flugfréttir

Boeing stöðvar framleiðsluna

- Verksmiðjum í Everett verður lokað vegna neyðarástands í Washington

24. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:19

Frá verksmiðjunum í Renton þar sem Boeing 737 MAX voru framleiddar en hlé var gert á framleiðslu á þeim fyrr á þessu ári

Boeing hefur tilkynnt að öll framleiðsla á flugvélum á Seattle-svæðinu verður stöðvuð vegna neyðarástands sem lýst hefur verið yfir í Washington-fylki vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Í yfirlýsingu frá flugvélarisanum segir að búið er að draga stórlega úr allri starfsemi fyrirtækisins og frá og með morgundeginum, 25. apríl, munu verksmiðjurnar loka tímabundið.

Lokunin mun vara að minnsta kosti í 14 daga og verður tíminn á meðan nýttur í að sótthreinsa og djúphreinsa öll húsakynnin og undirbúa upphaf framleiðslunnar að nýju eftir að lokunin tekur enda.

Boeing hvetur þá starfsmenn sem geta unnið að heiman að gera slíkt áfram en þeir sem geta það ekki munu fá greidd laun áfram næstu 10 daga.

„Þetta eru nauðsynleg skref sem við verðum að taka til að vernda starfsfólk okkar og allt samfélagið sem við búum og störfum í. Við munum halda áfram að vera í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og við erum einnig í viðræðum við viðskiptavini okkar og birgja“, segir í yfirlýsingu frá Boeing.

Boeing hafði þegar hætt starfseminni í Renton þar sem Boeing 737 MAX þoturnar voru framleiddar en verksmiðjan í Everett, þar sem Boeing 787, Boeing 777 og Boeing 747-8 eru framleiddar, munu loka á morgun.

Fram kemur að verksmiðjurnar í Suður-Karólínu verði opnar áfram eins og er auk verksmiðja í Philadelphia og St. Louis þar sem þyrlur og herflugvélar eru framleiddar.

Washington-fylki hefur orðið sérstaklega illa fyrir barðinu á kórónaveirunni en þar hafa greinst 2.000 tilvik af COVID-19 og 95 hafa látist.  fréttir af handahófi

AirAsia endurskoðar pöntun í 480 þotur hjá Airbus

29. apríl 2020

|

Malasíska lágfargjaldafélagið AirAsia segir að verið sé að endurskoða pantanir sem félagið á inni hjá Airbus í nýjar farþegaþotur en flugfélagið á von á 480 nýjum þotum á næstu árum.

Allar þrjár flugtölvurnar biluðu samtímis í lendingu

6. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Taívan hafa farið fram á að flugfélög þar í landi, sem hafa Airbus A330 breiðþotuna í flota sínum, endurskoði verkferla er kemur að lendingum á blautum flugbrautum í mikilli rigni

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

  Nýjustu flugfréttirnar

Íslensk júmbó-þota fór með nefhjól út af flugbraut

14. júlí 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400F, sem skráð er með íslenskra skráningu, fór að hluta til út af flugbraut á Doncaster-flugvellinum í Sheffield á Englandi í dag.

Risatap Delta Air Lines samsvarar 547 milljörðum

14. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines tapaði um 547 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi ársins og er þetta eitt mesta tap í sögu félagsins sem er tilkomið vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Flugakademía Íslands stærsti flugskóli á Íslandi

14. júlí 2020

|

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins sem fengið hefur nafnið Flugakademía Íslands.

Fly Armenia nýtt flugfélag í Armeníu

14. júlí 2020

|

Á meðan mörg flugfélög eru að berjast við að halda velli og forða sér frá gjaldþroti þá er verið að stofna nýtt flugfélag í Ameníu sem fer að líta dagsins ljóss á næstunni.

Icelandair og airBaltic í samstarf

13. júlí 2020

|

Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa hafið samstarf með undirritun samstarfssamning um sameiginlega útgáfu á farmiðum.

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00