flugfréttir

Segja að Brussels Airlines sé á barmi gjaldþrots

- Flugfélagið blæs á þær sögusagnir

2. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:18

Farþegaþotur Brussels Airlines í geymslu á flugvellinum í Brussel í Belgíu

Belgíska flugfélagið Brussels Airlines blæs á þær sögusagnir sem ganga um að flugfélagið sé að verða gjaldþrota.

Það var belgíska fréttastöðin LN24 sem greindi frá því að Brussels Airlines væri „tæknilega gjaldþrota“ sem er byggt á frásögn frá sérfræðingum sem telja sig hafa heimildir fyrir því að félagið sé í mikilli hættu á að verða gjaldþrota þar sem félagið mun ekki fá neitt fé frá móðurfélaginu Lufthansa Group þar sem Lufthansa er sjálft í miklum rekstarerfiðleikum.

Brussels Airlines segir þær sögusagnir vera ósannar en tekur fram samt sem áður að viðræður séu í gangi um að fá opinbera aðstoð frá ríkisstjórn Belgíu líkt og mörg önnur flugfélög.

Flugfélagið hefur gripið til hertra aðgerða til þess að ná niður rekstarkostnaði í þeim tilgangi að spara fé og hófust þær aðgerðir mjög snemma þegar ástandið kom upp með útbreiðslu kórónuveirunnar.

Brussels Airlines hefur unnið eftir viðsnúningsáætlun sem nefnist „Reboot“ áætlunin sem miðar af því að félagið fari að skila inn hagnaði árið 2022.

Dieter Vranckx, framkvæmdarstjóri Brussels Airlines, greindi frá því fyrir tveimur vikum síðan að félagið myndi ná að þrauka í gegnum COVID-19 heimsfaraldurinn.

Brussels Airlines hefur beðið belgísku ríkisstjórnina um stuðning upp á 31 milljarð króna en talið er að önnur flugfélög og fyrirtæki í fluginu í Belgíu á borð við TUI fly Belgium, Air Belgium, Sabena Aerospace, Aviapartner og Swissport eigi einnig eftir að fara fram á opinbera aðstoð.  fréttir af handahófi

Sumaráætlun KLM aðeins 10﹪ af því sem áætlað var

24. mars 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines sér fram á að sumarvertíðin verði aðeins brot af því sem félagið hafði áætlað vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Ár liðið frá því að Boeing 737 MAX var kyrrsett

13. mars 2020

|

Í dag er 1 ár liðið frá því að Boeing 737 MAX þoturnar voru kyrrsettar víðast hvar í heiminum en það var á þessum degi í fyrra, 13. mars 2019, sem að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) fyrirskipuðu að

Fjögur dótturfélög Norwegian gjaldþrota

20. apríl 2020

|

Norwegian hefur lýst því yfir að fjögur dótturfyrirtæki lágfargjaldafélagsins norska urðu gjaldþrota í dag vegna þeirra áhrifa sem útbreiðsla kórónaveirunnar hefur haft á reksturinn.

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00