flugfréttir

Fórst yfir Kyrrahafi í ferjuflugi

- Talið að flugmaðurinn hafi orðið fyrir súrefnisskorti í miðju flugi

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Cessna 208B Supervan 900

Talið er að orsök flugslyss er lítil flugvél af gerðinni Cessna 208 Supervan 900 fórst yfir Kyrrahafi í september árið 2018 megi rekja til þess að flugmaður vélarinnar hafi orðið fyrir súrefnisskorti.

Flugvélin var í ferjuflugi frá Ástralíu áleiðis til Bandaríkjanna en breytingar á vélinni höfðu farið fram í Ástralíu og stóð til að ferja hana til Mississippi. Vélin var fullútbúin búnaði fyrir sérstaka og sérhæfða vinnu sem til stóð að nota flugvélina í af bandarísku fyrirtæki.

Vélin hóf ferjuflugið í Perth í Ástralíu og hafði hún flogið nokkra leggi á leið til Japans með viðkomu í Alice Springs, Weipa og Horn Island en þaðan var henni flogið til Guam og til Saipan á Norður-Maríanaeyjum sem var síðasti áfangastaðurinn áður en vélin lagði af stað í sína hinstu för sem var 9 klukkutíma flug frá eyjunum til New Chitose í Japan.

Förin tafðist í rúma viku í Saipan vegna skemmda á loftskrúfu en þann 18. september lagði vélin af stað til Japans. Eftir að flugmaðurinn hafði ekki tilkynnt sig við tilkynningarskyldan staðsetningarpunkt klukkan 11:44 að japönskum tíma var ákveðið að senda af stað tvær F-4 orrustuþotur til móts við flugvélina í 22 þúsund fetum.

Flugleiðin og viðkomustaðirnir frá Ástralíu til Mississippi í Bandaríkjunum

Herfluvélarnar komu að flugvélinni kl. 14:50 en ekkert svar kom er þeir reyndu að ná talstöðvarsambandi við flugvélina. Herflugmennirnir náðu ekki að sjá inn um gluggann á stjórnklefanum og náðu því ekki að gera sér grein fyrir því hvort að flugmaðurinn væri í sætinu sínu eða hvort hann væri með meðvitund.

30 mínútum síðar byrjaði flugvélin að lækka flugið inn í ský en skömmu síðar fór hún að missa hæð með miklum hraða og hvarf loks af ratsjá. Leit að flugvélinni hófst tafarlaust og tveimur klukkutímum síðar fundust dyr flugvélarinnar á floti á yfirborði sjávar.

Afturhurð er það eina sem fannst af flugvélinni

Það var niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu að á meðan flugvélin var á sjálfstýringu í farflugi þá sé næstum fullvíst að flugmaðurinn hafi misst meðvitund um borð.

Þar sem hann hafði ekki komist til meðvitundar eftir 5 klukkustunda flug þá var ekki skipt yfir á annan eldsneytistank sem olli því að flugvélin fékk ekki lengur eldsneyti inn á mótorinn með þeim afleiðingum að hann stöðvaðist og við það byrjaði flugvélin að missa hæð og lækkaði stjórnlaust ofan í Kyrrahafið.

Ljósmynd sem tekin var af flugvélinni í Saipan á Norður-Maríanaeyjum

Ekki er þó hægt að staðfesta súrefnisskort sem dánarorsök flugmannsins þar sem ekki er hægt að útiloka skyndileg veikindi.

Flugmaðurinn var sá eini sem var um borð í vélinni. Flugvélin var ekki með jafnþrýstibúnaði og var henni flogið í 22.000 fetum en flugmaðurinn var með súrefnisbúnað sem hann hefur verið með utan um nefið.  fréttir af handahófi

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

EasyJet stefnir á 500 flugferðir á dag í júlí

25. júní 2020

|

EasyJet hefur tilkynnt um aukin umsvif í farþegaflugi frá og með næstu mánaðarmótum en þann 1. júlí stefnir félagið á að fljúga yfir 500 flugferðir á dag.

Ríkisflugfélag Ekvador tekið til gjaldþrotaskipta

19. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að binda endi á rekstur ríkisflugfélagsins TAME sem verður að öllum líkindum tekið til gjaldþrotaskipta.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00