flugfréttir

Braathens gerir hlé á flugrekstri

- Bíða með allt áætlunarflug fram yfir sumarið og sækja um greiðslustöðvun

7. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:09

Avro RJ85 þota Braathens en félagið hætti með þá tegund í síðasta mánuði

Sænska flugfélagið Braathens Regional Airlines (BRA) hefur sótt um greiðslustöðvun og ætlar félagið að gera hlé á rekstrinum og nota tímann í að endurskipuleggja allan rekstur félagsins á meðan heimsfaraldurinn gengur yfir.

Braathens aflýsti öllu áætlunarflugi í gær en félagið hefur tuttugu flugvélar í flotanum af gerðinni ATR, Fokker 50 og Embraer 190 og flýgur félagið til tuttugu áfangastaða í Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi, Lettlandi, Noregi auk þess sem félagið flýgur til Eistlands.

Félagið segir að það muni fella niður allt áætlunarflug á næstu mánuðum og býst félagið ekki við því að hefja flug að nýju fyrr en eftir sumarið þegar ástandið hefur batnað en fyrst stóð til að aflýsa öllu flugi fram til 31. maí.

Stjórn félagsins hefur lýst því yfir að búið sé að reyna allt til þess að þrauka í gegnm þessa erfiðu tíma en á endanum hafi ákvörðunin verið að frysta allan reksturinn og stokka spilin upp á nýtt.

Braathens segir að sænsk flugfélög séu að reyna að fá sænsku ríkisstjórnina til þess að koma til móts við fyrirtæki í flugrekstri á meðan COVID-19 er í gangi en það hefur hinsvegar engan árangur borið.  fréttir af handahófi

Fyrsta ATR 72-600F fraktflugvélin afhent til FedEx

15. desember 2020

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur fengið afhenta sína fyrstu ATR skrúfþotu sem var sérstaklega smíðuð sem fraktflugvél en fyrirtækið hefur eingöngu haft ATR flugvélar í flotanum sem var breytt

Þýskaland semur við Airbus um 38 Eurofighter herþotur

12. nóvember 2020

|

Airbus hefur undirritað samning við þýska ríkið um afhendingar á 38 orrustuþotum af gerðinni Eurofighter sem fara til þýska flughersins.

EASA gefur út vottun fyrir fraktútgáfu af ATR-72-600

4. desember 2020

|

Fransk-ítalski flugvélaframleiðandinn ATR hefur fengið flughæfnisvottun frá flugmálayfirvöldum í Evrópu (EASA) fyrir fraktútgáfu af ATR 72-600 flugvélinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00