flugfréttir

Icelandair-þota teiknaði hjarta yfir Reykjavík

- Luku Kínafluginu með þakklæti til heilbrigðisstarfsmanna

19. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 19:16

Hjartað á Flightradar24.com

Boeing 767-300ER breiðþota Icelandair, sem var að koma frá Shanghai í Kína núna síðdegis í dag, „teiknaði“ hjarta yfir höfuðborginni rétt fyrir lendingu í Keflavík.

Flugvélin, sem er TF-ISW, var að ljúka við þriðja flug Icelandair til Kína til þess að sækja sjúkrabirgðir vegna heimsfaraldursins COVID-19 en hún fór af landi brott sl. laugardagsmorgun og hafði viðdvöl í Shanghai í rúma 8:30 klukkustundir áður en hún lagði af stað aftur til Íslands. Þotan fór í loftið um klukkan 17:00 að ísenskum tíma frá Shanghai í gærkvöldi og tók heimflugið 13 klukkustundir og tvær mínútur.

Flugvélin kom að landsteinunum við Borgarfjörð Eystri klukkan 17:34 í dag og byrjaði að lækka flugið norður af Vatnajökli tólf mínútum síðar og var komin að Hellisheiðinni skömmu síðar. Þaðan tók hún tók stefnu beint til vesturs yfir Skálafell og við tóku teiknihæfileikar flugmannanna með því markmiði að fljúga yfir Reykjavík og skilja eftir hjartnæm skilaboð á radarnum á Flightradar24.com.

Það tók 14 mínútur að mynda hjartað sem var myndað í 2.500 fetum með stefnu að Romeo Kilo frá suðaustri með hring yfir mitt Reykjavíkursvæðið með Borgarspítalann í miðju hjartanu. Eftir að hafa lokið við hægri helming hjartans var stefnan tekin suðvestur að Hafnafjarðarhrauni og því næst til vesturs að Vatnsleysiströng þaðan norður í aðflug að braut 20 og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli kl. 18:37.

Flightradar24.com klukkan 18:25 í dag  fréttir af handahófi

Korean Air stefnir á aukið millilandaflug á ný

11. maí 2020

|

Korean Air hefur tilkynnt að félagið mun hægt og rólega hefja aftur millilandaflug frá og með 1. júní næstkomandi þar sem einhver lönd eru að byrja að opna aftur landamæri sín með afléttingu á ferða

Rætt um sölu á Brussels Airlines eða að setja félagið í þrot

20. júní 2020

|

Svo gæti farið að Lufthansa Group muni annaðhvort selja dótturfélagið Brussels Airlines eða láta félagið fara í gjaldþrot.

Segir að tími A380 sé á enda

7. maí 2020

|

Tim Clark, forstjóri Emirates, segir að tími Airbus A380 sé liðinn þar sem risaþotan sé of stór fyrir þá nýju tíma sem nú taka við í flugiðnaðinum eftir tíma kórónaveirufaraldursins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

Avolon hættir við 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar

7. júlí 2020

|

Írska flugvélaleigufyrirtækið Avolon hefur hætt við pöntun í 27 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en fyrirtækið hafði þegar hætt við pöntun í 75 MAX-þotur í apríl vegna COVID-19 faraldursins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00