flugfréttir

Isavia gefur út rafræna árs- og samfélagsskýrslu fyrir 2019

- Afkoma ársins 2019 jákvæð um 1.2 milljarða þrátt fyrir fækkun ferðamanna

3. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 13:56

Isavia hefur gefið út viðamikla rafræna árs- og samfélagsskýrslu sem nálgast má á isavia.is/arsskyrsla2019

Þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna til landsins í fyrra þá var afkoma Isavia jákvæð um 1.2 milljarða króna en þetta kemur fram í ársuppgjöri sem fyrirtækið hefur birt.

Fram kemur að þrátt fyrir töluverða fækkun ferðamanna á síðasta ári var afkoma Isavia samstæðunnar jákvæð um 1,2 milljarða króna eftir skatta sem er lækkun um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári.

Ef tekið er tillit til niðurfærslu á viðskiptakröfum vegna falls WOW air nemur lækkunin milli ára um 1,2 milljarði króna. Tekjur ársins lækkuðu um 3,3 milljarða, sem er um 8% samdráttur á milli ára. Handbært fé nam um 9,2 milljörðum króna í árslok 2019.

Þá kemur fram að farþegum um Keflavíkurflugvöll hafi fækkað um 26% á milli ára, en flugvélum sem fóru um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið fækkaði um 7,5 prósent. Þá fækkaði innanlandsfarþegum um 11,4%

 „Árið 2019 var fyrir margar sakir viðburðaríkt. WOW air féll á fyrri hluta ársins og stuttu síðar voru Boeing 737 MAX vélar Icelandair kyrrsettar. Allt hafði þetta mikil áhrif á fjölda farþega og þannig á rekstur samstæðu Isavia,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

„Nú stöndum við frammi fyrir heimsfaraldri af völdum COVID-19 og það er gríðarmikil óvissa með framhaldið. Það eina sem við vitum er að áhrifin verða mikil. Fjárhagsleg staða félagsins er sterk en það er ljóst að við, eins og önnur fyrirtæki, þurfum að bretta upp ermarnar til að komast heil í gegnum þessa erfiðleika.“

Á aðalfundi Isavia voru kosin í aðalstjórn Orri Hauksson, Eva Pandora Baldursdóttir, Matthías Páll Imsland, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og Valdimar Halldórsson.

Varastjórn skipa þau Sigrún Traustadóttir, Hreiðar Eiríksson, Ingveldur Sæmundsdóttir, Óskar Þórmundsson og Þorbjörg Eva Erlendsdóttir.

Árs- og samfélagsskýrsluvefur Isavia hefur nú verið opnaður en þar má finna samfélagsskýrslu Isavia fyrir árið 2019 en hún er einvörðungu gefin út á rafrænu formi sem má nálgast hér - www.isavia.is/arsskyrsla2019

Á vefnum er að finna ársreikning Isavia og helstu upplýsingar um rekstur félagsins á síðasta ári. Þá má þar einnig lesa um helstu áherslur Isavia í umhverfis- og samfélagsmálum. Farið er yfir helsta árangur félagsins árið 2019 og hvaða stefna hefur verið mörkuð í þeim efnum.  fréttir af handahófi

Miami Air gjaldþrota

11. maí 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt allri starfsemi en félagið sótti um að verða tekið til gjaldþrotaskipta sl. föstudag.

Compass Airlines hættir rekstri vegna COVID-19

20. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Compass Airlines hefur tilkynnt að félagið muni hætta starfsemi þann 7. apríl.

Einn þekktasti listflugmaður Litháa lést í flugslysi

11. maí 2020

|

Einn reyndasti og þekktasti listflugmaður Litháa, Donaldas Bleifertas, lést sl. laugardag í flugslysi er flugvél af gerðinni Piper PA-38 Tomahawk, sem hann flaug, brotlenti skammt frá bænum Kena í L

  Nýjustu flugfréttirnar

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00