flugfréttir

Flugið mun sennilega ekki ná sér á strik fyrr en í byrjun 2021

- Spá IATA um að flugumferðin verði sú sama strax í haust hefur breyst

1. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:34

Mögulega verður það ekki fyrr en um næstu áramót og jafnvel eftir áramótin sem við gætum séð sömu flugumferð og var áður en heimsfaraldurinn byrjaði

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) sjá ekki fram á að farþegaflug í heiminum eigi eftir að komast aftur á sama stig og það var fyrir COVID-19 fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun ársins 2021.

IATA hafði spáð því að flugumferðin í heiminum myndi taka við sér seinnipartinn í sumar og verða aftur jafnmikil og hún var fyrir tíma kórónuveirunnar næsta haust og ná sömu hæðum um áramótin og þá var jafnvél séð fram á að áframhaldandi vöxtur fyrir sumarið 2021 myndi næstum tvöfaldast miðað við þá sumartrafík sem gert var ráð fyrir á þessu ári.

Á kynningarfundi sem fram fór í gærmorgun kynnti Brian Pearce, aðalhagfræðingur IATA, nýja og uppfærða spá og lítur hún allt öðruvísi út en seinasta spá sem kynnt var.

Hin „V-laga“ uppsveifla sem var í línuritinu seinast, sem sýnir snöggan vöxt á ný í flugumferðinni, er ekki lengur inn í myndinni og er talið að hvert land og hvert svæði heimsins gæti þurft töluverðan langan tíma til að taka við sér að nýju og markaðurinn gæti orðið lengur að koma til baka.

Svona leit spáin út sem IATA gerði í byrjun mars og má sjá hvar gert var ráð fyrir snarpri uppsveiflu í haust en sú spá hefur breyst

Talið er að teljandi uppsveifla á ný í fluginu muni ekki eiga sér stað fyrr en á fjórða ársfjórðungi þessa árs þegar líða fer að jólum í fyrsta lagi og mögulega gæti það dregist fram yfir næstu áramót að við sjáum sömu flugumferð og var áður en útbreiðsla veirunnar hófst.

Þá gerir IATA ráð fyrir að einhver fjöldi flugfélaga eigi eftir að verða gjaldþrota og hætta rekstri og þá sérstaklega þau flugfélög sem fá ekki opinbera aðstoð með þeim afleiðingum að tveggja mánaða rekstarfé verður uppurið áður faraldurinn er á enda.

Alexandre de Junaic, formaður IATA, segir að það bjarta ljós sem er hinumegin við göngin í öllu þessu saman sé að svo virðist vera sem að ríkisstjórnir í mörgum löndum eru reiðubúin að veita flugfélögum landa sinna aðstoð og tryggja rekstur þeirra í gegnum þessa erfiðu tíma.

Brian Pearce, aðalhagfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA)

Jafnvel eftir að heimsfaraldurinn verður yfirstaðinn þá tekur við „bataferlið“ og er von á því að hvert land muni fara sínar leiðir til að aflétta útböngubanni og skorðum á ferðalögum en slíkt gæti leitt til glundroða og óvissu og mun það valda farþegum ruglingi ef lönd eru ekki samstíga.

De Juniac segir að lykilatriði í að ná flugumferðinni fljótt í sama horf sé að lönd og þjóðir heimsins séu samstíga í þeim aðgerðum sem gripið verður til þegar kemur að því að færa allt í sama horf og það var.

Copa Airlines hefur líkt og flest önnur flugfélög í heiminum lagt sínum þotum







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga