flugfréttir
Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019
- Afkoma ársins 2019 jákvæð um 1.2 milljarða þrátt fyrir fækkun ferðamanna

Isavia hefur gefið út viðamikla rafræna árs- og samfélagsskýrslu sem nálgast má á isavia.is/arsskyrsla2019
Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.
Fram kemur að þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna á síðasta ári var afkoma Isavia samstæðunnar jákvæð um 1,2 milljarða króna eftir skatta sem er lækkun um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári.
Ef tekið er tillit til niðurfærslu á viðskiptakröfum vegna falls WOW air nemur lækkunin milli ára um 1,2 milljarði króna. Tekjur ársins lækkuðu um 3,3 milljarða, sem er um 8% samdráttur á milli ára. Handbært fé nam um 9,2 milljörðum króna í árslok 2019.
Þá kemur fram að farþegum um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 26% á milli ára, en flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fækkaði um 7,5 prósent. Þá fækkaði innanlandsfarþegum um 11,4%
„Árið 2019 var fyrir margar sakir viðburðaríkt. WOW air féll á fyrri hluta ársins og stuttu síðar voru Boeing 737 MAX vélar Icelandair kyrrsettar. Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.
„Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri af völdum COVID-19 og það er gríðarmikil óvissa með framhaldið. Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrirtæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfiðleika.“
Á aðalfundi Isavia voru kosin í aðalstjórn Orri Hauksson, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson.
Varastjórn skipa þau Sigrún Traustadóttir, Hreiðar Eiríksson, Ingveldur Sæmundsdóttir, Óskar Þórmundsson og Þorbjörg Eva Erlendsdóttir.
Árs- og samfélagsskýrsluvefur Isavia hefur nú verið opnaður en þar má finna samfélagsskýrslu Isavia fyrir árið 2019 en hún er einvörðungu gefin út á rafrænu formi sem
má nálgast hér - www.isavia.is/arsskyrsla2019
Á vefnum er að finna ársreikning Isavia og helstu upplýsingar um rekstur félagsins á síðasta ári. Þá má þar einnig lesa um helstu áherslur Isavia í umhverfis- og samfélagsmálum. Farið er yfir helsta árangur félagsins árið 2019 og hvaða stefna hefur verið mörkuð í þeim efnum.


4. nóvember 2020
|
Air Iceland Connect stefnir á að hefja reglubundið áætlunarflug til Vestmannaeyja í apríl 2021.

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

12. janúar 2021
|
Tælenska flugfélagið Thai Airways segir að félagið hafi fjármagn til þess að halda sér á floti í fjóra mánuði til viðbótar og er séð fram á að flugfélagið nái að þrauka fram í apríl í vor.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.