flugfréttir

Flugvélaleigan Avolon hættir við pantanir í 119 flugvélar

- 80 prósent viðskiptavina hafa óskað eftir breytingum á leigu og greiðslum

3. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:33

Úr höfuðstöðvum Avolon í Dublin á Írlandi

Írska flugvélaleigan Avolon hefur hætt við pantanir á yfir 100 nýjum farþegaflugvélum og breytt samningum á öðrum pöntunum til allt að fjögurra ára en vélarnar hafði fyrirtækið pantað frá flugvélaframleiðendum sem til stóð að leigja út til flugfélaga.

Bæði verður afhendingum frestað auk þess sem fyrirtækið ætlar að hætta við pöntun í 75 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX sem búið var að panta sem áttu að afhendast frá og með þessu ári fram til ársins 2023. Þá ætlar Avolon einnig að fresta pöntun á sextán öðrum Boeing 737 MAX þotum til ársins 2024.

Þá segir félagið að það ætli að rifta skuldbindingum vegna fjögurra Airbus A330neo breiðþotna sem áttu að afhendast síðar á þessu ári og öðrum níu Airbus-þotum úr A320neo fjölskyldunni.

Avolon segir að fyrir lok ársins 2019 átti fyrirtækið von á 284 flugvélum á næstu árum sem til stóð að leigja til flugfélaga víðsvegar um heim en þann 31. mars var sú tala komin niður í 165 flugvélar og hefur fyrirtækið því hætt við kaup á 119 flugvélum.

Hafa aldrei séð annað eins ástand en sannfærðir um að flugið muni ná sér

Avolon segir að 80% af viðskiptavinum sínum hafi sent inn beiðni um að létta á greiðslukröfum þar sem farið er fram á að fresta greiðslum og hafa flugfélög einnig óskað eftir að breyta leigusamningi á flugvélum sem þau hafa á leigu og sé þegar búið að samþykkja margar beiðnir.

Fyrirtækið tekur fram að Avolon standi mjög vel að vígi fjárhagslega þrátt fyrir að mjög krefjandi aðstæður ríki nú í flugiðnaðinum.

„Avolon vinnur náið með viðskiptavinum sínum út um allan heim til þess að styðja við bakið á þeim á þessum tímum. Við höfum aldrei séð aðra eins krísu og það af þessari stærðargráðu en við erum sannfærðir um að iðnaðurinn muni ná sér á strik um leið og áhrif COVID-19 minnka“, segir í yfirlýsingu frá fyrirtækinu.  fréttir af handahófi

EasyJet frestar pöntun í 24 þotur hjá Airbus

10. apríl 2020

|

EasyJet hefur komist að samkomulagi við Airbus um að slá á frest pöntun sem gerð var í 24 farþegaþotur sem til stóð að yrðu afhentar í ár og fram til ársins 2022.

Spá því að það gæti tekið 4 ár að ná sama farþegafjölda

24. apríl 2020

|

Stjórn Gatwick-flugvallarins spáir því að það gæti tekið allt að 4 ár fyrir flugumferðina um völlinn að ná sömu hæðum og hún var áður en COVID-19 heimsfaraldurinn skall á.

Hluti af stéli losnaði af Boeing 737 þotu

25. maí 2020

|

Hluti af stéli losnaði af farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Swift Air en í ljós kom að framlenging á stélinu var ekki á sínum stað er flugvélin lenti á flugvellinum í San Diego

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00