flugfréttir

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

- 8 klukkustunda flugtími með viðkomu í Keflavík

25. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

DHC-8 Q200 Dash 8 flugvél Air Greenland á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

Síðastliðinn föstudag, þann 20. mars, var lokað fyrir allt farþegaflug til og frá Grænlandi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins fram til 4. apríl og er í augnablikinu ekki boðið upp á hefðbundið farþegaflug á milli Íslands og Grænlands.

Þrátt fyrir það hefur félagið haldið áfram að fljúga milli Grænlands og Danmerkur til þess að fljúga með birgðir, vörur, varahluti, lyf og læknabirgðir auk þess sem félagið hefur flogið starfsfólki í heilbrigðisgeiranum til Grænlands. Þá hefur sýnum einnig verið flogið til Danmerkur vegna kórónaveirunnar þar sem þau fara þar í greiningu.

Þar sem það er of dýrt að fljúga COVID-19 sýnum til Danmerkur með stærri þotu á borð við Airbus A330 þá hefur félagið ákveðið að nota Dash 8 Q200 flugvélarnar í það flug með hærri tíðni á meðan A330 breiðþotan flýgur með stærri frakt til Danmerkur.

DHC-8 flugvél félagsins í lendingu á flugvellinum í Nuuk

Air Greenland segir að félagið sé að fljúga þrisvar í viku milli Grænlands og Danmerkur með Dash 8 vélunum með viðkomu á Íslandi og er flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá Nuuk til Kaupmannahafnar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Á sama tíma flýgur félagið Airbus A330 þotu frá Hifly tvisvar í viku beint flug á þriðjudögum og fimmtudögum frá Kangerlussuaq til Kaupmannahafnar en A330 þotan sem er í eigu félagsins hefur verið í viðhaldsskoðun í Kaupmannahöfn frá því í febrúar.

Flugtíminn með DHC-8 Dash 8 flugvélunum frá Nuuk til Kaupmannahafnar eru um 8 klukkustundir ásamt viðkomunni í Keflavík en þær Dash 8 vélar sem félagið er að nota í það flug eru
OY-GRP og OY-GRO sem koma með viðbótareldsneytistönkum sem þýðir að þær geta flogið allt að tvisvar sinnum lengri vegalengd en hefðbundin útgáfa af DHC-8 vélunum.

Farþegar geta ekki bókað flug með þessum vélum þar sem eingöngu starfsfólk með leyfi frá yfirvöldum til þess að ferðast á milli Grænlands og Danmerkur hefur heimild til þess.

Þrátt fyrir þetta eru flugvellir á Grænlandi ekki lokaðir en flugvélar í ferjuflugi og einkaflugvélar hafa verið að fljúga yfir Atlantshafið með viðkomu á Grænlandi og hafa þeir flugmenn geta fengið vistir, mat og eldsneyti án þess að vera í beinum samskiptum við starfsmenn Mittarfeqarfiit, sem er fyrirtækið sem sér um rekstur flugvallanna á Grænlandi, til þess að koma í veg fyrir að bera smit til Grænlands.  fréttir af handahófi

TAP Air Portugal aftur í eigu ríkisins

6. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Portúgal hefur tilkynnt um að flugfélagsins TAP Air Portugal verði ríkisvætt að nýju í þeim tilgangi að tryggja framtíð þess vegna kórónaveirufaraldursins.

ATR mun framleiða helmingi færri flugvélar

2. júlí 2020

|

Fransk-ítalski flugvélaframleiðandinn ATR ætlar að draga saman smíði nýrra flugvéla um helming auk þess sem yfir 200 starfsmönnum verður sagt upp á næstunni.

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

  Nýjustu flugfréttirnar

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

Nýtt flugfélag stefnir á að leigja yfir 20 Airbus-þotur

7. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag í Bandaríkjunum stefnir á að hefja áætlunarflug innan skamms og er undirbúningur þess í fullum gangi.

Tigerair Australia hættir starfsemi

7. ágúst 2020

|

Ástralska lágfargjaldafélagið Tigerair Australia hefur hætt starfsemi sinni en móðurfélag þess, Virgin Australia, tilkynnti sl. miðvikudag að ákvörðun hafi verið tekin um að binda endi á starfsemi fé

Boeing 747 rakst með þrjá hreyfla ofan í braut í lendingu

7. ágúst 2020

|

Júmbó-fraktþota af gerðinni Boeing 747-400 rakst með þrjá hreyfla ofan í flugbraut í lendingu á Pudong-flugvellinum í Shanghai á dögunum.

Þrjú þúsund milljarðar til bandarískra flugfélaga

6. ágúst 2020

|

Bandaríska þingið ætlar að afgreiða 25 milljarða dala björgunarpakka fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum sem þýðir að bandarísk flugfélög eiga von á styrk upp á yfir 3.390 milljarða króna svo hægt sé

Helmingur farþega sótti farangur við neyðarrýmingu

6. ágúst 2020

|

Tafir urðu á því að hægt var að rýma farþegaþotu á Stansted-flugvellinum í London í fyrra er upp kom neyðarástand vegna fjölda farþega sem eyddu tíma í að sækja handfarangur sinn.

Lufthansa Group mun taka yfir 60 flugvélar úr flotanum

6. ágúst 2020

|

Lufthansa Group hefur tilkynnt afkomu sína eftir annan ársfjórðung þessa ársins og kemur fram að taprekstur félagsins nam 2 milljörðum Bandaríkjadala sem samsvarar 271 milljarði króna.

Virgin Atlantic sækir um gjaldþrotavernd

5. ágúst 2020

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðun fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum en fram kemur að rekstarfé flugfélagsins mun að öðru leyti verða

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00