flugfréttir
Lítið skoskt flugfélag flýgur í fyrsta sinn á Heathrow
- Fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair sem félagið lendir á Heathrow

ATR 42-500 flugvél Loganair við Terminal 5 flugstöðina á Heathrow-flugvelli
Í fyrsta skipti í 58 ára sögu Loganair flaug flugfélagið skoska á Heathrow-flugvöllinn í London en félagið hefur vanalega flogið um London City flugvöllinn en þeim flugvelli hefur verið lokað tímabundið vegna COVID-19.
Loganair flaug til Heathrow-flugvallarins á dögunum frá eyjunni Mön en þar sem að flugumferð hefur verulega dregist saman
um Heathrow-flugvöll er í dag nægt pláss á flugvellinum sem að öðru leyti er þéttsetinn af lendingum og brottförum
frá morgni fram á kvöld.
Flugvélin fékk landgang við Terminal 5 flugstöðina sem er stærsta flugstöðin á Heathrow en flugstöðin verður nýtt heimili
Loganair næsta mánuðinn á meðan London City er lokaður.
Á meðan flest flugfélög og jafnvel félög á borð við easyJet hafa hætt öllu áætlunarflugi þá hefur Loganair haldið
áfram að sinna farþegaflugi frá Glasgow til Barra, Benbecula, Cambeltown, Islay, Stornoway og Tiree og þá hefur
félagið einnig flogið milli Aberdeen, Manchester og Norwich.


9. janúar 2021
|
Leit stendur yfir að farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-500 sem hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá borginni Jakarta í Indónesíu í morgun.

17. nóvember 2020
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi eru nú að rannsaka hegðun tveggja flugmanna sem ákváðu að bregða á það ráð að fljúga af áætlaðri flugleið í miðju áætlunarflugi á milli tveggja borga í Rússlandi þann 11.

24. nóvember 2020
|
Því hefur stundum verið haldið fram að flugmenn geta verið soldið frábrugðnir öðru fólki og sér á parti enda ekki öllum sem dettur í hug að stíga upp í farartæki og stjórna því í háloftunum.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.