flugfréttir

Boeing kallar til baka 2.500 starfsmenn

16. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:19

Frá verksmiðjum Boeing í Everett

Boeing hefur ráðið til baka um 2.500 starfsmenn af þeim 30 þúsund starfsmönnum sem sagt var upp á dögunum þar sem til stendur að hefja takmarkaða starfsemi að nýju.

Fram kemur að Boeing þurfi á starfsmönnunum tvö þúsund og fimm hundruð að halda vegna ýmissa starfa og þar á meðal í hernaðardeild Boeing en einnig þarf framleiðandinn starfsmenn til þess að viðhalda þeim nokkur hundruð Boeing 737 MAX þotum sem ekki er búið að afhenda og eru í geymslu.

Boeing hefur ákveðið að grípa til aðgerða til þess að lágmarka áhættu á smiti með því að láta starfsmenn gangast undir skimun fyrir COVID-19 í hvert skipti áður en þeir mæta á vakt og fær hver starfsmaður hlífðarbúnað til þess að fara í áður en farið er inn í verksmiðjurnar.

Meðal annarra aðgerða sem Boeing hefur gripið til er að merkja gólfið í verksmiðjunum í Renton og í Everett með tveggja metra reglunni svo augljóst sé hvar mörkin liggja til að viðhalda samfélagslegri fjarlægð milli starfsmanna.

Þá hefur sótthreinsistöðvum og handþvottaaðstöðu verið komið upp á mörgum stöðum í verksmiðjunum auk þess sem aðeins einn starfsmaður má sitja í hverri röð í strætisvögnunum sem aka starfsmönnum til vinnu.  fréttir af handahófi

FAA kemur auga á nýtt vandamál á Boeing 787

13. júlí 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa komið auga á nýtt vandamál í einhverjum af þeim Dreamliner-þotum sem framleiddar hafa verið sem enn á eftir að afhenda til viðskiptavina.

Vara við stíflu í stemmurörum á þotum sem hafa verið í geymslu

25. júní 2021

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilmæli með viðvörun þar sem flugfélög eru hvött til þess að yfirfara vel svokölluð stemmurör („pitot tubes“) á þeim flugvélum sem verið er að sæ

Fljúga júmbó-þotunum á ný af fullum krafti

11. júlí 2021

|

Lufthansa mun tvöfalda fjölda fjölda þeirra flugferða sem farnar eru með Boeing 747 júmbó-þotunum en margar af þeim hafa setið kyrrsettar á jörðu niðri frá því um vorið 2020 þegar kórónafaraldurinn b

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00