flugfréttir
240 sagt upp hjá Icelandair
Boeing 757 þota Icelandair á Keflavíkurflugvelli
Icelandair hefur ákveðið að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og hefur þar af leiðandi um 240 starfsmönnum verið sagt upp.
Þetta var tilkynnt í morgun en uppsögnin nær til allra deilda innan félagsins og þá verða 92% þeirra starfsmanna, sem halda starfi
sínu, lækkaðir í launum tímabundið sem nemur tveggja stafa prósentutölu.
Fram kemur að laun starfsmanna lækki um 20% á meðan laun framkvæmdarstjóra lækki um 25% og þá munu laun forstjóra
og stjórnarmanna lækka um 30 prósent.
Félagið flýgur í dag um 14% af upphaflegri flugáætlun sem er á pari við skerðingu meðal annarra flugfélaga sem fljúga aðeins
brot af þeim flugferðum sem voru áætluð.
Í tilkynningu frá Icelandair segir að forsendur fyrir millilandaflugi og ferðalögum hafa breyst verulega á skömmum tíma vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Icelandair Group
hefur á undanförnum vikum gripið til víðtækra ráðstafana til þess að tryggja rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar og á sama tíma er það markmið félagsins að verja störf eins og mögulegt er
og þjóna viðskiptavinum eftir bestu getu.
Aðeins eitt flug er á áætlun í dag hjá Icelandair sem er flugið til Boston en þær flugferðir sem fyrirhugaðar voru og er búið að aflýsa vegna COVID-19 eru flug til Munchen, Frankfurt, Helinski, Zurich,
París, Brussel, Kaupmannahöfn, Dublin, London Gatwick, Osló, Glasgow, Manchester, Kaupmannahöfn, London Heathrow, Chicago,
Minneapolis, Washington Dulles, New York JFK, Newark-Liberty, Seattle, Toronto og Orlando.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.