flugfréttir

Danska og sænska ríkið koma SAS til bjargar

- Tryggja félaginu neyðarlán upp á 42 milljarða króna ef allt fer á versta veg

18. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:07

Stórum hluta af breiðþotum SAS, sem eru af gerðinni Airbus A330 og A340, hefur verið lagt á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Ríkisstjórnir Danmerkur og Svíþjóðar hafa tryggt rekstur SAS á meðan heimsfaraldurinn vegna COVID-19 gengur yfir með því að veita félaginu vilyrði fyrir láni upp á 3 milljarða sænskra króna sem samsvarar 42 milljörðum króna íslenskra.

Með þessu verður tryggt að rekstur SAS muni ekki verða fyrir skaða á meðan faraldurinn gengur yfir og er því ekki hætta á að félagið verði gjaldþrota á meðan.

Sænska og danska ríkið hafa tryggt 1.5 milljarð sænskra króna hvort um sig fyrir rekstur SAS og er talið að sú upphæð eigi að duga til að framfleyta félaginu í gegnum þá tíma sem framundan eru.

„SAS er mikilvægt fyrirtæki sem tryggir aðgang fólks að Skandinavíu og er flugfélagið stór hluti af hagkerfi Svíðþjóðar og Danmerkur. Þar sem þessi tvö lönd eiga stærstan hluta í félaginu hafa ríkisstjórnir landanna tveggja ákveðið að veita félaginu tryggingu fyrir áframhaldandi rekstri“, segir Nicolai Wammen, fjármálaráðherra Danmerkur.

Þá segir ríkisstjórn Danmerkur að ríkið muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma SAS í gegnum þessa erfiðu tíma.

Airbus A320neo þota SAS

Jacob Pedersen, fjármálasérfræðingur hjá Sydbank bankanum í Danmörku, segir að ekki sé um raunverulegt fé að ræða heldur aðeins vilyrði fyrir tryggingu ef allt fer á versta veg.

Þá tekur Pedersen fram að kostnaðurinn við að bjarga SAS sé mun hærri þar sem 3 milljarðar sænskra króna dugi skammt en hann bendir á að SAS sé að tapa um 100 milljónum króna á dag og þar af leiðandi myndu 3 milljarðar aðeins duga í einn mánuð.

Pedersen bendir á að fleiri flugfélög eigi eftir að biðja danska ríkið um aðstoð. Flugfélög sem eiga ekki eftir að lifa af heimsfaraldurinn.

„Það er ekki bara SAS sem er í vanda og vona ég að fjármálaráðherrann eigi eftir að koma þeim einnig til bjargar“, segir Pedersen.

Meðal annarra flugfélaga í Danmörku sem gætu þurft á aðstoð að halda eru DAT (Danish Air Transport), JetTime og Alsie Express.  fréttir af handahófi

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Wizz Air sér fram á að ná fullum bata innan eins árs

14. júní 2020

|

Wizz Air sér fram á að það eigi eftir að taka aðeins 12 mánuði fyrir félagið að ná sér að fullu eftir COVID-19 heimsfaraldurinn og sér félagið fram á að eftir þann tíma verði farþegafjöldinn orðinn s

Wizz Air kynnir nýjar flugleiðir þrátt fyrir heimsfaraldurinn

6. maí 2020

|

Á meðan flest flugfélög eru að draga saman seglin og tilkynna um gríðarlegan niðurskurð í leiðarkerfi og fækkun í flugflota þá hefur ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air tilkynnt 14 nýjar flugleið

  Nýjustu flugfréttirnar

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

Flugfélagið LIAT fer í gjaldþrot

29. júní 2020

|

Flugfélagið LIAT (Leeward Islands Air Transport) á Karíbahafseyjunni Antígúa verður tekið til gjaldþrotaskipta og hafa stjórnvöld á eyjaklasanum tilkynnt að nýtt flugfélag verði stofnað í stað þess.

Þrjú stærstu flugfélög Kína fá sína fyrstu ARJ21 þotur afhentar

29. júní 2020

|

Þrjú stærstu flugfélögin í Kína fengu öll fyrsta eintakið af ARJ21 þotunni í afhentar gær sem framleidd er af kínverska flugvélaframleiðandanum COMAC.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00