flugfréttir

Fórst yfir Kyrrahafi í ferjuflugi

- Talið að flugmaðurinn hafi orðið fyrir súrefnisskorti í miðju flugi

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:32

Flugvélin sem fórst var af gerðinni Cessna 208B Supervan 900

Talið er að orsök flugslyss er lítil flugvél af gerðinni Cessna 208 Supervan 900 fórst yfir Kyrrahafi í september árið 2018 megi rekja til þess að flugmaður vélarinnar hafi orðið fyrir súrefnisskorti.

Flugvélin var í ferjuflugi frá Ástralíu áleiðis til Bandaríkjanna en breytingar á vélinni höfðu farið fram í Ástralíu og stóð til að ferja hana til Mississippi. Vélin var fullútbúin búnaði fyrir sérstaka og sérhæfða vinnu sem til stóð að nota flugvélina í af bandarísku fyrirtæki.

Vélin hóf ferjuflugið í Perth í Ástralíu og hafði hún flogið nokkra leggi á leið til Japans með viðkomu í Alice Springs, Weipa og Horn Island en þaðan var henni flogið til Guam og til Saipan á Norður-Maríanaeyjum sem var síðasti áfangastaðurinn áður en vélin lagði af stað í sína hinstu för sem var 9 klukkutíma flug frá eyjunum til New Chitose í Japan.

Förin tafðist í rúma viku í Saipan vegna skemmda á loftskrúfu en þann 18. september lagði vélin af stað til Japans. Eftir að flugmaðurinn hafði ekki tilkynnt sig við tilkynningarskyldan staðsetningarpunkt klukkan 11:44 að japönskum tíma var ákveðið að senda af stað tvær F-4 orrustuþotur til móts við flugvélina í 22 þúsund fetum.

Flugleiðin og viðkomustaðirnir frá Ástralíu til Mississippi í Bandaríkjunum

Herfluvélarnar komu að flugvélinni kl. 14:50 en ekkert svar kom er þeir reyndu að ná talstöðvarsambandi við flugvélina. Herflugmennirnir náðu ekki að sjá inn um gluggann á stjórnklefanum og náðu því ekki að gera sér grein fyrir því hvort að flugmaðurinn væri í sætinu sínu eða hvort hann væri með meðvitund.

30 mínútum síðar byrjaði flugvélin að lækka flugið inn í ský en skömmu síðar fór hún að missa hæð með miklum hraða og hvarf loks af ratsjá. Leit að flugvélinni hófst tafarlaust og tveimur klukkutímum síðar fundust dyr flugvélarinnar á floti á yfirborði sjávar.

Afturhurð er það eina sem fannst af flugvélinni

Það var niðurstaða rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu að á meðan flugvélin var á sjálfstýringu í farflugi þá sé næstum fullvíst að flugmaðurinn hafi misst meðvitund um borð.

Þar sem hann hafði ekki komist til meðvitundar eftir 5 klukkustunda flug þá var ekki skipt yfir á annan eldsneytistank sem olli því að flugvélin fékk ekki lengur eldsneyti inn á mótorinn með þeim afleiðingum að hann stöðvaðist og við það byrjaði flugvélin að missa hæð og lækkaði stjórnlaust ofan í Kyrrahafið.

Ljósmynd sem tekin var af flugvélinni í Saipan á Norður-Maríanaeyjum

Ekki er þó hægt að staðfesta súrefnisskort sem dánarorsök flugmannsins þar sem ekki er hægt að útiloka skyndileg veikindi.

Flugmaðurinn var sá eini sem var um borð í vélinni. Flugvélin var ekki með jafnþrýstibúnaði og var henni flogið í 22.000 fetum en flugmaðurinn var með súrefnisbúnað sem hann hefur verið með utan um nefið.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga