flugfréttir

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

- Grunur lék á að farþegar í fremstu sætaröð væru smitaðir af kórónaveirunni

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:12

Sjá má hvar flugstjórinn forðar sér út um gluggann á stjórnklefanum á þotunni sem er af gerðinni Airbus A320

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunur lék á því að nokkrir farþegar um borð i vélinni væru smitaður af kórónaveirunni.

Atvikið átti sér stað sl. föstudag eftir að flugvélin var nýlent á flugvellinum í Nýju-Delí eftir áætlunarflug frá borginni Pune.

Á meðan vélin var í loftinu vöknuðu upp grunsemdir um að mögulega væru farþegar smitaðir af COVID-19 sem sátu í fremstu sætaröðinni, beint fyrir aftan flugstjórnarklefann, en þegar flugstjórinn frétti það leist honum illa á þá hugmynd að yfirgefa stjórnklefann með venjulegum hætti út um dyrnar og ganga fram hjá farþegunum við útganginn.

Þess í stað ákvað hann að bregða á það ráð að fara út um gluggann á stjórnklefanum en öryggismyndavél á flugvellinum náði „flóttanum“ á myndband sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.

Farþegarnir, sem sátu í fremstu sætaröðinni, voru allir sendir í skimun og kom í ljós að þeir greindust allir neikvæðir gagnvart COVID-19 og voru því ekki með kórónaveiruna.

Talsmaður flugfélagsins sagði að flugmenn vélarinnar hefðu ákveðið að bregðast við vegna þess hversu nálægt farþegarnir sátu frá stjórnklefanum. - „Áhafnir okkar eru mjög vel þjálfaðar fyrir tilvik sem þessi og við viljum þakka starfsmönnum okkar fyrir hversu agaðir þeir eru í vinnubrögðum sínum til þess að geta þjónað farþegum okkar áfram“, segir talsmaður AirAsia India.

Myndband af atvikinu:  fréttir af handahófi

Starfsmenn bæði hjá Boeing og Airbus greinast með COVID-19

13. mars 2020

|

Kórónaveirusmit hafa greinst meðal starfsmanna hjá báðum flugvélaframleiðendunum, Boeing og Airbus, en Boeing hefur staðfest að starfsmaður í verksmiðjunum í Everett hafi greinst jákvæður gagnvart CO

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

SUN ’n FUN - „Stærsta flugsýningin sem fór aldrei fram“

14. apríl 2020

|

Þegar ljóst var að aflýsa þurfti SUN ’n FUN flughátíðinni í Flórída í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar stóð fyrirtækið PilotMall frammi fyrir þeim vandræðum að sitja uppi með yfir 9.000 stuttermab

  Nýjustu flugfréttirnar

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.