flugfréttir

Heathrow verður fraktmiðstöð fyrir sjúkrabirgðir og lyf

- Fraktflug með birgðir vegna COVID-19 mun hafa forgang um völlinn

31. mars 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:40

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Heathrow-flugvöllurinn í London verður gerður að lyfja- og sjúkrabirgðamiðstöð meðan á COVID-19 heimsfaraldrinum stendur.

Stjórn Heathrow er að aðlaga starfsemi flugvallarins að nýjum og breyttum tímum og mun allt fraktflug hafa forgang sé um að ræða flugvélar sem eru að flytja sjúkrabirgðir, hjálpargögn, heilbrigðisvörur, lyf og aðrar sambærilegar vörur til Bretlands.

Næstum helmingur af öllum lyfjum, læknagögnum, tækjum, bóluefnum og sótthreinsunarefnum sem fer um Bretland mun fara á næstunni um Heathrow-flugvöll.

Þetta er í fyrsta sinn í marga áratugi sem Heathrow-flugvöllur mun geta tekið við aukinni flugumferð umfram það sem flugáætlun vallarins segir til um en flugumferð um þennan stærsta flugvöll Evrópu hefur hrunið niður sl. daga og vikur vegna faraldursins líkt og annars staðar í heiminum.

Terminal 4 flugstöðin á Heatrhow sl. sunnudag

34 prósent af öllum innfluttum varningi til Bretlands kemur með flugi um Heathrow-flugvöll en 95 prósent af því er flutt í fraktrými um borð í farþegaþotum. Þar sem flest flugfélög hafa ýmist hætt að fljúga með farþega til Heathrow eða skorið verulega niður tíðni ferða hefur stjórn Heathrow hvatt fraktflugfélög að fljúga til vallarins með lyf og annað tilheyrandi í baráttunni við COVID-19.

Lyf hafa hingað til verið flutt í miklu mæli í gegnum Heathrow-flugvöll en árið 2019 var flogið með 12 þúsund tonn af vörum tengdum lækningum um flugvöllinn á borð við lyf, sápur, sprautur, tæki og önnur gögn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Heathrow-flugvöllur er gerður að miðstöð vegna heimsástands en í seinni heimstyrjöldinni þjónaði Heathrow-flugvöllur lykilhlutverki á stríðstímum þar sem flugvélar lentu á flugvellinum með herlið og hernaðargögn áður en flugvöllurinn fór að þjóna farþegaflugi.  fréttir af handahófi

Stofnandi easyJet hótar að láta reka framkvæmdarstjórann

21. apríl 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að reka Johan Lundgren, framkvæmdarstjóra félagsins, þar sem hann hefur ekki orðið við ósk stofnandans um að hætta algjörlega við pöntun sem félagið

Sækja um flugrekstarleyfi í Furstadæmunum

9. mars 2020

|

Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur formlega sótt um flugrekstarleyfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum fyrir nýju dótturflugfélagi sem verður með höfuðstöðvar þar í landi.

Boeing gæti þurft að segja upp 10 prósent af starfsmönnum

10. apríl 2020

|

Boeing gerir ráð fyrir að segja upp allt að 16.000 manns sem samsvarar 10 prósent af vinnuafli í verksmiðjunum en flestar uppsagnir verða í framleiðslu á farþegaþotum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00