flugfréttir

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

- Spá IATA um að flugumferðin verði sú sama strax í haust hefur breyst

1. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:34

Mögulega verður það ekki fyrr en um næstu áramót og jafnvel eftir áramótin sem við gætum séð sömu flugumferð og var áður en heimsfaraldurinn byrjaði

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

IATA hafði spáð því að flugumferðin í heiminum myndi taka við sér seinnipartinn í sumar og verða aftur jafnmikil og hún var fyrir tíma kórónuveirunnar næsta haust og ná sömu hæðum um áramótin og þá var jafnvél séð fram á að áframhaldandi vöxtur fyrir sumarið 2021 myndi næstum tvöfaldast miðað við þá sumartrafík sem gert var ráð fyrir á þessu ári.

Á kynningarfundi sem fram fór í gærmorgun kynnti Brian Pearce, aðalhagfræðingur IATA, nýja og uppfærða spá og lítur hún allt öðruvísi út en seinasta spá sem kynnt var.

Hin „V-laga“ uppsveifla sem var í línuritinu seinast, sem sýnir snöggan vöxt á ný í flugumferðinni, er ekki lengur inn í myndinni og er talið að hvert land og hvert svæði heimsins gæti þurft töluverðan langan tíma til að taka við sér að nýju og markaðurinn gæti orðið lengur að koma til baka.

Svona leit spáin út sem IATA gerði í byrjun mars og má sjá hvar gert var ráð fyrir snarpri uppsveiflu í haust en sú spá hefur breyst

Talið er að teljandi uppsveifla á ný í fluginu muni ekki eiga sér stað fyrr en á fjórða ársfjórðungi þessa árs þegar líða fer að jólum í fyrsta lagi og mögulega gæti það dregist fram yfir næstu áramót að við sjáum sömu flugumferð og var áður en útbreiðsla veirunnar hófst.

Þá gerir IATA ráð fyrir að einhver fjöldi flugfélaga eigi eftir að verða gjaldþrota og hætta rekstri og þá sérstaklega þau flugfélög sem fá ekki opinbera aðstoð með þeim afleiðingum að tveggja mánaða rekstarfé verður uppurið áður faraldurinn er á enda.

Alexandre de Junaic, formaður IATA, segir að það bjarta ljós sem er hinumegin við göngin í öllu þessu saman sé að svo virðist vera sem að ríkisstjórnir í mörgum löndum eru reiðubúin að veita flugfélögum landa sinna aðstoð og tryggja rekstur þeirra í gegnum þessa erfiðu tíma.

Brian Pearce, aðalhagfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA)

Jafnvel eftir að heimsfaraldurinn verður yfirstaðinn þá tekur við „bataferlið“ og er von á því að hvert land muni fara sínar leiðir til að aflétta útböngubanni og skorðum á ferðalögum en slíkt gæti leitt til glundroða og óvissu og mun það valda farþegum ruglingi ef lönd eru ekki samstíga.

De Juniac segir að lykilatriði í að ná flugumferðinni fljótt í sama horf sé að lönd og þjóðir heimsins séu samstíga í þeim aðgerðum sem gripið verður til þegar kemur að því að færa allt í sama horf og það var.

Copa Airlines hefur líkt og flest önnur flugfélög í heiminum lagt sínum þotum  fréttir af handahófi

Fór í loftið með rangar upplýsingar í flugtölvu á LHR

12. mars 2020

|

Talið er að tímapressa hafi valdið því að flugmenn á Airbus A319 farþegaþotu frá British Airways fóru í loftið með rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtölvu vélarinnar á Heathrow-flugvellinum í o

Airbus sagt vera að íhuga A350 fraktþotu

7. mars 2020

|

Airbus er að skoða þann möguleika á því að hefja framleiðslu á fraktútgáfu af Airbus A350 breiðþotunni og væri þá mögulega um að ræða A350-1000F.

Íslenskt fyrirtæki hlýtur vottun í flugþjónustu

20. mars 2020

|

Íslenska fyrirtækið Aero Design Global hlaut á dögunum svokallaða „Design Organization Approval “(DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) en með leyfisveitingunni er fyrirtækið það

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00