flugfréttir
Brasilíska flugfélagið GOL hættir við 34 MAX-þotur

Boeing 737 MAX þota GOL Linhas Aéreas Inteligentes
Brasilíska flugfélagið GOL Linhas Aéreas Inteligentes hefur hætt við pöntun í 34 Boeing 737 MAX þotur og náð samkomulagi um skaðabótagreiðslur frá Boeing vegna þeirra áhrifa sem vandamálið með MAX-þoturnar hefur haft á félagið.
GOL fékk aðeins sjö Boeing 737 MAX þotur afhentar af þeim 130 þotum sem félagið pantaði en félagið
hefði átt að vera komið með 32 þotur í flotann fyrir lok ársins 2019.
Með þessu mun heildarfjöldi þeirra Boeing 737 MAX þotna, sem til stendur að GOL muni fá afhentar, fara úr 129
þotum niður í 95 þotur.
Allt frá stofnun félagsins árið 2000 hefur GOL aðeins haft Boeing 737 þotur í flota sínum sem samanstendur
af Boeing 737-700, Boeing 737-800 og Boeing 737 MAX 8.
Paulo Kakinoff, framkvæmdarstjóri GOL, segir að þrátt fyrir erfiðleikana með Boeing 737 MAX þá muni félagið
samt sem áður halda sig við þá flugvélategund og halda áfram samstarfinu við Boeing vegna Boeing 737 MAX.


18. nóvember 2020
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa varað við því að þær ferðatakmarkanir sem eru í gangi núna í mörgum löndum gætu hamlað því að hægt verði að dreifa með auðveldum hætt þeim bóluefnum við COVID

29. desember 2020
|
Lufthansa Cargo mun á næstunni fljúga síðasta fraktflugið með hinni þriggja hreyfla fraktþotu McDonnell Douglas MD-11 og lýkur þar með 22 ára sögu þotunnar í flota félagsins.

27. október 2020
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur gert samkomulag um sölu á níu Airbus A320 þotum sem seldar hafa verið til tveggja flugvélaleigufyrirtækja sem mun svo leigja vélarnar til baka til easyJet.

22. janúar 2021
|
Kanadíska flugfélagið WestJet flaug í gær fyrsta áætlunarflugið í Kanada með Boeing 737 MAX eftir 22 mánaða kyrrsetningu og er WestJet þá einnig fimmta flugfélagið í heiminum til að hefja áætlunarflu

22. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022 en flogið verður á milli Keflavíkurflugvall

21. janúar 2021
|
Búið er að fresta flugsýningunni AERO sem fram átti að fara í apríl í þýsku borginni Friederickshafen.

21. janúar 2021
|
Lítil eins hreyfils flugvél neyddist til þess að lenda á hraðbraut í Texas í Bandaríkjunum í gær eftir að upp kom bilun í mótor.

21. janúar 2021
|
Hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines ætlar að fella niður allt langflug tímabundið til annarra heimsálfa til og frá Amsterdam frá og með morgundeginum.

21. janúar 2021
|
Norska flugfélagið Norwegian hefur lýst því yfir að ríkisstjórn Noregs ætli sér að styðja við bakið á flugfélaginu með fyrirhugaðri fjárhagsaðstoð.

20. janúar 2021
|
International Airlines Group (IAG), móðurfélag British Airways, mun kaupa spænska flugfélagið Air Europa fyrir helmingi lægra verð en upphaflega stóð til að greiða fyrir félagið þegar tilkynnt var u

19. janúar 2021
|
Breska flugfélagið Titan Airways verður annað flugfélagið til þess að taka í notkun fraktþotu af gerðinni Airbus A321 sem hefur verið breytt úr farþegaflugvél til þess að flytja eingöngu vörur.