flugfréttir

Aeroflot gerir ekki ráð fyrir neinu millilandaflugi í sumar

17. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:39

Farþegar horfa á upplýsingaskjái á flugvelli í Rússlandi

Aeroflot hefur ákveðið að fresta allri sölu á farmiðum í millilandaflugi fram í ágúst að minnsta kosti þar sem mikil óvissa ríkir um hvenær rússnesk stjórnvöld munu aflétta ferðabanni.

Sé leitað að millilandaflugi í bókunarkerfi á vefsíðu Aeroflot kemur í ljós að ekkert flug utan Rússlands er í boði fyrr en 1. ágúst í sumar en Rússar lokuðu fyrir allt flug til landsins þann 27. mars síðastliðinn.

Síðan þá hefur Aeroflot aðeins flogið nokkrar sérstakar flugferðir og þá aðallega til þess að koma rússneskum ríkisborgurum til síns heima frá útlöndum.

Í sjónvarpsviðtali sem fram fór sl. miðvikudag lofaði Vladimir Pútín, forseti Rússlands, aðgerðarpakka upp á 44 milljarða króna fyrir flugfélög í Rússlandi til að tryggja rekstur þeirra vegna COVID-19 heimsfaraldursins en sérfræðingar efast um að sú upphæð sé nóg þar sem sala á flugmiðum meðal flugfélaga í landinu hefur dregist saman um 94 prósent.  fréttir af handahófi

Vara við stíflu í stemmurörum á þotum sem hafa verið í geymslu

25. júní 2021

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilmæli með viðvörun þar sem flugfélög eru hvött til þess að yfirfara vel svokölluð stemmurör („pitot tubes“) á þeim flugvélum sem verið er að sæ

Þota frá Qantas fór í loftið með öryggispinna í hjólastelli

5. júlí 2021

|

Samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) rannsakar nú atvik sem átti sér stað er gleymdist að fjarlægja pinna af aðalhjólastelli á Boeing 787-9 þotu frá Qantas sem varð til þess að flugmennirnir náðu ek

Ráðningar að fara mun hraðar af stað en búist var við

7. júní 2021

|

Bandarísk flugfélög eru óðum að koma sér í gírinn fyrir væntanlega uppsveiflu í fluginu eftir heimsfaraldurinn og eru flest flugfélög vestanhafs farin að undirbúa sig fyrir að ráða aftur starfsfólk.

  Nýjustu flugfréttirnar

Nepal Airlines gæti orðið næsta flugfélag til að heyra sögunni til

24. júlí 2021

|

Mikil óvissa ríkir um framtíð flugfélagsins Nepal Airlines og gæti svo farið að félagið muni heyra sögunni til eftir 63 ára sögu en félagið var stofnað árið 1958.

Einaflugnám hjá Flugakademíu nú í boði í fjarnámi

24. júlí 2021

|

Flugakademía Íslands bætir einkaflugnámi í fjarnámi við námsframboð sitt í haust en fjarnámið verður kennt samhliða staðnámi og hefst kennsla þann 30. ágúst og er umsóknarfrestur til og með 15. ágúst

Eurowings Discover nýtt dótturfélag Lufthansa Group

24. júlí 2021

|

Lufthansa Group hefur kynnt til sögunnar nýtt dótturflugfélag sem nefnist Eurowings Discover en félagið mun fljúga í dag sitt fyrsta áætlunarflug frá Frankfurt til Mombasa til Kenýa og þaðan áfram ti

Skortur á þotueldsneyti í Lúxemborg vegna flóða

20. júlí 2021

|

Mikill skortur varð á þotueldsneyti á flugvellinum í Lúxemborg í vikunni en vegna flóða í Evrópu og hækkandi vatnsyfirborðs urðu skemmdir á eldsneytislögn í Þýskalandi sem tengir flugvöllinn við birg

Malta Air fær sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu

20. júlí 2021

|

Flugfélagið Malta Air hefur fengið afhenta sína fyrstu Boeing 737 MAX þotu sem er af gerðinni 737 MAX 8-200 en félagið er dótturflugfélag Ryanair.

JetBlue lendir í fyrsta sinn í London

14. júlí 2021

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue flaug í vikunni sérstakt flug í fyrsta sinn yfir Atlantshafið frá New York til London með farþegaþotu af gerðinni Airbus A321LR.

Setti pinnann í rangt gat á nefhjólastellinu

14. júlí 2021

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi hefur gefið frá sér bráðabirgðaskýrslu varðandi atvik sem átti sér stað er nefhjól féll saman á Boeing 787 Dreamliner-þotu hjá British Airways á flughlaði á Heat

Sameiningin mun kosta Korean Air yfir 300 milljarða

13. júlí 2021

|

Talið er að samruni tveggja stærstu flugfélaganna í Suður-Kóreu muni kosta Korean Air um 64 milljarða króna til viðbótar en Korean Air mun taka yfir allan rekstur Asiana Airlines á næstunni.

Ætla að ráða 2.000 flugmenn á Boeing 737 MAX þoturnar

12. júlí 2021

|

Ryanair hefur lýst því yfir að til standi að ráða um 2.000 flugmenn á næstu þremur árum í tengslum við nýju Boeing 737 MAX þoturnar en félagið fékk þær fyrstu afhentar um miðjan síðasta mánuð.

Air France-KLM íhugar að panta 160 þotur frá Boeing eða Airbus

12. júlí 2021

|

Air France-KLM hefur hafið viðræður við bæði Boeing og Airbus um risapöntun sem gæti orðið ein sú stærsta í sögu fyrirtækisins.

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00