flugfréttir

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir þrjú flugfélög í Alaska

- Leggja 73 flugvélum sem flugu til yfir 100 smábæja og samfélaga

6. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:27

Dash 8 flugvél Ravn Air á Ted Stevens flugvellinum í Alaska

Þrjú flugfélög í Alaska í eigu móðurfélagsins Ravn Air Group hafa lagt næstum því öllum flota félaganna sem telur yfir 70 flugvélar og hefur móðurfélagið sótt um Chapter 11 gjaldþrotameðferð auk þess sem öllu starfsfólki hefur verið sagt upp störfum.

Fjölmargir bæir og minni samfélög í Alaska munu missa allar flugsamgöngur eftir að bandaríska fyrirtækið Ravn Air Group tilkynnti í gær að þrjú dótturfélög þess, Ravn Air Connect, Penn Air og Ravn Air Alaska, myndu leggja næstum öllum flugflotanum þar sem að eftirspurn eftir flugsætum hafi dregist saman um 90% vegna COVID-19.

Dótturfélög Ravn Air Group hafa til samans alls 73 flugvélar í flotanum sem fljúga til yfir 100 áfangastaða í Alaska en félögin nota vélar af gerðinni Piper PA-31 Navajo, Piper PA-31 Chieftain, Beech 1900D, Beechcraft 1900C, Cessna Caravan, Cessna 207 Sationair, Reims-Cessna F406 Caravan II og þá hefur Ravn Air Alaska ellefu de Havilland Dash 8 flugvélar í flota sínum.

Flugvélar Ravn Air í bænum Hooper Bay í Alaska

Fyrir 2. apríl voru alls 115 smábæir í Alaska sem reiddu sig alfarið á flugsamgöngur frá Ravn Air Group en flugfélögin þrjú hafa sinnt farþega- og fraktflugi víðsvegar um Alaska auk þess sem félögin fljúga með póst til fjölmargra bæja.

Á næstunni munu aðeins þrjár Dash 8 flugvélar sinna flugsamgöngum og verður aðeins flogið til bæja á borð við King Salmon, Valdez, Homer, Kenai, Dillingham, St. Paul, Bethel, Aniak, St. Marys, Unalakleet og McGarth en framtíð félagsins er að öðru leyti í óvissu þessa stundina.

Um 1.300 starfsmenn hafa starfað hjá flugfélögunum þremur en í tilkynningu frá Ravn Air Group segir að starfsfólk verði ekki ráðið aftur til baka fyrr en búið er að finna nýtt fé til að setja inn í reksturinn.

De Havilland Dash 8 flugvél Ravn Air á flugvellinum í Valdez í Alaska

Talið er að þessi skerðing eigi eftir að auka álagið á vegakerfið í Alaska þar sem fólk á eftir að leggja á sig langar leiðir til að komast í verslanir til að birgja sig upp fyrir áframhaldandi inniveru.

Þessi skyndilega ákvörðun hefur einnig komið bandarísku póstþjónustunni í opna skjöldu og þarf US Postal Service að finna aðrar leiðir til að senda póst áfram til fólks.

Mike Dunleavy, fylkisstjóri Alaska, bannaði allar ónauðsynlegar samgöngur í Alaska þann 28. mars sl. í von um að það gæti dregið úr útbreiðslu kórónaveirunnar en til stendur að aflétta því banni þann 11. apríl næstkomandi.

Piper Chieftain flugvél Ravn Air Connect  fréttir af handahófi

Stofnandi easyJet býður verðlaunafé fyrir uppljóstrara

13. maí 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hefur ákveðið að bjóða verðlaunafé upp á 5 milljónir Sterlingspunda, sem samsvarar 897 milljónum króna, til þess aðila eða „uppljóstrara“ sem lumar á viðkvæmu

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

6. apríl 2020

|

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Braathens gerir hlé á flugrekstri

7. apríl 2020

|

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsf

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00