flugfréttir

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

- 8 klukkustunda flugtími með viðkomu í Keflavík

25. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

DHC-8 Q200 Dash 8 flugvél Air Greenland á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

Síðastliðinn föstudag, þann 20. mars, var lokað fyrir allt farþegaflug til og frá Grænlandi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins fram til 4. apríl og er í augnablikinu ekki boðið upp á hefðbundið farþegaflug á milli Íslands og Grænlands.

Þrátt fyrir það hefur félagið haldið áfram að fljúga milli Grænlands og Danmerkur til þess að fljúga með birgðir, vörur, varahluti, lyf og læknabirgðir auk þess sem félagið hefur flogið starfsfólki í heilbrigðisgeiranum til Grænlands. Þá hefur sýnum einnig verið flogið til Danmerkur vegna kórónaveirunnar þar sem þau fara þar í greiningu.

Þar sem það er of dýrt að fljúga COVID-19 sýnum til Danmerkur með stærri þotu á borð við Airbus A330 þá hefur félagið ákveðið að nota Dash 8 Q200 flugvélarnar í það flug með hærri tíðni á meðan A330 breiðþotan flýgur með stærri frakt til Danmerkur.

DHC-8 flugvél félagsins í lendingu á flugvellinum í Nuuk

Air Greenland segir að félagið sé að fljúga þrisvar í viku milli Grænlands og Danmerkur með Dash 8 vélunum með viðkomu á Íslandi og er flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá Nuuk til Kaupmannahafnar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Á sama tíma flýgur félagið Airbus A330 þotu frá Hifly tvisvar í viku beint flug á þriðjudögum og fimmtudögum frá Kangerlussuaq til Kaupmannahafnar en A330 þotan sem er í eigu félagsins hefur verið í viðhaldsskoðun í Kaupmannahöfn frá því í febrúar.

Flugtíminn með DHC-8 Dash 8 flugvélunum frá Nuuk til Kaupmannahafnar eru um 8 klukkustundir ásamt viðkomunni í Keflavík en þær Dash 8 vélar sem félagið er að nota í það flug eru
OY-GRP og OY-GRO sem koma með viðbótareldsneytistönkum sem þýðir að þær geta flogið allt að tvisvar sinnum lengri vegalengd en hefðbundin útgáfa af DHC-8 vélunum.

Farþegar geta ekki bókað flug með þessum vélum þar sem eingöngu starfsfólk með leyfi frá yfirvöldum til þess að ferðast á milli Grænlands og Danmerkur hefur heimild til þess.

Þrátt fyrir þetta eru flugvellir á Grænlandi ekki lokaðir en flugvélar í ferjuflugi og einkaflugvélar hafa verið að fljúga yfir Atlantshafið með viðkomu á Grænlandi og hafa þeir flugmenn geta fengið vistir, mat og eldsneyti án þess að vera í beinum samskiptum við starfsmenn Mittarfeqarfiit, sem er fyrirtækið sem sér um rekstur flugvallanna á Grænlandi, til þess að koma í veg fyrir að bera smit til Grænlands.  fréttir af handahófi

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Flugþjónn féll frá borði á þotu hjá Finnair

20. janúar 2020

|

Flugþjónn hjá flugfélaginu Finnair slasaðist er hann féll frá borði á farþegaþotu á flugvellinum í Helsinki á dögunum.

Gleymdi að setja hjólin niður í þjálfun á King Air

19. febrúar 2020

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) gaf út skýrslu á dögunum varðandi atvik sem átti sér stað er flugmaður gleymdi að setja niður hjólin er hann var í undirbúningi fyrir tegundarpróf

  Nýjustu flugfréttirnar

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

3. apríl 2020

|

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

3. apríl 2020

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélafram

Faðir vænglinganna er látinn - Sagan á bakvið „winglets“

2. apríl 2020

|

Joe Clark, sem þekktastur er fyrir að vera brautryðjandi í hönnun og framleiðslu á vænglingum sem finna má á vængendum á fjölmörgum flugvélum í dag, bæði farþegaþotum og á einkaþotum, er látinn, 78 á

Emirates mun hefja takmarkað flug að nýju eftir helgi

2. apríl 2020

|

Emirates ætlar að hefja áætlunarflug að nýju í farþegaflugi á mánudaginn eftir helgi, þann 6. apríl, en félagið mun byrja mjög smátt og verður til að byrja með aðeins flogið til einstakra áfangastaða

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

2. apríl 2020

|

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Loganair breytir tveimur Twin Otterum í sjúkraflugvélar

2. apríl 2020

|

Skoska flugfélagið Loganair mun frá og með morgundeginum byrja að fljúga sjúkraflug í fyrsta sinn í þeim tilgangi að flytja farþega undir læknishendur sem hafa smitast af kórónaveirunni.

Sagt að Condor verði ríkisvætt

1. apríl 2020

|

Óstaðfestar heimildir herma að ríkisstjórn Þýskalands ætli sér að ríkisvæða flugfélagið Condor og taka yfir rekstur þess eftir að viðræður félagsins við LOT Polish Airlines fóru út um þúfur en pólska

Yfirlýsing frá Isavia vegna fréttatilkynningar frá Sameyki

1. apríl 2020

|

Vegna fréttatilkynningar sem stjórn Sameykis stéttarfélags sendi frá sér í gær, 31. mars, vill Isavia ítreka að uppsagnirnar sem félagið varð nauðsynlega að fara í um þessi mánaðamót eru vegna áhrifa

Þotu snúið við eftir að hlaðmenn greindust með COVID-19

1. apríl 2020

|

Farþegaþotu frá Qantas var snúið við í gær eftir að í ljós kom að niðurstöður úr skimun leiddi í ljós að sex hlaðmenn á flugvellinum í Sydney greindust með kórónaveiruna.

Emirates mun fá fjárhagsaðstoð frá Dubai

1. apríl 2020

|

Krónprinsinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Sheikh Hamdan bin Mohammed bin Rashid Al Maktoum, hefur gefið í skyn að ríkisstjórn landsins ætli að setja aukið fé inn í rekstur flugfélagsins Emirat

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00