flugfréttir

Airbus kynnir plasthlíf fyrir A350 gegn kaffisulli

- Ver takkaborð á milli flugmannana ef þeir skildu hella úr bollanum

24. apríl 2020

|

Frétt skrifuð kl. 11:32

Stjórnklefa á Airbus A350 þotunni

Airbus hefur komið með lausn á kaffisullsvandanum sem hafði herjað á þá flugmenn sem flugu Airbus A350 þotunum og hefur framleiðandinn kynnt sérstaka plashlíf sem farið er fram á að notuð verði til að verja viðkvæman búnað fyrir kaffi ef flugmenn rekast í kaffibollann.

Nýlega hafa komið upp þrjú tilvik þar sem flugmenn hafa óvart hellt úr kaffibollanum yfir viðkvæman tækjabúnað sem staðsettur er á mælaborði á milli flugmannanna í stjórnklefanum og í tveimur tilvikum þurfti að slökkva á hreyfli og lenda á næsta flugvelli á leiðinni.

Plasthlífin, sem Airbus hefur hannað, mun verja þetta svæði og ná meðal annars yfir þá takka sem notaðir eru til að ræsa hreyflana, takka sem ná yfir fjarskiptakerfi ásamt fleiri tökkum en fjarlægja þarf hlífina í flugtaki, aðflugi og lendingu og er því einungis ætlast til að hún sé notuð í farflugi að tilmælum frá flugöryggisstofnun Evrópu (EASA).

Hluti af tækjaborði sem staðsett er milli flugmannanna um borð í Airbus A350 breiðþotu

Tilvikin tvö sem komu upp þar sem kaffi helltist yfir mælaborð sem varð til þess að flugvélarnar þurftu í þeim tilvikum að lenda óvænt á leiðinni áttu sér stað um borð í Airbus A350 þotu frá Delta Air Lines í janúar á þessu ári og í A350 þotu hjá Asiana Airlines í nóvember í fyrra.

Airbus kom með tímabundin tilmæli í byrjun ársins þar sem svæðinu var lýst sem „vökvafríju bannsvæði í stjórnklefanum“ og í kjölfarið hefur plasthlífin verið kynnt til sögunnar og hafa flugrekstaraðilar 28 daga til að taka hana í notkun.

Þá segir í tilmælum að hlífin verði færð á lista yfir atriði sem skilgreinast sem lágmarksbúnaður um borð (MMEL) sé hlífin ekki til staðar eða ef hún hefur orðið fyrir skemmdum.  fréttir af handahófi

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Selur hlut í Virgin Galactic til að bjarga Virgin-flugfélaginu

11. maí 2020

|

Richard Branson ætlar að setja hlut Virgin Group í Virgin Galactic geimferðarfyrirtækinu í þeim tilgangi að safna auknu fé til að koma þeim fyrirtækjum sem eru í farþegaflugi innan fyrirtæksins til

Icelandair náði samningum við flugfreyjur í nótt

19. júlí 2020

|

Samningar hafa náðst milli Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands en flugfreyjur og flugþjónar settust aftur að samningaborðinu í gærkvöldi þar sem gerð var lokatilraun til þess að ná samningum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Yfir 200 flugvirkjanemar hefja nám hjá Lufthansa Technik

4. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að ein mesta krísa sem um getur sé nú að dynja á flugiðnaðinum þá horfir fyrirtækið Lufthansa Technik, viðhaldsfyrirtæki Lufthansa Group, til framtíðar og hefja um 240 ungir flugvirkjane

Ofhlaðin flugvél af fíkniefnum brotlenti í flugtaki

4. ágúst 2020

|

Lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 402 brotlenti í flugtaki í Papúa Nýju-Gíneu í síðustu viku en í ljós kom að flugvélin var ofhlaðin af fíkniefnum sem reynt var að smygla yfir til Ástr

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Reyndu að ræna þotueldsneyti úr leiðslu nálægt flugvelli

4. ágúst 2020

|

Grunur leikur á því að reynt hafi verið að ræna þotueldsneyti eftir að í ljós komu skemmdir sem unnar höfðu verið á eldsneytisleiðslu sem liggur að Boryspil-flugvellinum í Kiev í Úkraínu.

Starfsmenn Arkia Israeli Airlines mótmæla við heimili forstjórans

4. ágúst 2020

|

Yfir 500 starfsmenn ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines hafa að undanförnu mótmælt bæði fyrir framan heimili forstjóra flugfélagsins og fyrir framan höfuðstöðvar félagsins en félagið hætti

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

Stofna nýtt flugfélag í Ástralíu með Boeing 757 og 767 þotum

3. ágúst 2020

|

Nýtt flugfélag, sem verið er að stofna í Ástralíu, leitar nú að starfsfólki við ýmiss störf og þar á meðal að yfirflugstjóra með réttindi á þotur af gerðinni Boeing 757 og Boeing 767 þotur.

Fleiri flugmenn reknir vegna vafasamra flugskírteina

3. ágúst 2020

|

Pakistanska flugfélagið PIA (Pakistan International Airlines) hefur sagt upp fimm flugmönnum til viðbótar þar sem þeir voru með „vafasöm“ flugmannsskírteni sem ekki voru fullgild samkvæmt reglugerðum.

Alliance í Ástralíu pantar fjórtán Embraer-þotur

3. ágúst 2020

|

Þrátt fyrir að mörg flugfélög séu að hætta frekar við pantanir í nýjar flugvélar vegna þeirra áhrifa sem að kórónaveirufaraldurinn hefur haft á flugiðnaðinn þá hefur ástralska flugfélagið Alliance Av

Wizz Air bannað að fljúga til Grikklands tímabundið

2. ágúst 2020

|

Ungverska flugfélaginu Wizz Air hefur verið bannað að fljúga til Grikklands tímabundið eftir að félagið virti að vettugi kröfu flugmálayfirvalda um að allir farþegar sem fljúga til landsins skulu ver

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00