flugfréttir

Flugstjórinn flúði út um glugga stjórnklefans til að forðast smit

- Grunur lék á að farþegar í fremstu sætaröð væru smitaðir af kórónaveirunni

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:12

Sjá má hvar flugstjórinn forðar sér út um gluggann á stjórnklefanum á þotunni sem er af gerðinni Airbus A320

Flugstjóri hjá flugfélaginu AirAsia India gerði sér lítið fyrir og flúði út um gluggann á stjórnklefa á þotu af gerðinni Airbus A320 sem hann flaug eftir lendingu eftir að í ljós kom að sterkur grunur lék á því að nokkrir farþegar um borð i vélinni væru smitaður af kórónaveirunni.

Atvikið átti sér stað sl. föstudag eftir að flugvélin var nýlent á flugvellinum í Nýju-Delí eftir áætlunarflug frá borginni Pune.

Á meðan vélin var í loftinu vöknuðu upp grunsemdir um að mögulega væru farþegar smitaðir af COVID-19 sem sátu í fremstu sætaröðinni, beint fyrir aftan flugstjórnarklefann, en þegar flugstjórinn frétti það leist honum illa á þá hugmynd að yfirgefa stjórnklefann með venjulegum hætti út um dyrnar og ganga fram hjá farþegunum við útganginn.

Þess í stað ákvað hann að bregða á það ráð að fara út um gluggann á stjórnklefanum en öryggismyndavél á flugvellinum náði „flóttanum“ á myndband sem hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum.

Farþegarnir, sem sátu í fremstu sætaröðinni, voru allir sendir í skimun og kom í ljós að þeir greindust allir neikvæðir gagnvart COVID-19 og voru því ekki með kórónaveiruna.

Talsmaður flugfélagsins sagði að flugmenn vélarinnar hefðu ákveðið að bregðast við vegna þess hversu nálægt farþegarnir sátu frá stjórnklefanum. - „Áhafnir okkar eru mjög vel þjálfaðar fyrir tilvik sem þessi og við viljum þakka starfsmönnum okkar fyrir hversu agaðir þeir eru í vinnubrögðum sínum til þess að geta þjónað farþegum okkar áfram“, segir talsmaður AirAsia India.

Myndband af atvikinu:  fréttir af handahófi

Lufthansa vill kaupa helmingshlut í TAP Air Portugal

26. febrúar 2020

|

Lufthansa hefur hafið viðræður við TAP Air Portugal um kaup á allt að 45 prósenta hlut í flugfélaginu portúgalska sem gæti þá með því orðið eitt af dótturfélagum Lufthansa Group ef af kaupunum verður

737 MAX í framleiðslu á ný í maí

26. mars 2020

|

Boeing stefnir á að hefja framleiðslu á Boeing 737 MAX á ný í maí en hlé var gert á framleiðslunni í janúar.

737 MAX í framleiðslu á ný í maí

26. mars 2020

|

Boeing stefnir á að hefja framleiðslu á Boeing 737 MAX á ný í maí en hlé var gert á framleiðslunni í janúar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00