flugfréttir

Fórst yfir Kyrrahafi í ferjuflugi

- Talið að flugmaðurinn hafi orðið fyrir súrefnisskorti í miðju flugi

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Cessna 208B Supervan 900

Talið er að orsök flugslyss er lítil flugvél af gerðinni Cessna 208 Supervan 900 fórst yfir Kyrrahafi í september árið 2018 megi rekja til þess að flugmaður vélarinnar hafi orðið fyrir súrefnisskorti.

Flugvélin var í ferjuflugi frá Ástralíu áleiðis til Bandaríkjanna en breytingar á vélinni höfðu farið fram í Ástralíu og stóð til að ferja hana til Mississippi. Vélin var fullútbúin búnaði fyrir sérstaka og sérhæfða vinnu sem til stóð að nota flugvélina í af bandarísku fyrirtæki.

Vélin hóf ferjuflugið í Perth í Ástralíu og hafði hún flogið nokkra leggi á leið til Japans með viðkomu í Alice Springs, Weipa og Horn Island en þaðan var henni flogið til Guam og til Saipan á Norður-Maríanaeyjum sem var síðasti áfangastaðurinn áður en vélin lagði af stað í sína hinstu för sem var 9 klukkutíma flug frá eyjunum til New Chitose í Japan.

Förin tafðist í rúma viku í Saipan vegna skemmda á loftskrúfu en þann 18. september lagði vélin af stað til Japans. Eftir að flugmaðurinn hafði ekki tilkynnt sig við tilkynningarskyldan staðsetningarpunkt klukkan 11:44 að japönskum tíma var ákveðið að senda af stað tvær F-4 orrustuþotur til móts við flugvélina í 22 þúsund fetum.

Flugleiðin og viðkomustaðirnir frá Ástralíu til Mississippi í Bandaríkjunum

Herfluvélarnar komu að flugvélinni kl. 14:50 en ekkert svar kom er þeir reyndu að ná talstöðvarsambandi við flugvélina. Herflugmennirnir náðu ekki að sjá inn um gluggann á stjórnklefanum og náðu því ekki að gera sér grein fyrir því hvort að flugmaðurinn væri í sætinu sínu eða hvort hann væri með meðvitund.

30 mínútum síðar byrjaði flugvélin að lækka flugið inn í ský en skömmu síðar fór hún að missa hæð með miklum hraða og hvarf loks af ratsjá. Leit að flugvélinni hófst tafarlaust og tveimur klukkutímum síðar fundust dyr flugvélarinnar á floti á yfirborði sjávar.

Afturhurð er það eina sem fannst af flugvélinni

Það var niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu að á meðan flugvélin var á sjálfstýringu í farflugi þá sé næstum fullvíst að flugmaðurinn hafi misst meðvitund um borð.

Þar sem hann hafði ekki komist til meðvitundar eftir 5 klukkustunda flug þá var ekki skipt yfir á annan eldsneytistank sem olli því að flugvélin fékk ekki lengur eldsneyti inn á mótorinn með þeim afleiðingum að hann stöðvaðist og við það byrjaði flugvélin að missa hæð og lækkaði stjórnlaust ofan í Kyrrahafið.

Ljósmynd sem tekin var af flugvélinni í Saipan á Norður-Maríanaeyjum

Ekki er þó hægt að staðfesta súrefnisskort sem dánarorsök flugmannsins þar sem ekki er hægt að útiloka skyndileg veikindi.

Flugmaðurinn var sá eini sem var um borð í vélinni. Flugvélin var ekki með jafnþrýstibúnaði og var henni flogið í 22.000 fetum en flugmaðurinn var með súrefnisbúnað sem hann hefur verið með utan um nefið.  fréttir af handahófi

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Ryanair ætlar að panta fleiri Boeing 737 MAX þotur

4. febrúar 2020

|

Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem Boeing hefur gengið í gegnum með Boeing 737 MAX vélarnar þá hefur Ryanair fulla trú á því að þotan eigi eftir að hafa yfirburða eiginleika þegar hún verður komin af

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

7. mars 2020

|

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00