flugfréttir

Lufthansa Group sker niður - Losa sig við 42 flugvélar

- Hætta með nokkrar Airbus A380, Boeing 747-400 og Airbus A340-600 þotur

7. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 20:54

Lufthansa hefur um 300 flugvélar í sínum flugflota en öll dótturfélög Lufthansa Group hafa yfir 700 flugvélar

Lufthansa gerir ráð fyrir að það muni taka marga mánuði að aflétta ferðabanni í öllum löndum heimsins þegar heimsfaraldinum lýkur og gerir flugfélagið þýska ráð fyrir að eftirspurn eftir flugsætum muni ekki ná að verða sú sama og hún var fyrir tíma COVID-19 fyrr en eftir einhver ár.

Vegna þessa hefur stjórn Lufthansa Group ákveðið að grípa til harða aðgerða til þess að undirbúa sig að minna umfangi í rekstri og ætlar fyrirtækið meðal annars að losa sig við 42 þotur sem eiga ekki eftir að koma aftur í flotann.

Lufthansa er stærsta flugfélag Evrópu en dótturfélög Lufthansa Group hafa til samans yfir 700 flugvélar í sínum flota og mun sá floti því dragast saman sem nemur yfir 5 prósentum og verður fækkað í flota allra dótturfélaga.

Meðal flugvéla sem Lufthansa Group ætlar að losa sig við eru:

- Sex Airbus A380 risaþotur úr flota Lufthansa
- Sjö Airbus A340-600 breiðþotur
- Þrjár 340-300 breiðþotur
- Fimm júmbó-þotur af gerðinni Boeing 747-400
- Ellefu Airbus A320 þotur
- Tíu Airbus A320 þotur úr flota Eurowings

Flugvélar Lufthansa í geymslu vegna COVID-19

Airbus A380 risaþoturnar sex ætlaði Lufthansa hvort eð er að losa sig við árið 2022 og setja þær á sölu en eftir þetta mun fjöldi risaþotna í flota Lufthansa fara úr 14 risaþotum niður í átta.

Lufthansa hefur í dag 13 Boeing 747-400 þotur og verða því átta eftir í flotanum en félagið hefur einnig níutján júmbó-þotur af gerðinni Boeing 747-8 sem verða áfram.

Þá mun Lufthansa minnka umsvif sín á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen og þá verður einnig dregið úr umsvifum dótturfélagsins, Eurowings.

Þær viðsnúningsáætlanir sem hefur verið unnið eftir í tengslum við rekstur Austrian Airines og Brussels Airlines verður haldið áfram en aðgerðir hertar enn frekar til þess að ná enn meiri hagkvæmni í rekstri þeirra félaga en floti beggja félaganna verður einnig skorinn niður.

Þá verður einnig dregið úr umsvifum svissneska flugfélagsins SWISS International Air Lines og flugfloti þess verður smærri auk þess sem afhendingum á nýjum þotum verður slegið á frest.

Airbus-þotur SWISS International Air Lines sem er einnig dótturfélag Lufthansa Group

Lufthansa Group hefur einnig rift öllum leigusamningum er varðar blautleigu á þotum frá öðrum flugfélögum fyrir dótturfélög sín en fyrirtækið hafði marga slíka samninga til að halda úti áætlunarflugi ef skortur var á flugvélum.

Þá verður rekstri dótturfélagsins Germanwings hætt og öllu starfsfólki þess sagt upp en félagið annaðist meðal annars flugrekstur fyrir Eurowings en þess verður ekki þörf lengur og mun Germanwings því ekki fljúga aftur.  fréttir af handahófi

Flybe varð gjaldþrota í nótt

5. mars 2020

|

Breska flugfélagið Flybe varð gjaldþrota í nótt eftir árangurslausar tilraunir forsvarsmanna félagsins til þess að bjarga rekstrinum á síðustu stundu.

Piper framleiðir andlitshlífar fyrir heilbrigðisstarfsfólk

30. mars 2020

|

Flugvélaframleiðandinn Piper Aircraft hefur ákveðið að láta gott af sér leiða í baráttunni við kórónaveiruna og COVID-19 með því að hefja framleiðslu á andlitshlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfól

Emirates tekur COVID-19 sýni á farþegum fyrir brottför

15. apríl 2020

|

Emirates hefur brugðið á það ráð að taka blóðsýni af farþegum áður en þeir ganga um borð í flugvélar félagsins til þess að ganga úr skugga um að farþegar séu smitaðir af kórónaveirunni fyrir brottför

  Nýjustu flugfréttirnar

Láta af hendi 48 lendingarpláss í Frankfurt og Munchen

1. júní 2020

|

Stjórn Lufthansa hefur samþykkt að uppfylla kröfur þýska ríkisins og láta af hendi lendingar- og afgreiðslupláss á flugvöllunum í Frankfurt og í Munchen í skiptum fyrir fjárhagsaðstoð upp á 9 milljar

Um 60.000 störf í hættu ef SmartWings fer í gjaldþrot

29. maí 2020

|

Óttast er að það gæti haft áhrif á allt að 60.000 störf sem eru í hættu ef tékkneska fyrirtækið SmartWings Group verður gjaldþrota en fyrirtækið á meðal annars flugfélagið Czech Airlines.

Kínversk flugfélög fljúga fleiri flugferðir en þau bandarísku

29. maí 2020

|

Fleiri flugferðir áttu sér stað í farþegaflugi í Kína í maí heldur en í Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta sinn sem farþegaflugið í Kína nær farþegafluginu í Bandaríkjunum er kemur að fjölda flugferð

Lenti á lokaðri flugbraut til þess að komast á ströndina

29. maí 2020

|

Slökkvilið á herflugvelli í Wales í Bretlandi þurfti að hafa afskipti af flugmann einum sl. mánudag eftir að hann lenti flugvél sinni þrátt fyrir að flugvöllurinn var lokaður.

Umhverfisvænni aðferð prófuð til að aka flugvélum á Schiphol

28. maí 2020

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hefur hafið tilraunir með sjálfbæra tækni við akstur flugvéla á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam.

EasyJet stefnir á að segja upp um þriðjung starfsfólks

28. maí 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að segja upp um 30 prósent af öllu starfsfólki á næstunni sem samsvarar 4.500 starfsmönnum og þá stendur einnig til að fækka flugvélunum í flot

American hætt við að sækja um gjaldþrotavernd

27. maí 2020

|

American Airlines er hætt við áform um að sækja um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun en Doug Parker, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að eftirspurnin hafi verið að aukast sl. daga.

Bókanir hrúgast inn hjá Ryanair

27. maí 2020

|

Írska lágfargjaldafélagið Ryanair segir að gríðarleg fjölgun hafi átt sér stað í bókunum á síðustu dögum eftir að félagið tilkynnti um fyrirhugaða endurkomu og fjölgun flugferða eftir COVID-19 heimsf

Fresta afhendingum á 37 þotum

26. maí 2020

|

Flugvélaleigan AirCap hefur ákveðið að fresta afheningum á 37 flugvélum sem til stóð að veita móttöku og afhenda til flugfélaga á næstu tveimur árum.

An-225 flýgur á ný eftir viðgerð vegna bilunar í hreyfli

26. maí 2020

|

Risavöruflutningaþotan, Antonov An-225 Mriya, hefur hafið sig á loft á ný eftir að hafa verið biluð í þrjá daga í Kanada frá því um helgina en bilun kom upp í einum af sex hreyflum flugvélarinnar.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00