flugfréttir
Nota aðeins eina flugbraut á Heathrow
- Tveimur flugstöðvarbyggingum lokað tímabundið

Terminal 5 flugstöðvarbyggingin á Heathrow-flugvellinum
Heathrow-flugvöllurinn í London hefur tekið úr notkun aðra flugbraut vallarins og notar völlurinn frá og með deginum í dag aðeins eina braut í einu í stað tveggja.
Flugumferð um Heathrow hefur hrunið niður í sögulegar lágar tölur er kemur að brottförum og komum vegna COVID-19 og hefur ekki verið þörf síðastliðna daga að halda báðum flugbrautunum gangandi.
Þá verður tveimur flugstöðvarbyggingum lokað tímabundið frá og með morgundeginum á Heathrow-flugvelli sem eru Terminal 3 og Terminal 4 en flugstöðvarbyggingarnar T2 og T5 verða opnar áfram.
Í yfirlýsingu frá Heathrow-flugvellinum kemur fram að flugvöllurinn verði opin áfram þar sem hann þjónar lykilhlutverki í flugsamgöngum til og frá Bretlandi
og gegnir í augnablikinu hlutverki sem fraktflugvöllur fyrir þær flugvélar sem eru að flytja birgðir inn til Bretlands í lækningaskyni vegna COVID-19.


10. nóvember 2020
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að farþegaflug innan Evrópu næsta sumar gæti nálgast þau umsvif sem voru í fluginu árið 2019 eftir fréttir gærdagsins um að miklar vonir séu bundnar

19. nóvember 2020
|
Ryanair íhugar að festa kaup á Airbus A320neo og Airbus A321neo þotum fyrir nýja maltneska dótturflugfélagið Lauda Europe en aðeins með þeim skilyrðum að Airbus bjóði félaginu vélarnar á mjög hagstæð

14. janúar 2021
|
Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, er gestur í nýlegum þætti hjá Flugvarpinu þar sem hún fer yfir það helsta sem hefur verið að gerast hjá Icelandair á árinu 2020 sem var alls ekki g

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.