flugfréttir

Flugumferð í heiminum að þorna upp hægt og rólega

- Úr 196.000 flugferðum á dag niður í 88.000 flugferðir

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:44

Skjáskot af Flightradar24.com klukkan 19:42 í kvöld

Með hverjum degi sem líður hefur flugumferðin í heiminum dregist saman gríðarlega og fækkar um fleiri þúsundir flugferða á dag vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn er að hafa á heiminn.

Töluverðan mun má sjá á því hversu færri flugvélar eru að fljúga yfir Atlantshafinu á milli Bandaríkjanna og Evrópu en þar sem áður voru fimm halarófur að þvera yfir Atlantshafið hverju sinni eftir Norður-Atlantshafsleiðunum NAT (North Atlantic Tracks) þá eru aðeins nokkur tugi flugvéla að fljúga yfir hafið þessa daganna hverju sinni.

Ef bornar eru saman skjámyndir af Flightradar24.com frá því nokkrum vikum síðan og í dag má hinsvegar sjá að venjulega sást varla í heimsálfurnar þar sem þær hafa oftast verið þaktar gulum flugvélum ef þysjað er út svo allur heimurinn sést á skjánum að undanskildum heimsskautasvæðunum, afskekktum óbyggðum og úthöfunum á suðurhveli jarðar.

Samanburður á öllum heiminum á Flightradar24.com í dag og þann 15. janúar fyrr á þessu ári

Í dag má hinsvegar sjá að margir „skallablettir“ eru farnir að myndast á Flightradar24 og sést nú í mörg landsvæði sem áður voru hulin flugvélum af öllum stærðum og gerðum sem voru að tengja saman þúsundir áfangastaða um allan heim.

Þar sem fjölmörg lönd í heiminum hafa lokað löndum og stöðvað af nánast allt áætlunarflug vegna
COVID-19 faraldursins hefur flugumferð minnkað það mikið að í dag eru um 6.000 flugvélar á hverju augnabliki sjáanlegar á Flightradar en undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera frá 12.000 - 16.000 flugvélar á Flightradar24 hverju sinni.

Fækkar um allt að 14.000 flug á hverjum degi

Þann 21. febrúar voru 196.000 flugferðir farnar um allan heim samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com en þess má geta að ekki koma allar flugvélar fram á þeirri síðu þar sem ekki allar flugvélar hafa þann búnað sem til þarf svo þær birtist á síðunni.

Flugumferðin í heiminum í gær var helmingi minni en í lok febrúar

Þann 16. mars var fjöldi flugferða dottinn niður í 157.000 flug og stefnir í að í dag, 23. mars, verði fjöldinn komin niður í 88.000 flugferðir sem er 55% af þeirri umferð sem var í gangi fyrir mánuði síðan.

Þann 20. mars voru til að mynda farnar 60.967 færri flugferðir samanborið við 20. mars í fyrra og þar af 37.449 færri áætlunarflug.

Eins og sjá má er mikill munur á Norður-Atlantshafsleiðunum í dag ef borið er saman við 26. ágúst í fyrra

Í dag hafði flugumferð meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna dregist saman um 38% og höfðu American Airlines, Delta Air Lines, Jetblue og Alaska Airlines aflýst yfir 5.000 flugferðum á mánudag.

Enn meiri fækkun á flugferðum er yfirvofandi þar sem mörg af stærstu flugfélögum heimsins eru í þann mund að leggja niður nánast allt áætlunarflug síðar í vikunni og þar á meðal Emirates sem mun leggja öllum Airbus A380 risaþotunum og Boeing 777 þotunum og þá var tilkynnt í dag að allt innanlandsflug á Indlandi verður bannað frá og með morgundeginum.

Samkvæmt fréttabréfi sem Alþjóðasömtök flugfélaganna (IATA) birti fyrir helgi kemur fram að 15 til 23% af öllum þeim störfum sem tengjast flugheiminum séu í húfi vegna áhrifa af COVID-19 en í dag er 65.500.000 manns sem starfa í fluginu um allan heim.  fréttir af handahófi

Norwegian fellir niður yfir 3.000 flugferðir

10. mars 2020

|

Norwegian hefur neyðst til þess að grípa til aðgerða vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og hefur félagið fellt niður yfir 3.000 flugferðir frá miðjum mars fram í miðjan júní.

Aeroflot gerir ekki ráð fyrir neinu millilandaflugi í sumar

17. apríl 2020

|

Aeroflot hefur ákveðið að fresta allri sölu á farmiðum í millilandaflugi fram í ágúst að minnsta kosti þar sem mikil óvissa ríkir um hvenær rússnesk stjórnvöld munu aflétta ferðabanni.

Flugturninum á Chicago Midway lokað vegna smits

18. mars 2020

|

Flugturninum á Midway-flugvellinum í Chicago hefur verið lokað tímabundið eftir að tveir tæknimenn í turninum greindust með kórónaveiruna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.