flugfréttir

Flugumferð í heiminum að þorna upp hægt og rólega

- Úr 196.000 flugferðum á dag niður í 88.000 flugferðir

23. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:44

Skjáskot af Flightradar24.com klukkan 19:42 í kvöld

Með hverjum degi sem líður hefur flugumferðin í heiminum dregist saman gríðarlega og fækkar um fleiri þúsundir flugferða á dag vegna þeirra áhrifa sem COVID-19 heimsfaraldurinn er að hafa á heiminn.

Töluverðan mun má sjá á því hversu færri flugvélar eru að fljúga yfir Atlantshafinu á milli Bandaríkjanna og Evrópu en þar sem áður voru fimm halarófur að þvera yfir Atlantshafið hverju sinni eftir Norður-Atlantshafsleiðunum NAT (North Atlantic Tracks) þá eru aðeins nokkur tugi flugvéla að fljúga yfir hafið þessa daganna hverju sinni.

Ef bornar eru saman skjámyndir af Flightradar24.com frá því nokkrum vikum síðan og í dag má hinsvegar sjá að venjulega sást varla í heimsálfurnar þar sem þær hafa oftast verið þaktar gulum flugvélum ef þysjað er út svo allur heimurinn sést á skjánum að undanskildum heimsskautasvæðunum, afskekktum óbyggðum og úthöfunum á suðurhveli jarðar.

Samanburður á öllum heiminum á Flightradar24.com í dag og þann 15. janúar fyrr á þessu ári

Í dag má hinsvegar sjá að margir „skallablettir“ eru farnir að myndast á Flightradar24 og sést nú í mörg landsvæði sem áður voru hulin flugvélum af öllum stærðum og gerðum sem voru að tengja saman þúsundir áfangastaða um allan heim.

Þar sem fjölmörg lönd í heiminum hafa lokað löndum og stöðvað af nánast allt áætlunarflug vegna
COVID-19 faraldursins hefur flugumferð minnkað það mikið að í dag eru um 6.000 flugvélar á hverju augnabliki sjáanlegar á Flightradar en undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera frá 12.000 - 16.000 flugvélar á Flightradar24 hverju sinni.

Fækkar um allt að 14.000 flug á hverjum degi

Þann 21. febrúar voru 196.000 flugferðir farnar um allan heim samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com en þess má geta að ekki koma allar flugvélar fram á þeirri síðu þar sem ekki allar flugvélar hafa þann búnað sem til þarf svo þær birtist á síðunni.

Flugumferðin í heiminum í gær var helmingi minni en í lok febrúar

Þann 16. mars var fjöldi flugferða dottinn niður í 157.000 flug og stefnir í að í dag, 23. mars, verði fjöldinn komin niður í 88.000 flugferðir sem er 55% af þeirri umferð sem var í gangi fyrir mánuði síðan.

Þann 20. mars voru til að mynda farnar 60.967 færri flugferðir samanborið við 20. mars í fyrra og þar af 37.449 færri áætlunarflug.

Eins og sjá má er mikill munur á Norður-Atlantshafsleiðunum í dag ef borið er saman við 26. ágúst í fyrra

Í dag hafði flugumferð meðal stærstu flugfélaga Bandaríkjanna dregist saman um 38% og höfðu American Airlines, Delta Air Lines, Jetblue og Alaska Airlines aflýst yfir 5.000 flugferðum á mánudag.

Enn meiri fækkun á flugferðum er yfirvofandi þar sem mörg af stærstu flugfélögum heimsins eru í þann mund að leggja niður nánast allt áætlunarflug síðar í vikunni og þar á meðal Emirates sem mun leggja öllum Airbus A380 risaþotunum og Boeing 777 þotunum og þá var tilkynnt í dag að allt innanlandsflug á Indlandi verður bannað frá og með morgundeginum.

Samkvæmt fréttabréfi sem Alþjóðasömtök flugfélaganna (IATA) birti fyrir helgi kemur fram að 15 til 23% af öllum þeim störfum sem tengjast flugheiminum séu í húfi vegna áhrifa af COVID-19 en í dag er 65.500.000 manns sem starfa í fluginu um allan heim.  fréttir af handahófi

Starfsmenn bæði hjá Boeing og Airbus greinast með COVID-19

13. mars 2020

|

Kórónaveirusmit hafa greinst meðal starfsmanna hjá báðum flugvélaframleiðendunum, Boeing og Airbus, en Boeing hefur staðfest að starfsmaður í verksmiðjunum í Everett hafi greinst jákvæður gagnvart CO

Hafa fundið aðskotahluti í annarri hverri MAX-flugvél

24. febrúar 2020

|

Talið er að vandamálið varðandi þá aðskotahluti sem fundust hafa í eldsneytistönkum á nýjum Boeing 737 MAX þotum sé alvarlegra en talið var í fyrstu.

SAS: „Eftirspurn eftir flugsætum er gott sem horfin“

16. mars 2020

|

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt að félagið muni leggja niður að mestu allt áætlunarflug félagsins frá og með deginum í dag, 16. mars, vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og einnig segja upp

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00