flugfréttir

Flugumferð í heiminum að þorna upp hægt og rólega

- Úr 196.000 flugferðum á dag niður í 88.000 flugferðir

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:44

Skjáskot af Flightradar24.com klukkan 19:42 í kvöld

Með hverjum degi sem líður hefur flugumferðin í heiminum dregist saman gríðarlega og fækkar um fleiri þúsundir flugferða á dag vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn er að hafa á heiminn.

Töluverðan mun má sjá á því hversu færri flugvélar eru að fljúga yfir Atlantshafinu á milli Bandaríkjanna og Evrópu en þar sem áður voru fimm halarófur að þvera yfir Atlantshafið hverju sinni eftir Norður-Atlantshafsleiðunum NAT (North Atlantic Tracks) þá eru aðeins nokkur tugi flugvéla að fljúga yfir hafið þessa daganna hverju sinni.

Ef bornar eru saman skjámyndir af Flightradar24.com frá því nokkrum vikum síðan og í dag má hinsvegar sjá að venjulega sást varla í heimsálfurnar þar sem þær hafa oftast verið þaktar gulum flugvélum ef þysjað er út svo allur heimurinn sést á skjánum að undanskildum heimsskautasvæðunum, afskekktum óbyggðum og úthöfunum á suðurhveli jarðar.

Samanburður á öllum heiminum á Flightradar24.com í dag og þann 15. janúar fyrr á þessu ári

Í dag má hinsvegar sjá að margir „skallablettir“ eru farnir að myndast á Flightradar24 og sést nú í mörg landsvæði sem áður voru hulin flugvélum af öllum stærðum og gerðum sem voru að tengja saman þúsundir áfangastaða um allan heim.

Þar sem fjölmörg lönd í heiminum hafa lokað löndum og stöðvað af nánast allt áætlunarflug vegna
COVID-19 faraldursins hefur flugumferð minnkað það mikið að í dag eru um 6.000 flugvélar á hverju augnabliki sjáanlegar á Flightradar en undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera frá 12.000 - 16.000 flugvélar á Flightradar24 hverju sinni.

Fækkar um allt að 14.000 flug á hverjum degi

Þann 21. febrúar voru 196.000 flugferðir farnar um allan heim samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com en þess má geta að ekki koma allar flugvélar fram á þeirri síðu þar sem ekki allar flugvélar hafa þann búnað sem til þarf svo þær birtist á síðunni.

Flugumferðin í heiminum í gær var helmingi minni en í lok febrúar

Þann 16. mars var fjöldi flugferða dottinn niður í 157.000 flug og stefnir í að í dag, 23. mars, verði fjöldinn komin niður í 88.000 flugferðir sem er 55% af þeirri umferð sem var í gangi fyrir mánuði síðan.

Þann 20. mars voru til að mynda farnar 60.967 færri flugferðir samanborið við 20. mars í fyrra og þar af 37.449 færri áætlunarflug.

Eins og sjá má er mikill munur á Norður-Atlantshafsleiðunum í dag ef borið er saman við 26. ágúst í fyrra

Í dag hafði flugumferð meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna dregist saman um 38% og höfðu American Airlines, Delta Air Lines, Jetblue og Alaska Airlines aflýst yfir 5.000 flugferðum á mánudag.

Enn meiri fækkun á flugferðum er yfirvofandi þar sem mörg af stærstu flugfélögum heimsins eru í þann mund að leggja niður nánast allt áætlunarflug síðar í vikunni og þar á meðal Emirates sem mun leggja öllum Airbus A380 risaþotunum og Boeing 777 þotunum og þá var tilkynnt í dag að allt innanlandsflug á Indlandi verður bannað frá og með morgundeginum.

Samkvæmt fréttabréfi sem Alþjóðasömtök flugfélaganna (IATA) birti fyrir helgi kemur fram að 15 til 23% af öllum þeim störfum sem tengjast flugheiminum séu í húfi vegna áhrifa af COVID-19 en í dag er 65.500.000 manns sem starfa í fluginu um allan heim.  fréttir af handahófi

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

Flugfreyjur samþykktu nýja kjarasamninginn

28. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar hjá Icelandair hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gerður var við Flugfreyjufélag Íslands fyrr í þessum mánuði.

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00