flugfréttir
Flugvél í sjúkraflugi fórst í flugtaki í Manila

Flugvélin sem fórst (RP-C5880) var af gerðinni IAI 1124A Westwind II
Enginn komst lífs af er flugvél af gerðinni IAI 1124A Westwind II fórst í flugtaki í morgun frá flugvellinum í Manila á Filippseyjum en fram kemur að flugvélin hafi orðið alelda í flugtakinu og sprungið skömmu eftir að hún hóf sig á loft.
Flugvélin var á leið til Haneda-flugvallarins í Tókýó með birgðir og hjálpargögn
og voru um borð tveir flugmenn, einn áhafnarmeðlimur, einn sjúklingur, einn sjúkraliði, einn læknir og einn
heilbrigðisstarfsmaður.
Flugvélin, sem var 39 ára gömul, smíðuð árið 1981, var í eigu leiguflugfélagsins Lionair Inc. á Filippseyjum en
indónesíska flugfélagið Lion Air hefur gefið út tilkynningu þar sem tekið er skýrt fram að flugvélin hafi ekki verið á vegum
þess flugfélagsins.
Orsök slyssins eru ókunn en rannsókn á því er hafin. Veður var gott er slysið átti sér stað, hægur vindur, léttskýjað og um 30 stiga hiti.


15. desember 2020
|
Flugfélög eru vöruð við því að fara sérstaklega varlega þegar kemur að því að koma flugvélum aftur í loftið sem hafa verið í geymslu vegna heimsfaraldursins og eru mestar áhyggjurnar er varðar hæfni

2. desember 2020
|
Stjórnvöld í Japan ætla tímabundið að lækka skatta og álögur á flugvélaeldsneyti um allt að 80% til þess að styðja við bakið á japönskum flugfélögum í heimsfaraldrinum.

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.