flugfréttir

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

- Grunur lék á að farþegar í fremstu sætaröð væru smitaðir af kórónaveirunni

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:12

Sjá má hvar flugstjórinn forðar sér út um gluggann á stjórnklefanum á þotunni sem er af gerðinni Airbus A320

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunur lék á því að nokkrir farþegar um borð i vélinni væru smitaður af kórónaveirunni.

Atvikið átti sér stað sl. föstudag eftir að flugvélin var nýlent á flugvellinum í Nýju-Delí eftir áætlunarflug frá borginni Pune.

Á meðan vélin var í loftinu vöknuðu upp grunsemdir um að mögulega væru farþegar smitaðir af COVID-19 sem sátu í fremstu sætaröðinni, beint fyrir aftan flugstjórnarklefann, en þegar flugstjórinn frétti það leist honum illa á þá hugmynd að yfirgefa stjórnklefann með venjulegum hætti út um dyrnar og ganga fram hjá farþegunum við útganginn.

Þess í stað ákvað hann að bregða á það ráð að fara út um gluggann á stjórnklefanum en öryggismyndavél á flugvellinum náði „flóttanum“ á myndband sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.

Farþegarnir, sem sátu í fremstu sætaröðinni, voru allir sendir í skimun og kom í ljós að þeir greindust allir neikvæðir gagnvart COVID-19 og voru því ekki með kórónaveiruna.

Talsmaður flugfélagsins sagði að flugmenn vélarinnar hefðu ákveðið að bregðast við vegna þess hversu nálægt farþegarnir sátu frá stjórnklefanum. - „Áhafnir okkar eru mjög vel þjálfaðar fyrir tilvik sem þessi og við viljum þakka starfsmönnum okkar fyrir hversu agaðir þeir eru í vinnubrögðum sínum til þess að geta þjónað farþegum okkar áfram“, segir talsmaður AirAsia India.

Myndband af atvikinu:  fréttir af handahófi

Stærsta flugvél heims snýr til síns heima í stutta skoðun

15. júní 2020

|

Antonov An-225 Mriya, stærsta flugvél heims, hefur fengið smá hvíld frá vöruflutningaflugi með heilbrigði- og lækningavörur en flugvélinni hefur verið flogið til síns heima í Úkraínu þar sem framundan

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

Selja ellefu Dash 8-400 flugvélar úr flota Flybe

11. ágúst 2020

|

Ellefu De Havilland Dash 8-400 flugvélar sem voru í flota breska lágfargjaldafélagsins Flybe verða seldar og munu fara til nýrra eigenda.

Franski flugherinn fær fyrstu ISR eftirlitsvélina frá King Air

11. ágúst 2020

|

Franski flugherinn hefur fengið fyrstu ISR flugvélina afhenta frá Beechcraft sem byggir á King Air flugvélinni og er vélin sérstaklega útbúin fyrir eftirlitsflug, gæsluflug og fyrir flugferðir í þei

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

Flugmaður veiktist skyndilega í aðflugi í Zurich

11. ágúst 2020

|

Flugmaður veiktist skyndilega um borð í farþegaþotu frá svissneska flugfélaginu Swiss International Air Lines um helgina.

Kvartað undan auknum hávaða frá kennsluflugi í Denver

11. ágúst 2020

|

Hópur íbúa í hverfi einu í Denver í Colorado í Bandaríkjunum hafa sent formlega kvörtun undan hávaða frá Rocky Mountain flugvellinum og telja þeir að hávaði frá flugvélum hafi aukist til muna á sköm

54 flugmenn féllu á áfengisprófi í fyrra á Indlandi

11. ágúst 2020

|

Aldrei hafa fleiri atvinnuflugmenn á Indlandi fallið á áfengisprófi líkt og í fyrra en fram kemur í tölum frá indverskum yfirvöldum að 54 flugmenn féllu á prófi er þeir voru látnir blása rétt fyrir br

Lenti 1 mínútu eftir að reglur um sóttkví tóku gildi

10. ágúst 2020

|

158 farþegar sem voru um borð í farþegaþotu hjá SAS neyddust til þess að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Noregs um helgina sem þeir hefðu annars sloppið við ef flugvélin hafði lent aðeins einn

Stefna á útsýnisflug til suðurskautsins með Boeing 787

10. ágúst 2020

|

Ástralska flugfélagið Qantas ætlar í vetur að bjóða Áströlum upp á útsýnisflug til Suðurskautslandsins en félagið ætlar að fljúga sérstakar flugferðir til Suðurskautsins með Dreamliner-þotum af gerði

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00