flugfréttir

Segir að EasyJet hafi ekki efni á fleiri nýjum þotum

- Stelios Haji-loannou krefst þess að samið verði við Airbus um færri þotur

30. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 17:23

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að láta reka stjórnarmeðlimi úr stjórn félagsins ef þeir draga ekki úr skuldbindingum félagsins sem gerðar hafa verið við Airbus um kaup á nýjum farþegaþotum í ljósi breyttra aðstæðna.

Haji-loannou hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að eastJet sé með of stóra pöntun inni hjá Airbus og yfir stefnu félagsins til aukinna umsvifa sem hann telur að séu of mikil miðað við hvernig markaðurinn er og telur stofnandinn að EasyJet hafi ekki efni á því að taka við öllum þessum flugvélafjölda.

Stelios hótar því að láta reka þá aðila sem eiga sæti í stjórn félagsins og grípa til aðgerða þangað til að nefndin er farin að „ná sönsum“ og sjá alvarleika stöðunnar.

Stelios vill að stjórn félagsins notfæri sér tækifærið og tímann á meðan COVID-19 faraldurinn geisar og hefji viðræður við Airbus um að endurskoða þær pantanir sem félagið á inni og fari fram á að breyta pöntuninni með því að fækka þeim þotum sem pantaðar hafa verið.

Airbus-þotur EasyJet á Tegel-flugvellinum í Berlín

Stofnandi félagsins hefur gefið Andreas Bierwirth, forstjóra easyJet, frest fram til 1. apríl til þess að ræða við Airbus varðandi hugmynd hans en eins og staðan er í dag þá á easyJet von á að fá 107 þotur afhentar á næstu árum af gerðinni Airbus A320neo og A321neo.

Stelios segir að sá fjöldi flugvéla sem félagið á eftir að fá afhentar sé allt of mikill fjöldi og munu margar af þeim sennilega „bíða á jörðu niðri eða fljúga farþegum með tapi“.

Easyjet hefur tilkynnt að þrátt fyrir COVID-19 heimsfaraldurinn að þá sé fjárhagsstaða félagsins mjög sterk þar sem félagið hefur lausafé upp á 280 milljarða króna auk lánsvilyrðis upp á 87 milljarða króna.  fréttir af handahófi

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Hækka leigugjöld fyrir tvo svifflugklúbba um 550 prósent

9. mars 2020

|

Tveir elstu og sögufrægustu svifflugsklúbbarnir í Sydney í Ástralíu segja að mögulega stefni í að klúbbarnir neyðist til þess að hætta eftir 80 ára starfsemi þar sem að flugvallarfyrirtækið og eigand

Airbus stöðvar framleiðslu tímabundið í Alabama

6. apríl 2020

|

Airbus mun stöðva framleiðslu á farþegaþotum tímabundið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum vegna COVID-19 en þar hafa verið framleiddar þotur af gerðinni Airbus A220 og A320.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00