flugfréttir
British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar
- Ætla að taka Boeing 747-400 úr notkun fjórum áður fyrr en gert var ráð fyrir

Boeing 747 júmbó-þota British Airways í flugtaki á London Heathrow
Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á næstunni allt að fjórum árum fyrr en gert var ráð fyrir.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Willie Walsh, framkvæmdarstjóra IAG, sem ávarpaði fjárfesta
fyrirtækisins og er þetta hluti af hagræðingaraðgerðum vegna COVID-19.
Júmbó-þotur British Airways hafa verið eitt aðaleinkenni Heathrow-flugvallarins í London frá því á áttunda áratugnum og hafa vélarnar í marga áratugi verið einn helsti og traustasti vinnuhesturinn í flota félagsins.
IAG segir að samkvæmt greiningu á framhaldinu sem blasir við eftir að heimsfaraldinum lýkur þá
er það mat fyrirtækisins að eftirspurn eftir flugsætum verði ekki það mikil og sé því óraunhæft
að hafa taka allan flugflotan í notkun sem þýðir að elstu þoturnar verði teknar úr umferð.
Einhverjar þotur verða teknar úr notkun tímabundið með möguleika á því að þær verði notaðar
aftur þegar eftirspurnin nær sér aftur á strik sem er óvíst hvenær verður en Walsh segir að verið
sé að skoða hvaða þotur munu endanlega ljúka sínum líftíma og kveðja flotann fyrir fullt og allt og hverjar ekki.
Walsh segir að Boeing 747-400 júmbó-þoturnar munu sennilega kveðja flotann og verða
afskrifaðar endanlega og það sama má segja um Airbus A340-600 breiðþoturnar
sem eru í flota spænska flugfélagsins Iberia.

Júmbó-þotur British Airways við T5 flugstöðina á Heathrow-flugvellinum í London
British Airways hefur 31 júmbó-þotu í flotanum sem til stóð að nota áfram til ársins 2024
og má því áætla að þær séu að kveðja flotann fjórum árum fyrr en til stóð en meðalaldur
þeirra eru 23 ár.
Þá kemur fram að mögulega muni IAG einnig taka nokkrar Airbus A330 breiðþotur
úr flota írska flugfélagsins Aer Lingus sem munu heldur ekki snúa aftur í flotann en
Aer Lingus hefur fjórar A330-200 breiðþotur sem hafa meðalaldur upp á 17.8 ár og
ellefu Airbus A330-300 þotur.
Að lokum var tekið fram að IAG gæti einnig séð fram á að taka 20 minni farþegaþotur úr
flota British Airways sem hafa verið notaðar að mestu leyti í flugi innan Evrópu.


8. nóvember 2020
|
7.502 farþegar flugu með Icelandair í októbermánuði sem leið sem er 2,2% af þeim farþegafjölda sem flugu með félaginu í október í fyrra en þá voru farþegar 340.674 talsins.

20. nóvember 2020
|
Mjög mikilvægt er að lönd afnemi ferðatakmarkanir til að flugsamgöngur komist aftur í eðlilegt horf sem fyrst.

29. október 2020
|
Stofnað hefur verið nýtt flugfélag í Litháen sem nefnist Heston Airlines og stendur til að félagið hefji reglubundið flug snemma á næsta ári.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.