flugfréttir

SUN ’n FUN - „Stærsta flugsýningin sem fór aldrei fram“

- Höfðu látið prenta á yfir 9.000 stuttermaboli yfir hátíðina í ár

14. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:40

SUN ’n FUN flughátíðin átti að fara fram í Flórída í næsta mánuði en henni var aflýst í byrjun apríl

Þegar ljóst var að aflýsa þurfti SUN ’n FUN flughátíðinni í Flórída í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar stóð fyrirtækið PilotMall frammi fyrir þeim vandræðum að sitja uppi með yfir 9.000 stuttermaboli sem búið var að merkja vegna hátíðarinnar í ár.

PilotMall er flugverslunin sem selur varning og minjagripi í tengslum við SUN ’n FUN hátíðina á Lakeland Linder Worldwide flugvellinum í Flórída sem er ein af stærstu flughátiðunum vestanhafs en hún átti að fara fram í mars en þann 16. mars sl. var tilkynnt að hátíðinni í ár yrði frestað fram í maí vegna COVID-19 og þann 2. apríl var tilkynnt að hátíðinni yrði aflýst endanlega þetta árið.

Seinast mættu yfir 200.000 gestir á flughátíðina sem er einn þriðji af þeim mannfjölda sem heimsóttu stærstu flugsýningu Bandaríkjanna sem er Oshkosh-flughátíðin en í fyrra mættu yfir 600.000 manns á þá sýningu.

„Við vorum búnir að prenta á yfir 9.000 boli þar sem við bjuggumst við að SUN ’n FUN yrði haldin í ár“, segir Neil Glazer, forstjóri PilotMall.

PilotMall verslunin á Lakeland Linder Worldwide flugvellinum í Flórída

Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að aðeins var búið að prenta ártalið „2020“ á helminginn af þessum bolum sem þýðir að hægt verður að nota um 4.500 boli aftur á næsta ári.

Fyrirtækið deyr samt ekki ráðalaust þar sem til stendur að selja 2020-bolina en fyrir tvo dollara aukakostnað þá verður hægt að láta prenta sérstaka merkingu á bolina sem hönnuð hefur verið sem á stendur: „The Greatest Airshow That Never Happened“, eða „Stærsta flugsýningin sem fór aldrei fram“.

Glazer segir að það sé tiltölulega lítil sala á minjagripum og bolum þessa stundina á vefsíðunum PilotMall.com og ShopFlySNF.org en þeir „allra hörðustu“ aðdáendur SUN ’n FUN láta sitt ekki eftir liggja og eru að panta boli og fleira á Netinu þrátt fyrir að flughátíðin fari ekki fram í ár.  fréttir af handahófi

Ríkið tryggir flugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar

15. apríl 2020

|

Ríkisstjórnin hefur náð samningum við Air Iceland Connect til að tryggja lágmarksflugsamgöngur til Egilsstaða og Ísafjarðar vegna heimsfaraldursins.

Segist eiga von á skaðabótum frá Boeing vegna 737 MAX

13. maí 2020

|

Brasilíska flugfélagið GOL (Gol Linhas Aéreas) segir að félagið á von á skaðabótagreiðslu upp á 60 milljarða króna frá Boeing vegna kyrrsetningu Boeing 737 MAX vélanna þar sem félagið hefur ekki geta

Annasamasti dagur í flugkennslu í margar vikur

5. maí 2020

|

Mikið hefur verið um kennsluflug í dag og hafa kennsluflugvélar bæði frá Flugakademíu Keilis og frá Geirfugli verið næstum stöðugt á lofti í dag bæði í verklegri einkaflugmannskennslu og í atvinnuflu

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00