flugfréttir

Tekjumissir flugfélaganna gæti numið 45.000 milljörðum króna

- IATA uppfærir afkomuspá flugfélaga heimsinis vegna COVID-19

15. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 18:13

Það er sjaldgæf sjón að sjá farþega bíða eftir flugi á flugvöllum heimsins í dag en aðeins eru örfáar vikur síðan að það var hluti af hinu venjulega lífi

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur uppfært afkomuspá sína fyrir flugfélög í heiminum og telja samtökin að tapið sem flugfélögin eiga eftir að verða fyrir vegna COVID-19 heimsfaraldursins eigi eftir að verða meira en fyrri spá gerði ráð fyrir.

IATA telur að fljúgfélögin í heiminum eigi eftir að fara á mis við 314 milljarða Bandaríkjadali í tekjur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem er aukning á tekjumissi upp á 62 milljarða dali samanborðið við fyrri spá.

Í íslenskum krónum er því talið að flugfélög heimsins eigi eftir að fara á mis við 45 þúsund milljarða sem félögin hefðu annars fengið í kassann af tekjum af farmiðasölu.

Fara þarf alveg aftur til ársins 1990 til þess að sjá eins litla flugumferð í heiminum og er í dag en í gær, 14. apríl, voru til að mynda farin 30.154 flugferðir í áætlunarflugi sem er blanda af farþega- og fraktflugi en til samanburðar þá voru farnar yfir 109 þúsund áætlunarflug þann 14. febrúar síðastliðinn.

Innanlandsflug mun taka við sér töluvet fyrr heldur en millilandaflug

Þá telur IATA að tekjur flugfélaganna eigi eftir að dragast saman um 55% árið 2020 samanborið við árið 2019 og þá er talið að flugiðnaðurinn muni þurfa enn meiri tíma til þess að ná bata miðað við fyrri spár.

„Við höfum aldrei séð aðra eins niðursveiflu. Helmingurinn af fluginu er horfinn. Þetta er skelfilegt“, segir Alexandre de Juniac, formaður IATA, sem segir að búið sé að þurrka út farþegaflug í heiminum fyrir utan markaði eins og innanlandsflugið í Bandaríkjunum og innanlandsflug í Asíu en þess má geta að margar flugvélar vestanhafs eru að fljúga næstum því tómar á milli áfangastaða með örfáa farþega um borð.

Í febrúar voru farin yfir 110.000 áætlunarflug daglega en í dag eru þau um 20.000 talsins og margar vélar næstum því tómar

IATA telur að farþegaflug muni hefjast að nýju í heiminum þegar líða fer á sumarið en það muni þó gerast enn hægar en talið var í fyrstu þar sem ferðatakmarkanir í mörgum löndum munu koma í veg fyrir millilandaflug milli fjölmargra ríkja til að byrja með.

Þar af leiðandi er því spáð að innanlandsflug muni taka við sér fyrst og ná sér á undan á strik áður en millilandaflug tekur við sér svo teljanlegt sé. Þótt að 58% af allri flugumferð árið 2019 var skilgreint sem innanlandsflug þá tekur IATA það fram að 67% af tekjum flugiðnaðarins komi af millilandaflugi.

IATA telur að samdráttur í flugumferð verði komin upp í 33% á fjórða ársfjórðungi þessa árs og verði því þriðjungi frá hefðbundni flugumferð fyrir lok ársins.

Talið er að áhrif COVID-19 eigi eftir að bitna enn verr á mörkuðum í Suður-Ameríku og í Afríku og er því spáð að flugfélög í þessum heimsálfum þurfi meiri tíma til þess að ná bata.  fréttir af handahófi

Ryanair spáir verðstríði eftir heimsfaraldurinn

18. maí 2020

|

Ryanair spáir verðstríði í flugi innan Evrópu um leið og flugfélög fara að fljúga á ný eftir COVID-19 heimsfaraldurinn.

Boeing undirbýr sig fyrir að hefja aftur framleiðslu á 737 MAX

7. maí 2020

|

Boeing hefur beðið fyrirtækið Spirit AeroSystems um að halda áfram framleiðslu á skrokkum og íhlutum fyrir Boeing 737 MAX þotuna en Spirit AeroSystems er stærsti framleiðandinn er kemur að smíði á ei

Sun ‘n Fun frestað fram í maí

16. mars 2020

|

Flughátíðinni Sun ‘n Fun 2020 hefur verið frestað fram í maí í vor vegna heimsfaraldursins vegna COVID-19.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrstu Boeing 777-300ER þotunni breytt í fraktflugvél

6. júní 2020

|

Vinna er hafin við að breyta Boeing 777-300ER farþegaþotu yfir í fraktþotu og verður afraksturinn ein stærsta tveggja hreyfla fraktþota heims.

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00