flugfréttir

Mikil ásókn meðal ungmenna í flugnámskeið á Netinu

- 75.000 hafa sótt appið Learn To Fly á vegum Young Eagles verkefnisins

6. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:05

Young Eagles verkefnið hófst fyrst árið 1992

Mikil ásókn hefur verð meðal ungs fólks vestanhafs í kynningarnámskeið á Netinu sem kallast „Learn To Fly“ sem miðar að því að hvetja ungt fólk til þess að læra að fljúga.

Samtökin Experimental Aircraft Association (EAA) tilkynntu nýlega að í dag hafi um 75.000 notendur tekið þátt í Young Eagles verkefninu og sótt Learn To Fly námsefnið frá vefsíðunni Sportys.

Learn To Flyer var hannað sem bóklegt undirbúningsnámskeið fyrir einkaflugmannsnám auk þess sem það inniheldur þjálfunarprógröm og stendur það öllum þátttakendum í Young Eagles frítt til boða.

EAA segir að samtökin hafi tekið eftir mikilli aukningu sl. daga og vikur þar sem fjöldi ungs fólks ver meiri tíma innandyra vegna COVID-19 heimsfaraldursins þar sem skólar eru lokaðir.

Alls hafa yfir 75.000 börn og unglingar sótt kennsluefnið Learn To Fly í tengslum við Young Eagles verkefnið á vegum EAA

„Það er nauðsynlegt að tryggja áhuga ungs fólks á fluginu og að þau fái tækifæri á að fylgja því eftir í kjölfar Young Eagles verkefnisins“, segir Michhael Wolf, framkvæmdarstjóri Sporty´s.

Young Eagles verkefnið býður börnum og unglingum upp á frítt kynnisflug fyrir þá sem eru á aldrinum 8 til 17 ára og er þetta fyrsti stökkpallurinn að fluginu áður en þau náð þeim aldri að geta formlega hafið einkaflugmannsnám (PPL).

Sjálfboðaliðar á vegum EAA hafa flogið með yfir 2.2 milljónir ungmenna í tengslum við Young Eagles verkefnið frá því var hrint úr vör fyrst árið 1992.  fréttir af handahófi

Panta síðustu júmbó-þoturnar áður en framleiðslu lýkur

12. janúar 2021

|

Boeing hefur náð samkomulagi við flugfélagið Atlas Air sem ætlar að panta fjórar júmbófraktþotur af gerðinni Boeing 747-8F en um er að ræða fjórar síðustu júmbó-þoturnar sem Boeing mun framleiða og

Þotu snúið við eftir að flugmaður missti meðvitund

28. desember 2020

|

Farþegaþota frá British Airways á leið frá London Heathrow til Aþenu neyddist til þess að snúa við og lenda í Zurich í Sviss á Jóladag eftir að annar flugmaðurinn um borð veiktist og missti meðvitund

Nýstofnað flugfélag nýtir sér tækifæri í heimsfaraldrinum

29. október 2020

|

Stofnað hefur verið nýtt flugfélag í Litháen sem nefnist Heston Airlines og stendur til að félagið hefji reglubundið flug snemma á næsta ári.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00