flugfréttir

Íslenskt fyrirtæki hlýtur vottun í flugþjónustu

- Aero Design Global hlýtur „Design Organization Approval“ frá EASA

20. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:12

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu

Íslenska fyrirtækið Aero Design Global hlaut á dögunum svokallaða „Design Organization Approval “(DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) en með leyfisveitingunni er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að bjóða upp á heildarþjónustu varðandi viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um heim allan.

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu. Fyrirtækið er hlutdeildarfélag EFLU verkfræðistofu og var stofnað 2016.

ADG er fyrsta íslenska fyrirtækið, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að hafa bæði DOA og CAMO (Continuing Airworthiness Management Organization) leyfi og getur því veitt alhliða þjónustu í viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um allan heim.

Merki fyrirtækisins

Með DOA leyfisveitingunni, sem ADG hlaut 12. mars síðastliðinn, eykst þjónustuframboð fyrirtækisins til muna og getur það svarað betur þörfum markaðarins og viðskiptavina. Leyfisveitingin veitir fyrirtækinu jafnframt aukna heimild til að sinna fjölbreyttari verkefnum á sviði viðhaldsstýringar og vottunar samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA.

Vottuð ráðgjöf samkvæmt gæðakröfum

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum. Einnig hefur fyrirtækið komið að verkefnum sem kallast „Asset Recovery“ en slík vinna fer fram þegar flugfélög fara í þrot og koma þarf flugvélunum í hendur á eigendum sínum. ADG sinnti slíkri ráðgjöf fyrir eigendur flugvéla við gjaldþrot flugfélaga á borð við Monarch Airlines, Fly Niki, Thomas Cook, Primera Air og WOW air.

Heimild til að taka út breytingar á flugvélum

Þar að auki hefur fyrirtækið mikla reynslu og þekkingu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda en votta þarf allar breytingar sem gerðar eru á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA. Eingöngu fyrirtæki með DOA vottun geta gert slíkar úttektir og því hagræði fólgið í því fyrir viðskiptavininn að geta leitað til sama aðilans með úttekt og ráðgjöf.

Ægir Thorberg Jónsson, framkvæmdarstjóri Aero Design Global

Fyrsta leyfisveitingin sem ADG hlaut árið 2017 var „Continuing Airworthiness Management Organization leyfi “(CAMO) frá Samgöngustofu sem veitir heimild til að bjóða upp á þjónustu sem tengist viðhaldsstýringu flugvéla. Í því felst m.a. að útfæra kröfur um skoðun og viðhald ásamt því að skilgreina hvers konar vottana er krafist í einstökum verkum. Ráðgjöfin nær til fyrirtækja sem eru með flugvélar í rekstri og einnig til þeirra sem þurfa að leggja flugvél í styttri eða lengri tíma, t.d vegna gjaldþrots flugfélags eða ef verið er að skila vélum eftir að leigutíma lýkur.

ADG hefur einnig leyfi frá Samgöngustofu til að gefa út svokölluð Lofthæfitilmæli, „Airworthiness Review Recommendations “(AR), til flugmálastjórna allra 32 landa innan EASA vegna útgáfu á lofthæfistaðfestingarvottorði - „Airworthiness Review Certificate“(ARC) fyrir flugvélar. Allar flugvélar innan EASA landa (28 lönd innan ESB og 4 lönd innan EFTA) verða að hafa gilt ARC skírteini sem þarf að endurnýja að jafnaði á þriggja ára fresti.

Staðfesting á lofthæfi flugvéla

Jafnframt verða allar flugvélar sem hafa verið í flugrekstri utan aðildarríkja EASA og er fyrirhugað að taka í notkun innan þeirra, að fá ARC útgefið af flugmálastjórn viðkomandi aðildarríkis. Sú vinna felur í sér vottun um að viðkomandi flugvél sé lofthæf og uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til flugrekanda innan EASA aðildaríkjanna. Þessi réttindi hefur ADG sem hluta af sínu CAMO leyfi.

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum.

Breytingar á farþegarými

Flugfélög sem eru með margar flugvélar í flotanum vilja oftast aðlaga skipulag farþegarýmis, svokölluðu „Layout of Passenger Accommodations“ (LOPA), til samræmis við aðrar flugvélar sínar. Slíkt er gert til að vissar tegundir sæta og sætafjöldi auðveldi vinnuferli áhafna við þjónustu farþega og til að hafa neyðaráætlanir samræmdar. Samhliða breytingum á skipulagi farþegarýmis er jafnframt mikil áhersla lögð á að samræma staðsetningu á neyðarbúnaði svokölluðum „Emergency Equipment Layout“ (EEL). Það felur í sér að útfæra staðsetningu á neyðarbúnaði í farþegarými s.s. súrefnisflöskur, slökkvitæki, hjartastuðtæki og fleira.

Áskoranir tengdum Boeing 737-MAX

Tæknileg vandamál sem hafa komið upp í tengslum við B737-MAX vélarnar hafa verið í brennidepli og hefur Boeing og FAA flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lent í miklum erfiðleikum vegna málsins. Um þær miklu áskoranir sem Boeing stendur frammi fyrir með B737-MAX vélarnar segir Ægir „Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að flugvélar sem fyrirhugað er að vera í rekstri innan EASA ríkja séu yfirfarnar af fyrirtækjum sem hafa mikla þekkingu og reynslu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda.

Það þarf að votta allar breytingar sem eru gerðar á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA og geta eingöngu fyrirtæki með DOA leyfi, líkt og ADG er með, framkvæmt þessar úttektir. Það er því afar ánægjulegt að geta núna boðið fyrirtækjum „one-stop-shop“ þar sem þau geta fengið á einum og sama staðnum alhliða þjónustu vegna viðhaldsstýringar, tækni- og verkfræðiráðgjafar".

ADG er með höfuðstöðvar í Reykjavík og hjá fyrirtækinu starfa 14 starfsmenn  fréttir af handahófi

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Sagt að Boeing ætli að fresta 777X til ársins 2022

27. júlí 2020

|

Sagt er að Boeing muni tilkynna á næstu dögum um frestun um að koma með nýju Boeing 777X breiðþotuna á markaðinn vegna dræmrar eftirspurnar eftir flugsætum meðal flugfélaga í heiminum vegna COVID-19

ATR mun framleiða helmingi færri flugvélar

2. júlí 2020

|

Fransk-ítalski flugvélaframleiðandinn ATR ætlar að draga saman smíði nýrra flugvéla um helming auk þess sem yfir 200 starfsmönnum verður sagt upp á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00