flugfréttir

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

- 8 klukkustunda flugtími með viðkomu í Keflavík

25. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

DHC-8 Q200 Dash 8 flugvél Air Greenland á flugvellinum í Kaupmannahöfn í gær

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

Síðastliðinn föstudag, þann 20. mars, var lokað fyrir allt farþegaflug til og frá Grænlandi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins fram til 4. apríl og er í augnablikinu ekki boðið upp á hefðbundið farþegaflug á milli Íslands og Grænlands.

Þrátt fyrir það hefur félagið haldið áfram að fljúga milli Grænlands og Danmerkur til þess að fljúga með birgðir, vörur, varahluti, lyf og læknabirgðir auk þess sem félagið hefur flogið starfsfólki í heilbrigðisgeiranum til Grænlands. Þá hefur sýnum einnig verið flogið til Danmerkur vegna kórónaveirunnar þar sem þau fara þar í greiningu.

Þar sem það er of dýrt að fljúga COVID-19 sýnum til Danmerkur með stærri þotu á borð við Airbus A330 þá hefur félagið ákveðið að nota Dash 8 Q200 flugvélarnar í það flug með hærri tíðni á meðan A330 breiðþotan flýgur með stærri frakt til Danmerkur.

DHC-8 flugvél félagsins í lendingu á flugvellinum í Nuuk

Air Greenland segir að félagið sé að fljúga þrisvar í viku milli Grænlands og Danmerkur með Dash 8 vélunum með viðkomu á Íslandi og er flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá Nuuk til Kaupmannahafnar með millilendingu á Keflavíkurflugvelli.

Á sama tíma flýgur félagið Airbus A330 þotu frá Hifly tvisvar í viku beint flug á þriðjudögum og fimmtudögum frá Kangerlussuaq til Kaupmannahafnar en A330 þotan sem er í eigu félagsins hefur verið í viðhaldsskoðun í Kaupmannahöfn frá því í febrúar.

Flugtíminn með DHC-8 Dash 8 flugvélunum frá Nuuk til Kaupmannahafnar eru um 8 klukkustundir ásamt viðkomunni í Keflavík en þær Dash 8 vélar sem félagið er að nota í það flug eru
OY-GRP og OY-GRO sem koma með viðbótareldsneytistönkum sem þýðir að þær geta flogið allt að tvisvar sinnum lengri vegalengd en hefðbundin útgáfa af DHC-8 vélunum.

Farþegar geta ekki bókað flug með þessum vélum þar sem eingöngu starfsfólk með leyfi frá yfirvöldum til þess að ferðast á milli Grænlands og Danmerkur hefur heimild til þess.

Þrátt fyrir þetta eru flugvellir á Grænlandi ekki lokaðir en flugvélar í ferjuflugi og einkaflugvélar hafa verið að fljúga yfir Atlantshafið með viðkomu á Grænlandi og hafa þeir flugmenn geta fengið vistir, mat og eldsneyti án þess að vera í beinum samskiptum við starfsmenn Mittarfeqarfiit, sem er fyrirtækið sem sér um rekstur flugvallanna á Grænlandi, til þess að koma í veg fyrir að bera smit til Grænlands.  fréttir af handahófi

Ríkisflugfélag Ekvador tekið til gjaldþrotaskipta

19. maí 2020

|

Ríkisstjórn Ekvadors hefur ákveðið að binda endi á rekstur ríkisflugfélagsins TAME sem verður að öllum líkindum tekið til gjaldþrotaskipta.

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

  Nýjustu flugfréttirnar

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.