flugfréttir
Flugumferð hættir að dragast saman í bili
- Dýfan réttir úr sér í 95.000 flugferðum á dag í stað 190.000 flugferða

Að jafnaði voru frá 160.000 til 190.000 flug um allan heim fyrstu vikurnar í mars en í dag hefur þeim fækkað niður í 95.000 á dagz
Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsingar á Flightradar24.com.
í febrúarmánuði voru að meðaltali um 173.000 flugferðir á Flightradar24 á sólarhring og
fyrstu dagana í mars voru allt frá 160.000 til 196.000 flug sem áttu sér stað í heiminum á sólarhring.
Um miðjan mánuðin fór flugumferðin hinsvegar að taka skarpa dýfu niður á við í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins
og fækkaði flugferðum um allt að 15.000 á dag og fór fjöldinn niður fyrir 100.000 flug á dag þann 22. mars sl. (síðasliðinn sunnudag).
Frá og með mánudeginum hefur dýfan hinsvegar rétt úr sér og hafa verið um 95.000 flug skráð
á Flightradar daglega í vikunni og má því áætla að um helmingi færri flugvélar séu í loftinu í heiminum
miðað við það sem var áður en heimsfaraldurinn hófst.
Þess má geta að um helmingurinn af þessum flugferðum eru áælunarflug þar sem verið er að fljúga með
farþega eða frakt á móti einka- og almannaflugi og öðrum tegundum af flugferðum.


2. janúar 2021
|
Boeing afhenti þrjár fraktþotur af gerðinni Boeing 777F á einu bretti til Qatar Airways um áramótin.

23. nóvember 2020
|
Delta Air Lines á nú í viðræðum við Boeing um mögulega pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en Ed Bastian, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að Delta sé að spá meðal annars í þeim óseldum 737 MAX þotum

3. nóvember 2020
|
Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Danmörku sem nefnist Airseven en félagið stefnir á að hefja leiguflug fyrir lok ársins.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.