flugfréttir

British Airways mun hætta með júmbó-þoturnar

- Ætla að taka Boeing 747-400 úr notkun fjórum áður fyrr en gert var ráð fyrir

5. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 16:06

Boeing 747 júmbó-þota British Airways í flugtaki á London Heathrow

Flugfélagasamsteypan International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways auk fleiri flugfélaga, hefur ákveðið að Boeing 747 júmbó-þoturnar í flota British Airways skuli fara úr flotanum á næstunni allt að fjórum árum fyrr en gert var ráð fyrir.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Willie Walsh, framkvæmdarstjóra IAG, sem ávarpaði fjárfesta fyrirtækisins og er þetta hluti af hagræðingaraðgerðum vegna COVID-19.

Júmbó-þotur British Airways hafa verið eitt aðaleinkenni Heathrow-flugvallarins í London frá því á áttunda áratugnum og hafa vélarnar í marga áratugi verið einn helsti og traustasti vinnuhesturinn í flota félagsins.

IAG segir að samkvæmt greiningu á framhaldinu sem blasir við eftir að heimsfaraldinum lýkur þá er það mat fyrirtækisins að eftirspurn eftir flugsætum verði ekki það mikil og sé því óraunhæft að hafa taka allan flugflotan í notkun sem þýðir að elstu þoturnar verði teknar úr umferð.

Einhverjar þotur verða teknar úr notkun tímabundið með möguleika á því að þær verði notaðar aftur þegar eftirspurnin nær sér aftur á strik sem er óvíst hvenær verður en Walsh segir að verið sé að skoða hvaða þotur munu endanlega ljúka sínum líftíma og kveðja flotann fyrir fullt og allt og hverjar ekki.

Walsh segir að Boeing 747-400 júmbó-þoturnar munu sennilega kveðja flotann og verða afskrifaðar endanlega og það sama má segja um Airbus A340-600 breiðþoturnar sem eru í flota spænska flugfélagsins Iberia.

Júmbó-þotur British Airways við T5 flugstöðina á Heathrow-flugvellinum í London

British Airways hefur 31 júmbó-þotu í flotanum sem til stóð að nota áfram til ársins 2024 og má því áætla að þær séu að kveðja flotann fjórum árum fyrr en til stóð en meðalaldur þeirra eru 23 ár.

Þá kemur fram að mögulega muni IAG einnig taka nokkrar Airbus A330 breiðþotur úr flota írska flugfélagsins Aer Lingus sem munu heldur ekki snúa aftur í flotann en Aer Lingus hefur fjórar A330-200 breiðþotur sem hafa meðalaldur upp á 17.8 ár og ellefu Airbus A330-300 þotur.

Að lokum var tekið fram að IAG gæti einnig séð fram á að taka 20 minni farþegaþotur úr flota British Airways sem hafa verið notaðar að mestu leyti í flugi innan Evrópu.  fréttir af handahófi

Einn þekktasti listflugmaður Litháa lést í flugslysi

11. maí 2020

|

Einn reyndasti og þekktasti listflugmaður Litháa, Donaldas Bleifertas, lést sl. laugardag í flugslysi er flugvél af gerðinni Piper PA-38 Tomahawk, sem hann flaug, brotlenti skammt frá bænum Kena í L

Myndband: Nauðlending á hraðbraut í Kanada

16. apríl 2020

|

Flugmaður lítillar einkaflugvélar af gerðinni Piper PA-28 Cherokee neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Kanada í morgun eftir að vandræði kom upp með gang í mótor vélarinnar.

Airbus stöðvar framleiðslu tímabundið í Alabama

6. apríl 2020

|

Airbus mun stöðva framleiðslu á farþegaþotum tímabundið í verksmiðjunum í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum vegna COVID-19 en þar hafa verið framleiddar þotur af gerðinni Airbus A220 og A320.

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00