flugfréttir

Tveimur flugbrautum á CPH breytt í stæði

- Aðeins 22L/04R brautin verður notuð fyrir flugtök og lendingar

18. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 12:48

Airbus A330 og A340 breiðþotur SAS í geymslu á flugvellinum í Kaupmannahöfn

Tveimur af þremur flugbrautunum á flugvellinum í Kaupmannahöfn verður breytt í stæði fyrir kyrrsettar flugvélar til að búa til pláss fyrir tugi flugvéla sem verður lagt á næstunni á meðan heimsfaraldurinn vegna COVID-19 gengur yfir.

Rekstaraðili CPH á von á því að fjöldi flugvéla, sem þurfi að komast í geymslu, nái „hárri tveggja stafa tölu“ áður en langt um líður en annars yrði krefjandi að finna pláss á flugvellinum fyrir slíkan fjölda flugvéla.

Flugvöllurinn mun halda aðeins einni flugbraut opinni sem er 22L/04R brautin sem er austari norður-suður flugbrautin en hún verður notuð bæði fyrir flugtök og lendingar.

Brottförum og komum um flugvöllinn í Kaupmannahöfn hefur fækkað um 70% sl. daga og má gera ráð fyrir að flugferðum um völlinn eigi eftir að fækka enn frekar á næstunni.

„Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður“, segir Thomas Woldbye, framkvæmdarstjóri Copenhagen Airport. - „Ástandið er orðið verra en í kjölfar hryðjuverkanna þann 11. september árið 2001“.

SAS hefur lagt flestum breiðþotunum í flotanum

Öllum fjárfestingum hefur verið slegið á frest og býst flugvöllurinn við því að ná að spara um 14 milljarða í útgjöld vegna þessa og um 7 milljarða í rekstrarkostnað.

Copenhagen Airport hefur sent 1.500 starfsmenn heim til sín í launalaust leyfi en einhverjar af þeim 91 verslun, sem finna má í flugstöðinni, verða opnar áfram og það sama má segja um þá 46 veitingastaði sem eru á flugvellinum.

„Við höfum samt þeim skyldum að gegna að hafa flugvöllinn opin áfram vegna neyðarflugferða og einnig vegna fraktflugs sem mun halda áfram að fljúga um völlinn“, segir Woldbye.  fréttir af handahófi

Fjórir flugmenn handteknir fyrir aðstoð við flótta

6. janúar 2020

|

Fjórir einkaþotuflugmenn hafa verið handteknir af tyrknesku lögreglunni, grunaðir um að hafa aðstoðað Carlos Ghosn, fyrrum framkvæmdarstjóra Nissan og Renault, við flótta frá Japan.

Flugvöllur í Nashville rústir einar eftir skýstróka

3. mars 2020

|

Skýstrókar lögðu heilan flugvöll í rúst í Nashville í Bandaríkjunum í nótt. Að minnsta kosti fjögur flugskýli eru í tætlum og eru tugi flugvéla ýmist stórskemmdar eða gjörónýtar eftir að hvirfilbylur

Fimm flugfélög bjóðast til að aðstoða Malaysian Airlines

22. janúar 2020

|

Ríkisstjórnin í Malasíu segir að fimm tilboð hafa borist frá flugfélögum sem hafa boðið aðstoð sína við að koma rekstri flugfélaginu Malaysian Airlines á réttan kjöl.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00