flugfréttir
Airbus framleiðir þriðjungi færri þotur á mánuði

Nýjar farþegaþotur við verksmiðjur Airbus í Toulouse í Frakklandi
Airbus hefur dregið úr framleiðslu á farþegaþotum um þriðjung og eru því töluvert færri þotur framleiddar á mánuði miðað við hversu margar voru smíðaðar áður en heimsfaraldurinn COVID-19 skall á.
Í dag eru framleiddar um 40 þotur af gerðinni Airbus A320 í stað sextíu þotna á mánuði og þá hefur framleiðsla á Airbus A350
verið dregin niður í aðeins tvær þotur á mánuði í stað sex véla.
Airbus segir að með þessu hafi framleiðandinn aðlagað starfsemina að breyttum aðstæðum og aðlagað sig að umhverfi
sem hefur breytt eftirspurn flugfélaga eftir nýjum þotum
Airbus segir að um 60 þotur af þeim sem smíðaðar hafa verið á þessu ári séu óáfhentar vegna útbreiðslu kórónaveirunnar
og sérsaklega þar sem ferðabann hefur komið í veg fyrir að áhafnir flugfélaga hafa ekki geta komist til þess að sækja þoturnar
og fljúga þeim til síns heima.
Airbus segir að framleiðandinn hafi náð að afhenda 122 þotur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 en á sama tíma
í fyrra afhenti Airbus 162 þotur.
Af þessum 122 þotum voru aðeins 36 afhentar í mars en á sama tímabili í fyrra fékk Airbus
pantanir í 290 þotur.


11. nóvember 2020
|
Stjórn Heathrow-flugvallarins í London segir að það sé breskum stjórnvöldum að kenna hversu mikið hefur dregið úr fjölda farþega sem fljúga til London.

14. desember 2020
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að flugmenn og flugumferðarstjórar mega þiggja bóluefnið frá Pfizer við kórónaveirunni en með vissum skilyrðum þó.

5. nóvember 2020
|
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú starfshætti milli kanadíska flugvélaframleiðandans Bombardier og indónesíska flugfélagsins Garuda Indonesia vegna flugvélapöntunnar þar sem grunur

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.