flugfréttir

Danska og sænska ríkið koma SAS til bjargar

- Tryggja félaginu neyðarlán upp á 42 milljarða króna ef allt fer á versta veg

18. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:07

Stórum hluta af breiðþotum SAS, sem eru af gerðinni Airbus A330 og A340, hefur verið lagt á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafa tryggt rekstur SAS á meðan heimsfaraldurinn vegna COVID-19 gengur yfir með því að veita félaginu vilyrði fyrir láni upp á 3 milljarða sænskra króna sem samsvarar 42 milljörðum króna íslenskra.

Með þessu verður tryggt að rekstur SAS muni ekki verða fyrir skaða á meðan faraldurinn gengur yfir og er því ekki hætta á að félagið verði gjaldþrota á meðan.

Sænska og danska ríkið hafa tryggt 1.5 milljarð sænskra króna hvort um sig fyrir rekstur SAS og er talið að sú upphæð eigi að duga til að framfleyta félaginu í gegnum þá tíma sem framundan eru.

„SAS er mikilvægt fyrirtæki sem tryggir aðgang fólks að Skandinavíu og er flugfélagið stór hluti af hagkerfi Svíðþjóðar og Danmerkur. Þar sem þessi tvö lönd eiga stærstan hluta í félaginu hafa ríkisstjórnir landanna tveggja ákveðið að veita félaginu tryggingu fyrir áframhaldandi rekstri“, segir Nicolai Wammen, fjármálaráðherra Danmerkur.

Þá segir ríkisstjórn Danmerkur að ríkið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma SAS í gegnum þessa erfiðu tíma.

Airbus A320neo þota SAS

Jacob Pedersen, fjármálasérfræðingur hjá Sydbank bankanum í Danmörku, segir að ekki sé um raunverulegt fé að ræða heldur aðeins vilyrði fyrir tryggingu ef allt fer á versta veg.

Þá tekur Pedersen fram að kostnaðurinn við að bjarga SAS sé mun hærri þar sem 3 milljarðar sænskra króna dugi skammt en hann bendir á að SAS sé að tapa um 100 milljónum króna á dag og þar af leiðandi myndu 3 milljarðar aðeins duga í einn mánuð.

Pedersen bendir á að fleiri flugfélög eigi eftir að biðja danska ríkið um aðstoð. Flugfélög sem eiga ekki eftir að lifa af heimsfaraldurinn.

„Það er ekki bara SAS sem er í vanda og vona ég að fjármálaráðherrann eigi eftir að koma þeim einnig til bjargar“, segir Pedersen.

Meðal annarra flugfélaga í Danmörku sem gætu þurft á aðstoð að halda eru DAT (Danish Air Transport), JetTime og Alsie Express.  fréttir af handahófi

Gátu ekki flogið Dash 8 vélunum vegna óvenju lágs loftþrýstings

10. febrúar 2020

|

Norska flugfélagið Widerøe neyddist til þess að fella niður um 70 flugferðir í dag vegna óvenju lágs loftþrýstings yfir Noregi.

Flybe gæti heyrt sögunni til á næstu vikum

4. mars 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe er komið aftur á barm gjaldþrots eftir að ríkisstjórn Bretlands breytti ákvörðun sinni um að bjarga rekstri flugfélagsins sem til stóð að gera með neyðarláni.

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

7. apríl 2020

|

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum mu

Ríkisaðstoð vegna SAS ekki nóg ef ástandið dregst á langinn

7. apríl 2020

|

SAS segir að það fé sem flugfélagið hefur þegar fengið vilyrði fyrir frá ríkisstjórnum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar muni ekki duga lengi ef heimsfaraldurinn vegna COVID-19 dregst á langinn og segir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

Air Baltic hættir bæði með Q400 og Boeing 737-300

6. apríl 2020

|

Flugfélagið Air Baltic hefur ákveðið að fella niður um 50 prósent af öllum þeim flugferðum sem félagið gerði ráð fyrir að fljúga í sumar alveg fram til nóvember en eftir það í fyrsta lagi sér félagi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Etihad stefnir á að fljúga með farþega aftur í vikunni

6. apríl 2020

|

Etihad Airways bíður nú eftir því að fá formlegt leyfi til þess að hefja farþegaflug að nýju en þó með miklum takmörkunum en félagið lagði niður allt áætlunarflug með farþega líkt og Emirates fyrr í

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

6. apríl 2020

|

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

5. apríl 2020

|

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á

Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow

5. apríl 2020

|

Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00