flugfréttir

Íslenskt fyrirtæki hlýtur vottun í flugþjónustu

- Aero Design Global hlýtur „Design Organization Approval“ frá EASA

20. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:12

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu

Íslenska fyrirtækið Aero Design Global hlaut á dögunum svokallaða „Design Organization Approval “(DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) en með leyfisveitingunni er fyrirtækið það fyrsta á Íslandi, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að bjóða upp á heildarþjónustu varðandi viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um heim allan.

Aero Design Global (ADG) veitir þjónustu samkvæmt samþykktum verkferlum, ströngum stöðlum og reglugerðum EASA ásamt því að lúta eftirlitsskyldu Samgöngustofu. Fyrirtækið er hlutdeildarfélag EFLU verkfræðistofu og var stofnað 2016.

ADG er fyrsta íslenska fyrirtækið, sem ekki er í eigu flugrekanda, til að hafa bæði DOA og CAMO (Continuing Airworthiness Management Organization) leyfi og getur því veitt alhliða þjónustu í viðhaldsstýringu, tækni- og verkfræðiráðgjöf fyrir eigendur og rekstraraðila flugvéla um allan heim.

Merki fyrirtækisins

Með DOA leyfisveitingunni, sem ADG hlaut 12. mars síðastliðinn, eykst þjónustuframboð fyrirtækisins til muna og getur það svarað betur þörfum markaðarins og viðskiptavina. Leyfisveitingin veitir fyrirtækinu jafnframt aukna heimild til að sinna fjölbreyttari verkefnum á sviði viðhaldsstýringar og vottunar samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA.

Vottuð ráðgjöf samkvæmt gæðakröfum

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum. Einnig hefur fyrirtækið komið að verkefnum sem kallast „Asset Recovery“ en slík vinna fer fram þegar flugfélög fara í þrot og koma þarf flugvélunum í hendur á eigendum sínum. ADG sinnti slíkri ráðgjöf fyrir eigendur flugvéla við gjaldþrot flugfélaga á borð við Monarch Airlines, Fly Niki, Thomas Cook, Primera Air og WOW air.

Heimild til að taka út breytingar á flugvélum

Þar að auki hefur fyrirtækið mikla reynslu og þekkingu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda en votta þarf allar breytingar sem gerðar eru á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA. Eingöngu fyrirtæki með DOA vottun geta gert slíkar úttektir og því hagræði fólgið í því fyrir viðskiptavininn að geta leitað til sama aðilans með úttekt og ráðgjöf.

Ægir Thorberg Jónsson, framkvæmdarstjóri Aero Design Global

Fyrsta leyfisveitingin sem ADG hlaut árið 2017 var „Continuing Airworthiness Management Organization leyfi “(CAMO) frá Samgöngustofu sem veitir heimild til að bjóða upp á þjónustu sem tengist viðhaldsstýringu flugvéla. Í því felst m.a. að útfæra kröfur um skoðun og viðhald ásamt því að skilgreina hvers konar vottana er krafist í einstökum verkum. Ráðgjöfin nær til fyrirtækja sem eru með flugvélar í rekstri og einnig til þeirra sem þurfa að leggja flugvél í styttri eða lengri tíma, t.d vegna gjaldþrots flugfélags eða ef verið er að skila vélum eftir að leigutíma lýkur.

ADG hefur einnig leyfi frá Samgöngustofu til að gefa út svokölluð Lofthæfitilmæli, „Airworthiness Review Recommendations “(AR), til flugmálastjórna allra 32 landa innan EASA vegna útgáfu á lofthæfistaðfestingarvottorði - „Airworthiness Review Certificate“(ARC) fyrir flugvélar. Allar flugvélar innan EASA landa (28 lönd innan ESB og 4 lönd innan EFTA) verða að hafa gilt ARC skírteini sem þarf að endurnýja að jafnaði á þriggja ára fresti.

Staðfesting á lofthæfi flugvéla

Jafnframt verða allar flugvélar sem hafa verið í flugrekstri utan aðildarríkja EASA og er fyrirhugað að taka í notkun innan þeirra, að fá ARC útgefið af flugmálastjórn viðkomandi aðildarríkis. Sú vinna felur í sér vottun um að viðkomandi flugvél sé lofthæf og uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til flugrekanda innan EASA aðildaríkjanna. Þessi réttindi hefur ADG sem hluta af sínu CAMO leyfi.

Síðustu árin hefur ADG sinnt verkefnum um allan heim og veitt ráðgjöf um tengist viðhaldsstýringu flugvéla, stórskoðunum við eigendaskipti, útgáfu lofthæfitilmæla og þjónustu varðandi breytingar og skipulag á farþegarýmum.

Breytingar á farþegarými

Flugfélög sem eru með margar flugvélar í flotanum vilja oftast aðlaga skipulag farþegarýmis, svokölluðu „Layout of Passenger Accommodations“ (LOPA), til samræmis við aðrar flugvélar sínar. Slíkt er gert til að vissar tegundir sæta og sætafjöldi auðveldi vinnuferli áhafna við þjónustu farþega og til að hafa neyðaráætlanir samræmdar. Samhliða breytingum á skipulagi farþegarýmis er jafnframt mikil áhersla lögð á að samræma staðsetningu á neyðarbúnaði svokölluðum „Emergency Equipment Layout“ (EEL). Það felur í sér að útfæra staðsetningu á neyðarbúnaði í farþegarými s.s. súrefnisflöskur, slökkvitæki, hjartastuðtæki og fleira.

Áskoranir tengdum Boeing 737-MAX

Tæknileg vandamál sem hafa komið upp í tengslum við B737-MAX vélarnar hafa verið í brennidepli og hefur Boeing og FAA flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lent í miklum erfiðleikum vegna málsins. Um þær miklu áskoranir sem Boeing stendur frammi fyrir með B737-MAX vélarnar segir Ægir „Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að flugvélar sem fyrirhugað er að vera í rekstri innan EASA ríkja séu yfirfarnar af fyrirtækjum sem hafa mikla þekkingu og reynslu af lofthæfi mismunandi flugvélategunda.

Það þarf að votta allar breytingar sem eru gerðar á flugvélum samkvæmt gæðakröfum og reglugerðum EASA og geta eingöngu fyrirtæki með DOA leyfi, líkt og ADG er með, framkvæmt þessar úttektir. Það er því afar ánægjulegt að geta núna boðið fyrirtækjum „one-stop-shop“ þar sem þau geta fengið á einum og sama staðnum alhliða þjónustu vegna viðhaldsstýringar, tækni- og verkfræðiráðgjafar".

ADG er með höfuðstöðvar í Reykjavík og hjá fyrirtækinu starfa 14 starfsmenn







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga