdráttar í flugumferð um völlinn sökum kórónaveirunnar.

Alls starfa 2.600 manns fyrir Copenhagen Airport og allt að 23.000 starfsmenn eru í störfum sem tengjast með einum eða öðrum hætti Kaupmannahafnarflugvellinum ef tekið er með í reikninginn önnur fyrirtæki á borð við fríhafnarverslanir, flugvallareldhús og fleira.

Stjórn flugvallarins hefur hafið viðræður við verkalýðsfélög til þess að sjá til að flugvöllurinn geti starfrækt áfram á lágmarksafköstum á meðan að á heimsfaraldrinum stendur.

Mjög tómlegt hefur verið yfir að líta á flugvellinum í Kaupmannahöfn líkt og á öðrum flugvöllum og gæti komið til þess að verslanir í flugstöðinni muni loka tímabundið en á flugvellinum má finna yfir 90 fríhafnarverslanir og 46 veitingastaði.

Fram kemur að farþegum um flugvöllinn í Kaupmannahöfn hafi fækkað um 70 prósent og er talið að þeim eigi eftir að halda áfram að fækka á næstu dögum vegna samdráttar í flugi í Evrópu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og einnig vegna aðgerða Evrópulanda um að loka löndum til að hefta útbreiðsluna.  fréttir af handahófi

A321neo framleidd í Toulouse eftir að smíði A380 verður hætt

22. janúar 2020

|

Airbus hefur tilkynnt að til standi að hefja framleiðslu á Airbus A321neo þotunum í Toulouse í fyrsta sinn og verður sú staðsetning því sú þriðja í heiminum þar sem A321neo þotan verður framleidd auk

Willie Walsh mun yfirgefa British Airways og Iberia

10. janúar 2020

|

Willie Walsh ætlar að hætta sem framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) en hann hefur stjórnað móðurfélagi British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, sl. 9 ár.

Kennsla hafin í nýrri flugakademíu Qantas í Ástralíu

29. janúar 2020

|

Qantas hefur tekið í notkun sinn eigin flugskóla á Toowoomba Wellcamp flugvellinum í Ástralíu en þar er gert ráð fyrir að hægt verði að þjálfa 250 nýja flugmenn á ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00