flugfréttir

SUN ’n FUN - „Stærsta flugsýningin sem fór aldrei fram“

- Höfðu látið prenta á yfir 9.000 stuttermaboli yfir hátíðina í ár

14. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 10:40

SUN ’n FUN flughátíðin átti að fara fram í Flórída í næsta mánuði en henni var aflýst í byrjun apríl

Þegar ljóst var að aflýsa þurfti SUN ’n FUN flughátíðinni í Flórída í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar stóð fyrirtækið PilotMall frammi fyrir þeim vandræðum að sitja uppi með yfir 9.000 stuttermaboli sem búið var að merkja vegna hátíðarinnar í ár.

PilotMall er flugverslunin sem selur varning og minjagripi í tengslum við SUN ’n FUN hátíðina á Lakeland Linder Worldwide flugvellinum í Flórída sem er ein af stærstu flughátiðunum vestanhafs en hún átti að fara fram í mars en þann 16. mars sl. var tilkynnt að hátíðinni í ár yrði frestað fram í maí vegna COVID-19 og þann 2. apríl var tilkynnt að hátíðinni yrði aflýst endanlega þetta árið.

Seinast mættu yfir 200.000 gestir á flughátíðina sem er einn þriðji af þeim mannfjölda sem heimsóttu stærstu flugsýningu Bandaríkjanna sem er Oshkosh-flughátíðin en í fyrra mættu yfir 600.000 manns á þá sýningu.

„Við vorum búnir að prenta á yfir 9.000 boli þar sem við bjuggumst við að SUN ’n FUN yrði haldin í ár“, segir Neil Glazer, forstjóri PilotMall.

PilotMall verslunin á Lakeland Linder Worldwide flugvellinum í Flórída

Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að aðeins var búið að prenta ártalið „2020“ á helminginn af þessum bolum sem þýðir að hægt verður að nota um 4.500 boli aftur á næsta ári.

Fyrirtækið deyr samt ekki ráðalaust þar sem til stendur að selja 2020-bolina en fyrir tvo dollara aukakostnað þá verður hægt að láta prenta sérstaka merkingu á bolina sem hönnuð hefur verið sem á stendur: „The Greatest Airshow That Never Happened“, eða „Stærsta flugsýningin sem fór aldrei fram“.

Glazer segir að það sé tiltölulega lítil sala á minjagripum og bolum þessa stundina á vefsíðunum PilotMall.com og ShopFlySNF.org en þeir „allra hörðustu“ aðdáendur SUN ’n FUN láta sitt ekki eftir liggja og eru að panta boli og fleira á Netinu þrátt fyrir að flughátíðin fari ekki fram í ár.  fréttir af handahófi

Framleiðsla á Boeing 787 í Everett mun taka enda í febrúar

28. desember 2020

|

Boeing hefur ákveðið að hætta framleiðslu á Dreamliner-þotunum í Everett fyrr en áætlað var og hraða fyrir flutningi á allri starfsemi er varðar samsetningu á þotunum til verksmiðjanna í North Charle

Engin teljandi aukning á flugfarþegum í heiminum

4. nóvember 2020

|

Farþegaflug í heiminum mælist enn um 70 prósent lægra á milli ára en samkvæmt tölfræði Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) þá var fjöldi flugferða með farþega 72.8% lægri í september sl. samanborið

Eiga varla fyrir eldsneyti á þoturnar

4. nóvember 2020

|

Mexíkanska flugfélagið Interjet, sem er annað stærsta flugfélagið í Mexíkó, þurfti að aflýsa öllu flugi fyrr í vikunni þar sem félagið hafði ekki efni á því að greiða fyrir þotueldsneyti.

  Nýjustu flugfréttirnar

WestJet flýgur fyrsta flugið í Kanada á ný með 737 MAX

22. janúar 2021

|

Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

Jet2.com og Jet2CityBreaks fljúga til Íslands í sumar

22. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

AERO flugsýningunni frestað fram á sumar

21. janúar 2021

|

Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

Nauðlenti á hraðbraut í Texas

21. janúar 2021

|

Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

KLM aflýsir öllu langflugi tímabundið

21. janúar 2021

|

Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

Norska ríkið reiðubúið að aðstoða Norwegian

21. janúar 2021

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

IAG mun kaupa Air Europa fyrir helmingi lægra verð

20. janúar 2021

|

International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

Titan Airways fær sína fyrstu Airbus A321P2F fraktþotu

19. janúar 2021

|

Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.

Hlutafé Isavia aukið um 15 milljarða

19. janúar 2021

|

Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn en hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19

Rann út af braut við flugprófanir

19. janúar 2021

|

Irkut MC-21 tilraunarþota frá rússneska flugvélaframleiðandanum United Aircraft Corporation rann út af braut í gær í Rússlandi er flugvélin var í flugprófunum.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00