flugfréttir
Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum
- Air Ambulance Service á Írlandi hættir sjúkraflugi í skugga COVID-19

Sjúkraþyrla á vegum Irish Community Rapid Response
Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefur verið með eingönu með frjálsum framlögum og góðgerðaraðstoð.
Ástæðan yfir því að fyrirtækið mun hætta starfsemi sinni er sögð vera vegna skorts
á fjármagni og framlögum en félagið var rekið af írsku bráðaþjónustunni og með starfsfólki
sem kom frá National Ambulance Service.
Air Ambulance Service sinnti alls 351 sjúkraflugi á þeim 8 mánuðum sem fyrirtækið
var starfrækt en félagið flaug sjúkraflug með þyrlu af gerðinni AgustaWestland A109E.
Ruth Bruton, rekstarstjóri félagsins, segir að stjórnin sé miður sín að starfsemin sé
að leggjast af og þá sérstaklega á tímum COVID-19 þar sem aldrei áður hefur verið
eins mikilvægt að sinna sjúkraflugi þegar fremsta víglína heilsbrigðisstarfsfólk þarf á öllum
kröftum að halda.

Air Ambulance Service var stofnað í júlí sl. sumar
Bruton þakkar öllum þeim sem lögðu starfseminni lið á þeim átta mánuðum sem fyrirtækið
sinnti sjúkraflugi - „Við hefðum ekki getað gert þetta án allra þeirra sem lögðu hönd á plóg
og létu fé af hendi rakna til að fjármagna starfsemina“, segir Bruton.
Írska bráðaþjónustan hafði þegar gripið til niðurskurðaaðgerða er kemur að sjúkraflugi
til að tryggja áframhaldandi rekstur er snýr að því álagi sem skapast hefur vegna COVID-19 tilfella.
Bráðþjónustan hefur sótt um opinbera aðstoð frá írsku ríkisstjórninni til þess að glíma
við heimsfaraldurinn en enn hefur ekki komið svar frá írska ríkinu varðandi aðskilið
fjármagn er kemur að sjúkraflugi þar sem önnur tilfelli á borð við hjartaáföll, slys, umferðaróhöpp
og lífsnauðsynlegar skurðaðgerðir halda áfram að eiga sér stað þrátt fyrir faraldurinn.
„Stjórn ICRR (Irish Community Rapid Response) þykir mjög leitt að þurfa að hætta starfsemi sinni
og draga sig úr fremstu línu á meðan núverandi ástand geisar“, segir að lokum í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Vefsíða írsku bráðaþjónustunna:


29. október 2020
|
Lufthansa verður fyrsta flugfélagið til að fljúga áætlunarflug til hins nýja Brandenburg-flugvallar í Berlín auk easyJet þegar flugvöllurinn opnar og verður formlega tekinn í notkun næstkomandi lauga

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

23. nóvember 2020
|
Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) gerir ráð fyrir því að aflétta flugbanni af Boeing 737 MAX þotunum í Evrópu í janúar eftir áramót.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.