flugfréttir

Íslenskt fyrirtæki hlýtur vottun í flugþjónustu

- Aero Design Global hlýtur „Design Organization Approval“ frá EASA

20. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:12

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu

Íslenska fyrirtækið Aero Design Global hlaut á dögunum svokallaða „Design Organization Approval “(DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) en með leyfisveitingunni er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að bjóða upp á heildarþjónustu varðandi viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um heim allan.

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu. Fyrirtækið er hlutdeildarfélag EFLU verkfræðistofu og var stofnað 2016.

ADG er fyrsta íslenska fyrirtækið, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að hafa bæði DOA og CAMO (Continuing Airworthiness Management Organization) leyfi og getur því veitt alhliða þjónustu í viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um allan heim.

Merki fyrirtækisins

Með DOA leyfisveitingunni, sem ADG hlaut 12. mars síðastliðinn, eykst þjónustuframboð fyrirtækisins til muna og getur það svarað betur þörfum markaðarins og viðskiptavina. Leyfisveitingin veitir fyrirtækinu jafnframt aukna heimild til að sinna fjölbreyttari verkefnum á sviði viðhaldsstýringar og vottunar samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA.

Vottuð ráðgjöf samkvæmt gæðakröfum

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum. Einnig hefur fyrirtækið komið að verkefnum sem kallast „Asset Recovery“ en slík vinna fer fram þegar flugfélög fara í þrot og koma þarf flugvélunum í hendur á eigendum sínum. ADG sinnti slíkri ráðgjöf fyrir eigendur flugvéla við gjaldþrot flugfélaga á borð við Monarch Airlines, Fly Niki, Thomas Cook, Primera Air og WOW air.

Heimild til að taka út breytingar á flugvélum

Þar að auki hefur fyrirtækið mikla reynslu og þekkingu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda en votta þarf allar breytingar sem gerðar eru á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA. Eingöngu fyrirtæki með DOA vottun geta gert slíkar úttektir og því hagræði fólgið í því fyrir viðskiptavininn að geta leitað til sama aðilans með úttekt og ráðgjöf.

Ægir Thorberg Jónsson, framkvæmdarstjóri Aero Design Global

Fyrsta leyfisveitingin sem ADG hlaut árið 2017 var „Continuing Airworthiness Management Organization leyfi “(CAMO) frá Samgöngustofu sem veitir heimild til að bjóða upp á þjónustu sem tengist viðhaldsstýringu flugvéla. Í því felst m.a. að útfæra kröfur um skoðun og viðhald ásamt því að skilgreina hvers konar vottana er krafist í einstökum verkum. Ráðgjöfin nær til fyrirtækja sem eru með flugvélar í rekstri og einnig til þeirra sem þurfa að leggja flugvél í styttri eða lengri tíma, t.d vegna gjaldþrots flugfélags eða ef verið er að skila vélum eftir að leigutíma lýkur.

ADG hefur einnig leyfi frá Samgöngustofu til að gefa út svokölluð Lofthæfitilmæli, „Airworthiness Review Recommendations “(AR), til flugmálastjórna allra 32 landa innan EASA vegna útgáfu á lofthæfistaðfestingarvottorði - „Airworthiness Review Certificate“(ARC) fyrir flugvélar. Allar flugvélar innan EASA landa (28 lönd innan ESB og 4 lönd innan EFTA) verða að hafa gilt ARC skírteini sem þarf að endurnýja að jafnaði á þriggja ára fresti.

Staðfesting á lofthæfi flugvéla

Jafnframt verða allar flugvélar sem hafa verið í flugrekstri utan aðildarríkja EASA og er fyrirhugað að taka í notkun innan þeirra, að fá ARC útgefið af flugmálastjórn viðkomandi aðildarríkis. Sú vinna felur í sér vottun um að viðkomandi flugvél sé lofthæf og uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til flugrekanda innan EASA aðildaríkjanna. Þessi réttindi hefur ADG sem hluta af sínu CAMO leyfi.

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum.

Breytingar á farþegarými

Flugfélög sem eru með margar flugvélar í flotanum vilja oftast aðlaga skipulag farþegarýmis, svokölluðu „Layout of Passenger Accommodations“ (LOPA), til samræmis við aðrar flugvélar sínar. Slíkt er gert til að vissar tegundir sæta og sætafjöldi auðveldi vinnuferli áhafna við þjónustu farþega og til að hafa neyðaráætlanir samræmdar. Samhliða breytingum á skipulagi farþegarýmis er jafnframt mikil áhersla lögð á að samræma staðsetningu á neyðarbúnaði svokölluðum „Emergency Equipment Layout“ (EEL). Það felur í sér að útfæra staðsetningu á neyðarbúnaði í farþegarými s.s. súrefnisflöskur, slökkvitæki, hjartastuðtæki og fleira.

Áskoranir tengdum Boeing 737-MAX

Tæknileg vandamál sem hafa komið upp í tengslum við B737-MAX vélarnar hafa verið í brennidepli og hefur Boeing og FAA flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lent í miklum erfiðleikum vegna málsins. Um þær miklu áskoranir sem Boeing stendur frammi fyrir með B737-MAX vélarnar segir Ægir „Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að flugvélar sem fyrirhugað er að vera í rekstri innan EASA ríkja séu yfirfarnar af fyrirtækjum sem hafa mikla þekkingu og reynslu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda.

Það þarf að votta allar breytingar sem eru gerðar á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA og geta eingöngu fyrirtæki með DOA leyfi, líkt og ADG er með, framkvæmt þessar úttektir. Það er því afar ánægjulegt að geta núna boðið fyrirtækjum „one-stop-shop“ þar sem þau geta fengið á einum og sama staðnum alhliða þjónustu vegna viðhaldsstýringar, tækni- og verkfræðiráðgjafar".

ADG er með höfuðstöðvar í Reykjavík og hjá fyrirtækinu starfa 14 starfsmenn  fréttir af handahófi

Bjóða heilbrigðisstarfsfólki 100.000 fría flugmiða

11. maí 2020

|

Flugfélagið Qatar Airways hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og ætlar félagið að gefa 100.000 fría flugmiða til heilbrigðisstarfsmanna um allan heim sem hafa starfað í víglínunni vegna COVID-19

Tryggja rekstur Finnair

20. mars 2020

|

Ríkisstjórn Finnlands hefur komið flugfélaginu Finnair til bjargar með því að veita félaginu ríkisábyrgð upp á 90 milljarða króna til að tryggja rekstur félagsins.

Réttindi 143 flugmanna á A380 hjá Asiana að renna út á tíma

30. apríl 2020

|

Suður-Kóreskir risaþotuflugmenn, sem fljúga Airbus A380 þotum fyrir Asiana Airlines, gætu misst tegundaráritanir sína þar sem þeir hafa ekki flogið risaþotunum í töluverðan tíma vegna COVID-19 heim

  Nýjustu flugfréttirnar

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

LATAM sækir um gjaldþrotavernd

26. maí 2020

|

LATAM, eitt stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en félagið hefur orðið mjög illa fyrir barðinu á COVID-19 heimsfaraldrinum.

Fyrsta tilraun með eldflaug á vegum Virgin mistókst

25. maí 2020

|

Fyrstu tilraun í eldflaugaprófunum á vegum fyrirtækis í eigu Richard Branson, er snúa að Virgin Orbit verkefninu, mistókst í dag.

Fóru of nálægt hvor annarri á flugvellinum í Hong Kong

25. maí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong hafa hafið rannsókn á atviki sem átti sér stað er tvær flugvélar fóru of nálægt hvor annarri á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong fyrir helgi.

Air France hættir með A380

25. maí 2020

|

Air France hefur tilkynnt að flugfélagið franska hafi tekið þá ákvörðun að hætta með allar Airbus A380 risaþoturnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00